Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Trausti Hafliðason skrifar 19. október 2012 14:52 Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, þreytir lax í Norðurá. Mynd / Trausti Hafliðason Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að veiðimenn séu búnir að fá sig fullsadda af hækkunum veiðileyfa. „Mér finnst þetta auðvitað mjög miður," segir Bjarni Júlíusson formaður SVFR, um þau tíðindi að leigusamningur Veiðifélags Norðurár og SVFR hafi verið styttur um eitt ár og það stefni í að áin verði boðin út. Stangaveiðifélagið hefur verið með ána á leigu í 66 ár og skrifaði síðasta vor undir tveggja ára leigusamning. Samkvæmt samningnum átti leigan að hækka um 20 prósent um áramótin, en Stangaveiðifélagið telur engar forsendur fyrir hækkun í ljósi aflabrestins í sumar. „Veiðin í sumar var þannig að við teljum að það hafi verið komin forsendubrestur fyrir þeim hækkunum sem voru í kortunum um áramótin," segir Bjarni. "Við erum búin að setjast oft niður með forsvarsmönnum Veiðifélagsins til þess að reyna ná skynsamlegri lendingu. Það hefur því miður ekki tekist." Bjarni segir Veiðifélagið alls ekki hafa verið óbilgjarnt í sínum kröfum. „Við skiljum algjörlega þeirra afstöðu. Þeir eiga auðlind sem þeir vilja fá sem mest út úr. Það er aftur á móti mín bjargfasta trú að íslenskir stangaveiðimenn séu búnir að fá sig fullsadda af hækkunum veiðileyfa. Þeir eru ekki tilbúnir að sætta sig við 20 til 30 prósenta hækkun á veiðileyfum næsta sumar og því ákváðum við standa í fæturnar í þessu máli." Bjóða í Norðurá fari áin í útboðBirna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár, hefur sagt að enn sé ekki búið að ákveða hvort áin fari í útboð á almennum markaði. Það muni koma í ljós á næstu vikum. Bjarni segir alveg öruggt að ef Norðurá verði boðin út þá muni Stangaveiðifélagið skila tilboði í ána. „Ef við hins vegar missum Norðurá þá eru það mjög vond tíðindi. Áin skipar mjög sérstakan sess í mínum huga sem og í huga margra félagsmanna." Ekki er langt síðan að Stangaveiðifélagið missti frá sér Stóru-Laxá og nú er útlit fyrir að félagið sé að missa Norðurá. Þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvernig fjárhagsstaða félagsins sé? „Síðustu ár hafa verið okkur erfið og við höfum enga burði til þess að taka á okkur tuga milljóna króna tap vegna leigu á einni á," segir Bjarni. "Fyrir fjórum árum var félagið ákaflega vel statt en hrunið fór illa með okkur og við þurfum að vanda okkur í öllu sem við gerum. Síðustu misseri höfum við verið að reyna að treysta stoðirnar og sú vinna er enn í gangi."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir að veiðimenn séu búnir að fá sig fullsadda af hækkunum veiðileyfa. „Mér finnst þetta auðvitað mjög miður," segir Bjarni Júlíusson formaður SVFR, um þau tíðindi að leigusamningur Veiðifélags Norðurár og SVFR hafi verið styttur um eitt ár og það stefni í að áin verði boðin út. Stangaveiðifélagið hefur verið með ána á leigu í 66 ár og skrifaði síðasta vor undir tveggja ára leigusamning. Samkvæmt samningnum átti leigan að hækka um 20 prósent um áramótin, en Stangaveiðifélagið telur engar forsendur fyrir hækkun í ljósi aflabrestins í sumar. „Veiðin í sumar var þannig að við teljum að það hafi verið komin forsendubrestur fyrir þeim hækkunum sem voru í kortunum um áramótin," segir Bjarni. "Við erum búin að setjast oft niður með forsvarsmönnum Veiðifélagsins til þess að reyna ná skynsamlegri lendingu. Það hefur því miður ekki tekist." Bjarni segir Veiðifélagið alls ekki hafa verið óbilgjarnt í sínum kröfum. „Við skiljum algjörlega þeirra afstöðu. Þeir eiga auðlind sem þeir vilja fá sem mest út úr. Það er aftur á móti mín bjargfasta trú að íslenskir stangaveiðimenn séu búnir að fá sig fullsadda af hækkunum veiðileyfa. Þeir eru ekki tilbúnir að sætta sig við 20 til 30 prósenta hækkun á veiðileyfum næsta sumar og því ákváðum við standa í fæturnar í þessu máli." Bjóða í Norðurá fari áin í útboðBirna G. Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Norðurár, hefur sagt að enn sé ekki búið að ákveða hvort áin fari í útboð á almennum markaði. Það muni koma í ljós á næstu vikum. Bjarni segir alveg öruggt að ef Norðurá verði boðin út þá muni Stangaveiðifélagið skila tilboði í ána. „Ef við hins vegar missum Norðurá þá eru það mjög vond tíðindi. Áin skipar mjög sérstakan sess í mínum huga sem og í huga margra félagsmanna." Ekki er langt síðan að Stangaveiðifélagið missti frá sér Stóru-Laxá og nú er útlit fyrir að félagið sé að missa Norðurá. Þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvernig fjárhagsstaða félagsins sé? „Síðustu ár hafa verið okkur erfið og við höfum enga burði til þess að taka á okkur tuga milljóna króna tap vegna leigu á einni á," segir Bjarni. "Fyrir fjórum árum var félagið ákaflega vel statt en hrunið fór illa með okkur og við þurfum að vanda okkur í öllu sem við gerum. Síðustu misseri höfum við verið að reyna að treysta stoðirnar og sú vinna er enn í gangi."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði