Sport

Sarah Blake í 8. sæti í 50 metra skriðsundi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd / Daníel
Sarah Blake Bateman úr Ægi hafnaði í 8. sæti í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í dag. Sarah synti á tímanum 25.38 sekúndum.

Sarah Blake tryggði sér sæti í úrslitasundinu eftir sigur í aukasundi milli þriggja sundkvenna sem náðu sama tíma í undanúrslitum í gær. Í því sundi setti hún Íslandsmet með tímanum 25.34 sekúndur sem tryggði henni einnig sæti á Ólympíuleikunum.

Sarah Blake keppir á eftir með íslensku sveitinni í úrslitum í 4x100 metra fjórsundi kvenna.


Tengdar fréttir

Sarah Blake tryggði sér Ólympíusæti

Sarah Blake Bateman úr Ægi setti Íslandsmet, náði Ólympíulágmarki og tryggði sér sæti í úrslitum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×