Lífið

Dugleg á Facebook og Twitter

Victoria Beckham ætlar að vera dugleg á Facebook og Twitter í framtíðinni.
Victoria Beckham ætlar að vera dugleg á Facebook og Twitter í framtíðinni. Nordicphotos/getty
Victoria Beckham vonast til að Twitter- og Facebook-síður sínar muni sýna aðdáendum sínum hvernig manneskja hún er í raun og veru. „Ég held að vinir mínir og viðskiptavinir fái gott tækifæri til að kynnast mér og mínu skopskyni í gegnum tístin mín á Twitter. Þar getur fólk séð hvernig ég er í raun og veru,“ sagði Kryddpían fyrrverandi, sem hefur haslað sér völl sem fatahönnuður að undanförnu. Hún er þessa dagana í Kína og hefur verið dugleg að tísta frá gangi mála.

Á afmælisdegi sínum fyrir skömmu opnaði Beckham opinbera Facebook-síðu sína. Hún getur ekki beðið með að sýna þar á sér nýja hlið. „Ég vil að aðdáendur mínir geti fylgst bæði með mér sem persónu og vörumerkjum mínum. Ég notaði Twitter mikið í fyrra, þar á meðal á tískuvikunni í New York, og það gaf mér tækifæri til að deila reynslu minni með fólkinu í kringum mig. Ég vil halda því áfram.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.