Meiri hagsmunir víkja fyrir minni Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. apríl 2012 06:00 Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fallið skuli frá áætlunum um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra og með því fallist á sjónarmið samtaka sveitarfélaga þar. Breytt lega hringvegarins hefði falið í sér að ekki væri farið í gegn um Blönduós og Varmahlíð. Nú þarf ekki endilega að vera að varðstaða um sjoppurekstur og aðra þjónustu við ferðamenn sé rót andstöðunnar við fyrirætlanir Vegagerðarinnar. Tilfærslan var raunar ekki á áætlun næstu tólf ára, líkt og vegamálastjóri upplýsti hér í blaðinu á fimmtudag. „Sveitarstjórnirnar hafa ekki getað gengið frá sínum aðalskipulagstillögum vegna óska okkar um að þetta verði inni. Því hefur verið þrýst mjög á um að þetta verði afgreitt," sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og benti á að almennt færu sveitarstjórnir með skipulagsvaldið. „Þær gefa leyfi fyrir öllum nýjum framkvæmdum og hafa þannig í hendi sér hvað þær heimila og hvað ekki." Málið vekur hins vegar spurningar um til hvaða þátta eigi að horfa þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag sem hefur jafnvíðtæk þjóðfélagsleg áhrif. Í þingsályktunartillögu sem fyrir áramót var lögð fram á Alþingi um svonefnda Svínavatnsleið, sem ráðherra hefur nú slegið út af borðinu, er bent á að stytting hringvegarins hafi mjög mikil áhrif á kostnað við flutninga og þar með væntanlega á verð á vörum og þjónustu á landsbyggðinni. Er þá ótalinn eldsneytissparnaður allra annarra sem aka leiðina og umhverfisávinningur sem fæst af minna vegsliti, minni mengun og minni eldsneytisnotkun, fyrir utan svo ávinning af auknu umferðaröryggi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, lýsir enda þeirri skoðun sinni í blaðinu í gær að sjónarmið og hagsmunir einstakra sveitarfélaga eigi ekki að ráða framtíðarvegstæði hringvegarins. „Þá gætum við séð fram á að núverandi vegstæði þjóðvegar eitt verði fært til þess að koma hringveginum í gegnum Sauðárkrók. Það er eitthvað sem fæstir myndu telja eðlilegt," sagði hann. Tilfellið er að vald sveitarfélaga er mjög mikið þegar kemur að skipulagsmálum og spurning hvort ekki sé tími kominn á endurskoðun á hvernig þeim málum er fyrir komið. Vitanlega er eðlilegt að sveitarfélög og þar með íbúar þeirra ráði miklu um sitt eigið nærsamfélag og uppbyggingu þess. En um leið fær vart staðist að þröngir hagsmunir misvelstæðra sveitarfélaga séu teknir fram yfir hagsmunamál sem snerta þjóðina alla. Þarna undir eru ekki einvörðungu vegamál heldur einnig auðlindanýting og hvers konar stórframkvæmdir. Þannig getur lítið sveitarfélag bæði sett framkvæmdum stólinn fyrir dyrnar, svo sem varðandi lagningu á raflínum til stóriðju, eða heimilað stórfelldar virkjanaframkvæmdir sem áhrif hafa á nærliggjandi sveitarfélög, hvort heldur það er vegna jarðskjálfta og útblásturs frá jarðvarmavirkjunum, eða sandfoks frá uppistöðulónum. Þegar kemur að hlutum sem áhrif hafa víðar en innan sveitar þá ættu minni hagsmunir að víkja fyrir meiri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fallið skuli frá áætlunum um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra og með því fallist á sjónarmið samtaka sveitarfélaga þar. Breytt lega hringvegarins hefði falið í sér að ekki væri farið í gegn um Blönduós og Varmahlíð. Nú þarf ekki endilega að vera að varðstaða um sjoppurekstur og aðra þjónustu við ferðamenn sé rót andstöðunnar við fyrirætlanir Vegagerðarinnar. Tilfærslan var raunar ekki á áætlun næstu tólf ára, líkt og vegamálastjóri upplýsti hér í blaðinu á fimmtudag. „Sveitarstjórnirnar hafa ekki getað gengið frá sínum aðalskipulagstillögum vegna óska okkar um að þetta verði inni. Því hefur verið þrýst mjög á um að þetta verði afgreitt," sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og benti á að almennt færu sveitarstjórnir með skipulagsvaldið. „Þær gefa leyfi fyrir öllum nýjum framkvæmdum og hafa þannig í hendi sér hvað þær heimila og hvað ekki." Málið vekur hins vegar spurningar um til hvaða þátta eigi að horfa þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag sem hefur jafnvíðtæk þjóðfélagsleg áhrif. Í þingsályktunartillögu sem fyrir áramót var lögð fram á Alþingi um svonefnda Svínavatnsleið, sem ráðherra hefur nú slegið út af borðinu, er bent á að stytting hringvegarins hafi mjög mikil áhrif á kostnað við flutninga og þar með væntanlega á verð á vörum og þjónustu á landsbyggðinni. Er þá ótalinn eldsneytissparnaður allra annarra sem aka leiðina og umhverfisávinningur sem fæst af minna vegsliti, minni mengun og minni eldsneytisnotkun, fyrir utan svo ávinning af auknu umferðaröryggi. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, lýsir enda þeirri skoðun sinni í blaðinu í gær að sjónarmið og hagsmunir einstakra sveitarfélaga eigi ekki að ráða framtíðarvegstæði hringvegarins. „Þá gætum við séð fram á að núverandi vegstæði þjóðvegar eitt verði fært til þess að koma hringveginum í gegnum Sauðárkrók. Það er eitthvað sem fæstir myndu telja eðlilegt," sagði hann. Tilfellið er að vald sveitarfélaga er mjög mikið þegar kemur að skipulagsmálum og spurning hvort ekki sé tími kominn á endurskoðun á hvernig þeim málum er fyrir komið. Vitanlega er eðlilegt að sveitarfélög og þar með íbúar þeirra ráði miklu um sitt eigið nærsamfélag og uppbyggingu þess. En um leið fær vart staðist að þröngir hagsmunir misvelstæðra sveitarfélaga séu teknir fram yfir hagsmunamál sem snerta þjóðina alla. Þarna undir eru ekki einvörðungu vegamál heldur einnig auðlindanýting og hvers konar stórframkvæmdir. Þannig getur lítið sveitarfélag bæði sett framkvæmdum stólinn fyrir dyrnar, svo sem varðandi lagningu á raflínum til stóriðju, eða heimilað stórfelldar virkjanaframkvæmdir sem áhrif hafa á nærliggjandi sveitarfélög, hvort heldur það er vegna jarðskjálfta og útblásturs frá jarðvarmavirkjunum, eða sandfoks frá uppistöðulónum. Þegar kemur að hlutum sem áhrif hafa víðar en innan sveitar þá ættu minni hagsmunir að víkja fyrir meiri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun