Saga stangveiða: Ein mínúta á hvert pund Svavar Hávarðsson skrifar 27. maí 2012 00:34 Við Elliðaár. Trausti Hafliðason Eftir langan vetur eru sennilega flestir áhugamenn um stangveiði löngu byrjaðir að undirbúa sig fyrir komandi laxveiðisumar. Menn eru væntanlega búnir að fara í gegnum veiðibúnaðinn; gaumgæfa hvort stangir og hjól eru klár fyrir átökin, láta gera við vöðlur og fylla í fluguboxin. Veiðileyfi hafa verið greidd og ekkert eftir nema biðin – enn og aftur. Þangað til er rennt fyrir urriða og bleikju og engum þarf að leiðast. Hins vegar getur laxveiðisumarið ekki komið nógu fljótt – viðurkennið það bara! Veiðivísir er meðvitaður um þetta og vill stytta mönnum biðina. Þá er ekki síst gagnlegt og gaman að líta til baka og velta fyrir sér hvernig þetta var á árum fyrr. Það er nefnilega þannig að það sem við teljum sjálfsagt í dag, var með öðrum hætti fyrir mannsaldri, eða svo.Ólafur á HellulandiÓlafur Sigurðsson, óðalsbóndi á Hellulandi í Skagafirði, var maður fróður. Hann starfaði lengi sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Íslands og sérsvið hans voru ræktun hlunninda og meðferð þeirra. Lax og silungur var honum hugleikinn og kynnti hann sér vel lífsferil ferskvatnsfiska og fiskræktun. En hann var ekki bara fróður, hann Ólafur, heldur sá hann meira en margur. Ólafur skrifaði grein í Búnaðarrit Búnaðarsambands Íslands þegar heimsstyrjöldin síðari var í algleymi árið 1941. Þar sagði hann mönnum frá einu og öðru sem varðar lífsferil fiska og hvað hafa bæri í huga við fiskræktun. Skrif hans voru barn síns tíma en inn á milli í þeirri lesningu má hins vegar finna margt sem stangveiðimönnum hlýtur að þykja forvitnilegt.Heillastaumur milli manns og náttúru Við lítum á stangveiði sem stóran og ómissandi hluta af okkar lífi en það var ekki svo árið 1941. Menn litu fyrst og síðast á lax og silung sem mat. Og beittu lengi vel þeim aðferðum við að ná sínum fiski sem vænlegastar voru til árangurs. Ólafur sá þó að tímarnir voru að breytast. „Eftirspurn eftir stangaveiði fer stöðugt vaxandi, svo að segja um víða veröld. Lengi voru það Englendingar, sem voru að mestu einir um þessa íþrótt. Fóru þeir víða um lönd og leigðu ár eða árhluta — voru þá oft kallaðir sérvitringar. En nú á síðustu árum hafa augu borgarbúanna opnast fyrir ágæti þessarar íþróttar, sem heillar svo mjög, að menn leggja á sig löng ferðalög og dýr til að geta stundað stangaveiði í fáeina daga", segir óðalsbóndinn og hann velkist ekki í vafa um það af hverju ásókn í stangveiði er á uppleið. „Það er eins og stöngin, flugan og fiskurinn sé nokkurs konar tengill eða lykill að einhverjum heillastraum milli manns og móður náttúru. Þar sem maðurinn á kannski allra léttast með að finna sjálfan sig, eftir að hafa að einhverju leyti týnt sér í ys og þys borgarlífsins." Ólafur er sannspár þegar hann segir að „Lax og silungsár þessa lands verða í framtíðinni öllum leikhúsum eftirsóttari. Þvi eiga þeir bændur, sem veiðiárnar eiga, að mynda með sér félagsskap þeim til friðunar og ræktunar, einmitt á þessum tímum meðan þau ragnarök eru að líða hjá, sem nú standa yfir." Hrunadansinn sem var í algleymi á þessum tíma er Ólafi auðvitað ofarlega í huga, og því ekkert skrítið að friður stangveiðinnar hafi orðið honum að yrkisefni.Framsýnn maður, hann ÓlafurÓlafur var með puttann á púlsinum og sá mikilvægi þess að leggja af veiði á laxi og silungi í net og gildrur. Hann hafði áhyggjur af stöðu stofnanna í íslensku ánum sem voru margir hverjir ofveiddir og á barmi útrýmingar svo snemma sem um aldamót og á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann spáir því að hver lax muni í framtíðinni margfalda verðmæti sitt sem lifandi bráð veiðimanna; nokkuð sem við vitum núna að er staðreynt. Um þúsundföldun er reyndar að ræða, sem var kannski villtari pæling en Ólafur treysti sér í veturinn 1940-1941. Hin elskaða íþrótt Ólafur vill því greinilega koma fleirum að bökkum ánna en þá gerðist en tiltölulega fáir nýttu sinn frítíma til stangveiða á stríðsárunum. Núna er stangveiði auðvitað ein vinsælasta dægradvöl almennings. Ólíku er saman að jafna. Nú hafa menn meiri tíma og meira handa á milli, svo ekki sé talað um aðgengi í kjölfar samgöngubyltingar síðustu áratuga. Því skrifaði hann stuttan leiðarvísi um laxveiði á stöng í grein sinni í Búnaðarritið þó hann telji sig þess ekki umkominn. „Það er alls ekki ætlun mín að fara að skrifa hér langt mál á breiðum grundvelli, um laxveiði með stöng — þessa elskuðu og eftirsóttu íþrótt — til þess er ég ekki fær, heldur einungis drepa á nokkur grundvallaratriði. Það er líka mála sannast að laxveiði á stöng verður ekki af bókum lærð, heldur er það reynslan og æfingin, sem aðal kennsluna veita."Stangir með stálmerg eða án hansVið sem eigum nokkrar stangir sem kosta tugi þúsunda höfum eflaust mjög gaman af eftirfarandi í skrifum Ólafs, enda fer lítið fyrir pælingum um vinnslu eða hvort stöngin sé úr hágæða Carbon Fiber eða einhverju öðru; fimma eða nía eftir því hvort á að hengja silung eða lax, og þar fram eftir götunum. „Af veiðistöngum eru til margar gerðir og stærðir frá 10—18 ensk fet. Áður voru mest notaðar 14—16 feta stangir; en nú í seinni tíð virðist svo sem styttri og léttari einhendisstengur ryðji sér meira til rúms, enda munu þær henta betur við okkar ár, sem flestar eru smáar." Ólafur gefur upp þrjár tegundir veiðistanga til kaupa, en þó kannski bara tvær fyrir alþýðu manna: Hinar dýru Split-Cane stangir með stálmerg eða án hans segir hann „fullkomnasta og ákjósanlegasta" gerð stanga en þvi miður rándýra. Greenhart stangir segir hann góðar og á viðráðanlegu verði en svo er það „bambusstengur úr Whole-cane. Þetta eru ódýrustu og léttustu stengur sem hægt er að fá, og geta mjög vel dugað sem veiðistengur en þær þykja ekki eins fínar."Þeir sem búa ekki við ána Það er auðvitað stórkostlegt að lesa skrif Ólafs á tímum þegar menn metast hvort það sé betra að stöngin sé í tveim, þrem, fjórum eða fimm hlutum. Hvað hentar þessari línu eða hinni. Hvaða lína eigi við á hvaða stöng eftir „kasteiginleikum" viðkomandi stangar og hvort flotlína, hrað- eða hægsökkvandi lína sé málið; kasthaus eða ekki kasthaus. Ólafur segir: „Þeir sem búa við veiðiána eða svo nærri að ekki þarf að taka stöngina sundur til flutnings geta auðveldlegabúið sér til stöng með þvi að velja góðan bambus af þeirri lengd, sem óskað er. Vefja á hana hringa og setja sæti fyrir hjólið, sem er sett fast með lausum hólkum, „lakkera" svo alla stöngina til að vernda hana fyrir vatni." Ekkert flókið, þarna árið 1941. Talandi um „good old times."Engin maðkur eða spónn? Fluguveiði var sannarlega ekki eins algeng og sjálfsögð aðferð til laxveiða árið 1941 og nú er. Hins vegar minnist Ólafur lítið sem ekkert á maðk eða spón; og má þar kenna áhrifa frá enskum veiðimönnum sem komu hingað fyrstir til veiða og Ólafur minnist á í skrifum sínum á fleiri en einum stað (af hverju skyldum við alltaf tala um pund í laxveiði en sennilega aldrei annars í íslensku samhengi?) Mér kom því nokkuð skemmtilega á óvart næsta pæling Hellulandsbóndans þegar kom að því hvað leggja ætti í vatnið þegar freista ætti lónbúans. Ólafur skrifar: „Í flestum sportvöruverzlunum fæst ógrynni af allskonar flugum og öðrum slíkum laxveiðitækjum. Flestir verða að láta sér nægja fáeinar, og vil ég að ráði góðra veiðimanna nefna nöfn á nokkrum helztu veiðiflugum til dæmis Popham, Jock Scott og Black Doctor. Af flugum með silfurbúk má nefna þessar: Silver Doctor, Silver Gray, Silver Wilkinson og Dusty Miller.OK! Ég er svo langt leiddur að ég taldi einhverju sinni flugurnar mínar. 300 tæplega voru þær sem er nóg, en mörgum sjóuðum laxveiðimönnum þykir hjákátlega lítið. Hér ráðleggur Ólafur mönnum að eiga „nokkrar" flugur. Stórkostlegt!! En þekkja menn þessar flugur sem hann nefnir? Allir þekkja Jock Scott og fræðimennina tvo, en Popham, Silver Wilkingsson og Dusty Miller? Ekki ég (hafir þú átt/veitt á þessar flugur sendu okkur á Veiðivísi línu: svavar@frettabladid.is ).Ein mínúta fyrir hvert pund Margt af því sem Ólafur skrifar er forvitnilegt fyrir þær sakir að maður sér á hvað menn voru að veiða. Það er svo í meira lagi áhugavert að sjá hvernig hann ráðleggur mönnum að bera sig að þegar lax hefur runnið á færið. „Flestir laxveiði byrjendur álíta að einn höfuðkostur laxveiðitækjanna sé mikill styrkleiki. Þetta er mikill misskilningur, það eru einmitt átökin, sem verður að forðast og þau verða aldrei mikil sé stönginni rétt haldið. Það þykir bera vott um góð og rétt handtök að vera fljótur að ná fiskinum eftir að hann hefir tekið. Það er gömul regla um meðaltíma að draga lax að vera 1 mínútu með enskt pund eða 10 mínútur við að draga 10 punda lax." Einmitt!! Og svona í ljósi pælinga um græjur þá er þetta líka áhugavert hvað varðar þá kúnst að þreyta lax. Þetta var líka einfaldara í denn tíð. „Þegar fiskurinn hefir bitið á, er stöngin sett í spennu sem kallað er. Með vinstri hendi er stangarskaftinu haldið lóðbeint upp með vinstri síðu en stangarhúnninn stendur efst á lærinu, og þannig er stönginni haldið allan tímann. Einungis ef fiskurinn stekkur verður að láta stöngina síga en setja hana jafnskjótt i spennu og fiskurinn er kominn í vatnið. Ef nokkur leið er, á strax að fara að hala inn og gefa aldrei eftir án þess að bremsa og ekki fyrr en vinstri hönd orkar ekki að halda stönginni réttri. Lofa fiskinum að renna út með svo eða svo mikið af línu er mikið óráð, í því liggur aukin hætta á að missa fiskinn."Járnrör í vasanum Á tímum þar sem 60% af stórlaxi er sleppt og 30% af smálaxi þá er gaman að skyggnast inn í hugarheim veiðimanna árið 1941, í boði Ólafs á Hellulandi. Á þessum tíma var ekkert hálfkák, og orð eins og goggur fá mann til líta í kringum sig af ótta við að fleiri hafi lesið óhæfuna. Hér er má merkja að bráð er bráð, ekkert meira og allt snobb hvað varðar laxveiðar er langt undan þetta herrans ár 1941. „Sé maður einn verður að draga að sér færið um leið og gengið er að fiskinum. Hafi maður ekki gogg skal grípa með hægri hendi um styrtluna framan við sporðinn og grípa fiskinn upp með snöggu ákveðnu taki, þannig að hausinn hangi niður, þá hreyfir fiskurinn sig ekki. Bezt er að rota fiskinn með bút af járnröri, sem hafa má í vasanum."Hin ógleymanlega og geislandi veiðigleði En það er þó alltaf það sama sem þetta snýst um, og þá skiptir engu hvort heimsstyrjöld geisar eða árið er 2012. „Ég hef heyrt ágæta laxveiðimenn segja, að með litilli stöng hafi þeir allra bezt fundið þessa ógleymanlegu, geislandi veiðigleði — þetta dásamlega við laxveiðina, sem heillar svo veiðimenn að þeir leggja í löng og erfið ferðalög til þess eins að geta stundað laxveiði í fáeina daga. Fá að kljást við hinn sprettharðasta fisk heimsins, — með litla létta stöng í hönd." Já, meistari. Já! Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Eftir langan vetur eru sennilega flestir áhugamenn um stangveiði löngu byrjaðir að undirbúa sig fyrir komandi laxveiðisumar. Menn eru væntanlega búnir að fara í gegnum veiðibúnaðinn; gaumgæfa hvort stangir og hjól eru klár fyrir átökin, láta gera við vöðlur og fylla í fluguboxin. Veiðileyfi hafa verið greidd og ekkert eftir nema biðin – enn og aftur. Þangað til er rennt fyrir urriða og bleikju og engum þarf að leiðast. Hins vegar getur laxveiðisumarið ekki komið nógu fljótt – viðurkennið það bara! Veiðivísir er meðvitaður um þetta og vill stytta mönnum biðina. Þá er ekki síst gagnlegt og gaman að líta til baka og velta fyrir sér hvernig þetta var á árum fyrr. Það er nefnilega þannig að það sem við teljum sjálfsagt í dag, var með öðrum hætti fyrir mannsaldri, eða svo.Ólafur á HellulandiÓlafur Sigurðsson, óðalsbóndi á Hellulandi í Skagafirði, var maður fróður. Hann starfaði lengi sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Íslands og sérsvið hans voru ræktun hlunninda og meðferð þeirra. Lax og silungur var honum hugleikinn og kynnti hann sér vel lífsferil ferskvatnsfiska og fiskræktun. En hann var ekki bara fróður, hann Ólafur, heldur sá hann meira en margur. Ólafur skrifaði grein í Búnaðarrit Búnaðarsambands Íslands þegar heimsstyrjöldin síðari var í algleymi árið 1941. Þar sagði hann mönnum frá einu og öðru sem varðar lífsferil fiska og hvað hafa bæri í huga við fiskræktun. Skrif hans voru barn síns tíma en inn á milli í þeirri lesningu má hins vegar finna margt sem stangveiðimönnum hlýtur að þykja forvitnilegt.Heillastaumur milli manns og náttúru Við lítum á stangveiði sem stóran og ómissandi hluta af okkar lífi en það var ekki svo árið 1941. Menn litu fyrst og síðast á lax og silung sem mat. Og beittu lengi vel þeim aðferðum við að ná sínum fiski sem vænlegastar voru til árangurs. Ólafur sá þó að tímarnir voru að breytast. „Eftirspurn eftir stangaveiði fer stöðugt vaxandi, svo að segja um víða veröld. Lengi voru það Englendingar, sem voru að mestu einir um þessa íþrótt. Fóru þeir víða um lönd og leigðu ár eða árhluta — voru þá oft kallaðir sérvitringar. En nú á síðustu árum hafa augu borgarbúanna opnast fyrir ágæti þessarar íþróttar, sem heillar svo mjög, að menn leggja á sig löng ferðalög og dýr til að geta stundað stangaveiði í fáeina daga", segir óðalsbóndinn og hann velkist ekki í vafa um það af hverju ásókn í stangveiði er á uppleið. „Það er eins og stöngin, flugan og fiskurinn sé nokkurs konar tengill eða lykill að einhverjum heillastraum milli manns og móður náttúru. Þar sem maðurinn á kannski allra léttast með að finna sjálfan sig, eftir að hafa að einhverju leyti týnt sér í ys og þys borgarlífsins." Ólafur er sannspár þegar hann segir að „Lax og silungsár þessa lands verða í framtíðinni öllum leikhúsum eftirsóttari. Þvi eiga þeir bændur, sem veiðiárnar eiga, að mynda með sér félagsskap þeim til friðunar og ræktunar, einmitt á þessum tímum meðan þau ragnarök eru að líða hjá, sem nú standa yfir." Hrunadansinn sem var í algleymi á þessum tíma er Ólafi auðvitað ofarlega í huga, og því ekkert skrítið að friður stangveiðinnar hafi orðið honum að yrkisefni.Framsýnn maður, hann ÓlafurÓlafur var með puttann á púlsinum og sá mikilvægi þess að leggja af veiði á laxi og silungi í net og gildrur. Hann hafði áhyggjur af stöðu stofnanna í íslensku ánum sem voru margir hverjir ofveiddir og á barmi útrýmingar svo snemma sem um aldamót og á fyrstu áratugum 20. aldar. Hann spáir því að hver lax muni í framtíðinni margfalda verðmæti sitt sem lifandi bráð veiðimanna; nokkuð sem við vitum núna að er staðreynt. Um þúsundföldun er reyndar að ræða, sem var kannski villtari pæling en Ólafur treysti sér í veturinn 1940-1941. Hin elskaða íþrótt Ólafur vill því greinilega koma fleirum að bökkum ánna en þá gerðist en tiltölulega fáir nýttu sinn frítíma til stangveiða á stríðsárunum. Núna er stangveiði auðvitað ein vinsælasta dægradvöl almennings. Ólíku er saman að jafna. Nú hafa menn meiri tíma og meira handa á milli, svo ekki sé talað um aðgengi í kjölfar samgöngubyltingar síðustu áratuga. Því skrifaði hann stuttan leiðarvísi um laxveiði á stöng í grein sinni í Búnaðarritið þó hann telji sig þess ekki umkominn. „Það er alls ekki ætlun mín að fara að skrifa hér langt mál á breiðum grundvelli, um laxveiði með stöng — þessa elskuðu og eftirsóttu íþrótt — til þess er ég ekki fær, heldur einungis drepa á nokkur grundvallaratriði. Það er líka mála sannast að laxveiði á stöng verður ekki af bókum lærð, heldur er það reynslan og æfingin, sem aðal kennsluna veita."Stangir með stálmerg eða án hansVið sem eigum nokkrar stangir sem kosta tugi þúsunda höfum eflaust mjög gaman af eftirfarandi í skrifum Ólafs, enda fer lítið fyrir pælingum um vinnslu eða hvort stöngin sé úr hágæða Carbon Fiber eða einhverju öðru; fimma eða nía eftir því hvort á að hengja silung eða lax, og þar fram eftir götunum. „Af veiðistöngum eru til margar gerðir og stærðir frá 10—18 ensk fet. Áður voru mest notaðar 14—16 feta stangir; en nú í seinni tíð virðist svo sem styttri og léttari einhendisstengur ryðji sér meira til rúms, enda munu þær henta betur við okkar ár, sem flestar eru smáar." Ólafur gefur upp þrjár tegundir veiðistanga til kaupa, en þó kannski bara tvær fyrir alþýðu manna: Hinar dýru Split-Cane stangir með stálmerg eða án hans segir hann „fullkomnasta og ákjósanlegasta" gerð stanga en þvi miður rándýra. Greenhart stangir segir hann góðar og á viðráðanlegu verði en svo er það „bambusstengur úr Whole-cane. Þetta eru ódýrustu og léttustu stengur sem hægt er að fá, og geta mjög vel dugað sem veiðistengur en þær þykja ekki eins fínar."Þeir sem búa ekki við ána Það er auðvitað stórkostlegt að lesa skrif Ólafs á tímum þegar menn metast hvort það sé betra að stöngin sé í tveim, þrem, fjórum eða fimm hlutum. Hvað hentar þessari línu eða hinni. Hvaða lína eigi við á hvaða stöng eftir „kasteiginleikum" viðkomandi stangar og hvort flotlína, hrað- eða hægsökkvandi lína sé málið; kasthaus eða ekki kasthaus. Ólafur segir: „Þeir sem búa við veiðiána eða svo nærri að ekki þarf að taka stöngina sundur til flutnings geta auðveldlegabúið sér til stöng með þvi að velja góðan bambus af þeirri lengd, sem óskað er. Vefja á hana hringa og setja sæti fyrir hjólið, sem er sett fast með lausum hólkum, „lakkera" svo alla stöngina til að vernda hana fyrir vatni." Ekkert flókið, þarna árið 1941. Talandi um „good old times."Engin maðkur eða spónn? Fluguveiði var sannarlega ekki eins algeng og sjálfsögð aðferð til laxveiða árið 1941 og nú er. Hins vegar minnist Ólafur lítið sem ekkert á maðk eða spón; og má þar kenna áhrifa frá enskum veiðimönnum sem komu hingað fyrstir til veiða og Ólafur minnist á í skrifum sínum á fleiri en einum stað (af hverju skyldum við alltaf tala um pund í laxveiði en sennilega aldrei annars í íslensku samhengi?) Mér kom því nokkuð skemmtilega á óvart næsta pæling Hellulandsbóndans þegar kom að því hvað leggja ætti í vatnið þegar freista ætti lónbúans. Ólafur skrifar: „Í flestum sportvöruverzlunum fæst ógrynni af allskonar flugum og öðrum slíkum laxveiðitækjum. Flestir verða að láta sér nægja fáeinar, og vil ég að ráði góðra veiðimanna nefna nöfn á nokkrum helztu veiðiflugum til dæmis Popham, Jock Scott og Black Doctor. Af flugum með silfurbúk má nefna þessar: Silver Doctor, Silver Gray, Silver Wilkinson og Dusty Miller.OK! Ég er svo langt leiddur að ég taldi einhverju sinni flugurnar mínar. 300 tæplega voru þær sem er nóg, en mörgum sjóuðum laxveiðimönnum þykir hjákátlega lítið. Hér ráðleggur Ólafur mönnum að eiga „nokkrar" flugur. Stórkostlegt!! En þekkja menn þessar flugur sem hann nefnir? Allir þekkja Jock Scott og fræðimennina tvo, en Popham, Silver Wilkingsson og Dusty Miller? Ekki ég (hafir þú átt/veitt á þessar flugur sendu okkur á Veiðivísi línu: svavar@frettabladid.is ).Ein mínúta fyrir hvert pund Margt af því sem Ólafur skrifar er forvitnilegt fyrir þær sakir að maður sér á hvað menn voru að veiða. Það er svo í meira lagi áhugavert að sjá hvernig hann ráðleggur mönnum að bera sig að þegar lax hefur runnið á færið. „Flestir laxveiði byrjendur álíta að einn höfuðkostur laxveiðitækjanna sé mikill styrkleiki. Þetta er mikill misskilningur, það eru einmitt átökin, sem verður að forðast og þau verða aldrei mikil sé stönginni rétt haldið. Það þykir bera vott um góð og rétt handtök að vera fljótur að ná fiskinum eftir að hann hefir tekið. Það er gömul regla um meðaltíma að draga lax að vera 1 mínútu með enskt pund eða 10 mínútur við að draga 10 punda lax." Einmitt!! Og svona í ljósi pælinga um græjur þá er þetta líka áhugavert hvað varðar þá kúnst að þreyta lax. Þetta var líka einfaldara í denn tíð. „Þegar fiskurinn hefir bitið á, er stöngin sett í spennu sem kallað er. Með vinstri hendi er stangarskaftinu haldið lóðbeint upp með vinstri síðu en stangarhúnninn stendur efst á lærinu, og þannig er stönginni haldið allan tímann. Einungis ef fiskurinn stekkur verður að láta stöngina síga en setja hana jafnskjótt i spennu og fiskurinn er kominn í vatnið. Ef nokkur leið er, á strax að fara að hala inn og gefa aldrei eftir án þess að bremsa og ekki fyrr en vinstri hönd orkar ekki að halda stönginni réttri. Lofa fiskinum að renna út með svo eða svo mikið af línu er mikið óráð, í því liggur aukin hætta á að missa fiskinn."Járnrör í vasanum Á tímum þar sem 60% af stórlaxi er sleppt og 30% af smálaxi þá er gaman að skyggnast inn í hugarheim veiðimanna árið 1941, í boði Ólafs á Hellulandi. Á þessum tíma var ekkert hálfkák, og orð eins og goggur fá mann til líta í kringum sig af ótta við að fleiri hafi lesið óhæfuna. Hér er má merkja að bráð er bráð, ekkert meira og allt snobb hvað varðar laxveiðar er langt undan þetta herrans ár 1941. „Sé maður einn verður að draga að sér færið um leið og gengið er að fiskinum. Hafi maður ekki gogg skal grípa með hægri hendi um styrtluna framan við sporðinn og grípa fiskinn upp með snöggu ákveðnu taki, þannig að hausinn hangi niður, þá hreyfir fiskurinn sig ekki. Bezt er að rota fiskinn með bút af járnröri, sem hafa má í vasanum."Hin ógleymanlega og geislandi veiðigleði En það er þó alltaf það sama sem þetta snýst um, og þá skiptir engu hvort heimsstyrjöld geisar eða árið er 2012. „Ég hef heyrt ágæta laxveiðimenn segja, að með litilli stöng hafi þeir allra bezt fundið þessa ógleymanlegu, geislandi veiðigleði — þetta dásamlega við laxveiðina, sem heillar svo veiðimenn að þeir leggja í löng og erfið ferðalög til þess eins að geta stundað laxveiði í fáeina daga. Fá að kljást við hinn sprettharðasta fisk heimsins, — með litla létta stöng í hönd." Já, meistari. Já!
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði