Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Argentína 29-22 Kristinn Páll Teitsson skrifar 23. júlí 2012 19:46 Ísland vann í kvöld öruggan 7 marka sigur á Argentínumönnum í loka undirbúningsleik liðsins fyrir Ólympíuleikanna. Íslendingar höfðu undirtökin strax frá fyrstu mínútunum og hleyptu Argentínumönnum aldrei aftur inn í leikinn. Þessi leikur var seinni leikur liðanna í lokaundirbúningi fyrir Ólympíuleikanna sem hefjast í London á föstudaginn. Liðin mætast svo í þriðja skiptið á sunnudaginn í fyrsta leik Íslands á leikunum. Íslendingar byrjuðu leikinn betur og með góðri vörn komust þeir í 5-1 eftir 11 mínútna leik. Vörnin var að spila vel og þeir boltar sem náðu í gegn stöðvuðu á Hreiðari Levý sem hélt áfram góðu gengi sínu úr fyrri leik liðanna. Eftir þetta jafnaðist þó meira leikurinn og voru hálfleikstölur 15-11 fyrir Íslendingum. Argentínumenn hófu að saxa á forskot Íslendinga snemma í seinni hálfleik og varð munurinn minnst tvö mörk. Þá tóku strákarnir hins vegar við sér, settu aftur í gírinn og sigldu fram úr Argentínumönnum. Eftir það var þetta aldrei spurning og komust Íslendingar mest í níu marka forystu áður en gestirnir náðu að klóra í bakkann og laga stöðuna aðeins í 29-22 undir lokin. Varnarleikur liðsins var flottur í leiknum og gerðu þeir líf Björvins Páls og Hreiðars Levý auðveldara í markinu vegna þvingaðra skota frá Argentínumönnum. Sóknarleikur liðsins var einnig betri en í fyrri leik liðanna og geta Íslendingar tekið margt jákvætt út úr þessum leik fyrir stóru stundina á sunnudaginn. Markaskorun Íslendinga dreifðist vel og voru fimm leikmenn markahæstir með fjögur mörk, Vignir Sigurðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petterson. Guðmundur: Óvissa engin óskastaða rétt fyrir mót„Heilt yfir var þetta miklu betri leikur, meiri heildarbragur yfir liðinu og sóknin miklu betri," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins eftir leikinn. „Við vorum agressívari í sókninni og vörnin hélt áfram flottum leik sínum, það var ekki oft sem maður gat kvartað eitthvað undir varnarhátti strákanna. Það ber þó að varast að dæma of mikið út frá svona æfingarleikjum, Argentínumenn eru hættulegir andstæðingar." Ísland spilaði flotta vörn í báðum leikjum og fengu aðeins á sig 45 mörk í leikjunum tveimur. „Þetta hefur verið svona allan undirbúningstímann, hvort sem er á æfingum eða í Strasbourg þá hefur varnarleikurinn verið heilsteyptur og góður." Liðin hafa nú mæst tvisvar á stuttum tíma og mætast aftur næstu helgi í opnunarleik Íslendinga á Ólympíuleikunum. „Bæði liðin fá ágætis mynd af hvor öðru, þessir leikir voru ákveðnir fyrir löngu og ekkert var hægt að gera í því. Ég held að bæði lið græði á þessu en ég ætla að vona að við getum nýtt okkur þessa tvo leiki á mótinu." Mikið hefur verið rætt um Aron Pálmason og ferðalag hans til Kiel í læknisskoðun fyrir Ólympíuleikanna. „Svona óvissa hefur auðvitað áhrif á undirbúninginn, þetta er engin óskastaða rétt fyrir Ólympíuleikana að vera með svona óvissu. Planið var alltaf að hvíla hann þessa vikuna og prófa hann svo eftir helgi," sagði Guðmundur." Guðjón: Aðalatriðið að vinna„Þetta var allaveganna tveimur mörkum betra en á laugardaginn, spilamennskan í fyrri hálfleik var mun betri af okkar hálfu og það er spilamennska eins og við viljum spila á mótinu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Íslands eftir leikinn. „Við erum að fara að spila mikilvægan leik við þá á sunnudaginn, þrátt fyrir að þú viljir vinna þá viltu ekki alveg sýna allt sem þú hefur." Leikurinn var seinasti hluti undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna þar sem liðin mætast einmitt í fyrstu umferð. „Við náðum því, við eigum Snorra og Aron inni sem gerir hópinn ennþá breiðari og betri. Ég held að þessir leikir muni gagnast okkur betur en þeim, þeir hafa haft auðveldara aðgengi að efni með okkur á meðan við þekkjum lítið til þeirra. Þetta eru strákar sem við höfum lítið séð og spila öðruvísi handbolta en við erum vanir og því er ágætt að fá að prófa aðeins að taka í þá og sjá móttökurnar." „Það eru fáir ef einhverjir af þeim að spila í Þýskalandi og þeir sýndu það í báðum leikjum að í þeim býr mjög hrár kraftur. Þeir eru kannski ekki með mikinn grunn en eru gríðarlega snöggir og sterkir þannig við þurfum auðvitað að taka þá alvarlega." Guðmundur náði að rótera liðinu og dreifðist markaskorunin vel. „Aðalatriðið er auðvitað að vinna frekar en hver skorar mörkin, við vinnum og töpum sem lið sama hvort einhver skori tuttugu mörk." „Við erum lið, einn maður kemur ekki til með að vinna leik í handbolta. Hvort sem um er að ræða sóknarmann sem skorar þá ver hann ekki bolta, rétt eins og markmaður getur varið gríðarlega vel en hann skorar ekki mörk," sagði Guðjón. Vignir: Kominn fiðringur í mann„Þetta var töluvert jákvæðara í kvöld heldur en á laugardaginn, þetta var ekki flott á laugardaginn," sagði Vignir Svavarsson, leikmaður Íslands eftir leikinn. „Við vorum staðráðnir að fá eitthvað út úr þessu, við fáum ekkert nema að leggja okkur fram og það skilaði sér bæði í sóknar og varnarleiknum í kvöld." Íslendingar spiluðu töluvert betur í kvöld heldur en á laugardaginn og Vignir var ánægður með það. „Við vorum allan tímann með leikinn, við vorum sóknarlega og varnarlega mun agaðri heldur en á laugardaginn." „Það var stemming í hópnum og markmennirnir voru að spila vel annan leikinn í röð, við náðum að laga mörg af þeim mistökum sem við gerðum á laugardaginn þannig við erum bara ánægðir." „Núna tekur við undirbúningur á morgun, svo er flogið út á miðvikudaginn og ég neita því ekki að það er alveg kominn léttur fiðringur í mann," sagði Vignir. Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ísland vann í kvöld öruggan 7 marka sigur á Argentínumönnum í loka undirbúningsleik liðsins fyrir Ólympíuleikanna. Íslendingar höfðu undirtökin strax frá fyrstu mínútunum og hleyptu Argentínumönnum aldrei aftur inn í leikinn. Þessi leikur var seinni leikur liðanna í lokaundirbúningi fyrir Ólympíuleikanna sem hefjast í London á föstudaginn. Liðin mætast svo í þriðja skiptið á sunnudaginn í fyrsta leik Íslands á leikunum. Íslendingar byrjuðu leikinn betur og með góðri vörn komust þeir í 5-1 eftir 11 mínútna leik. Vörnin var að spila vel og þeir boltar sem náðu í gegn stöðvuðu á Hreiðari Levý sem hélt áfram góðu gengi sínu úr fyrri leik liðanna. Eftir þetta jafnaðist þó meira leikurinn og voru hálfleikstölur 15-11 fyrir Íslendingum. Argentínumenn hófu að saxa á forskot Íslendinga snemma í seinni hálfleik og varð munurinn minnst tvö mörk. Þá tóku strákarnir hins vegar við sér, settu aftur í gírinn og sigldu fram úr Argentínumönnum. Eftir það var þetta aldrei spurning og komust Íslendingar mest í níu marka forystu áður en gestirnir náðu að klóra í bakkann og laga stöðuna aðeins í 29-22 undir lokin. Varnarleikur liðsins var flottur í leiknum og gerðu þeir líf Björvins Páls og Hreiðars Levý auðveldara í markinu vegna þvingaðra skota frá Argentínumönnum. Sóknarleikur liðsins var einnig betri en í fyrri leik liðanna og geta Íslendingar tekið margt jákvætt út úr þessum leik fyrir stóru stundina á sunnudaginn. Markaskorun Íslendinga dreifðist vel og voru fimm leikmenn markahæstir með fjögur mörk, Vignir Sigurðsson, Ólafur Gústafsson, Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petterson. Guðmundur: Óvissa engin óskastaða rétt fyrir mót„Heilt yfir var þetta miklu betri leikur, meiri heildarbragur yfir liðinu og sóknin miklu betri," sagði Guðmundur Guðmundsson, þjálfari landsliðsins eftir leikinn. „Við vorum agressívari í sókninni og vörnin hélt áfram flottum leik sínum, það var ekki oft sem maður gat kvartað eitthvað undir varnarhátti strákanna. Það ber þó að varast að dæma of mikið út frá svona æfingarleikjum, Argentínumenn eru hættulegir andstæðingar." Ísland spilaði flotta vörn í báðum leikjum og fengu aðeins á sig 45 mörk í leikjunum tveimur. „Þetta hefur verið svona allan undirbúningstímann, hvort sem er á æfingum eða í Strasbourg þá hefur varnarleikurinn verið heilsteyptur og góður." Liðin hafa nú mæst tvisvar á stuttum tíma og mætast aftur næstu helgi í opnunarleik Íslendinga á Ólympíuleikunum. „Bæði liðin fá ágætis mynd af hvor öðru, þessir leikir voru ákveðnir fyrir löngu og ekkert var hægt að gera í því. Ég held að bæði lið græði á þessu en ég ætla að vona að við getum nýtt okkur þessa tvo leiki á mótinu." Mikið hefur verið rætt um Aron Pálmason og ferðalag hans til Kiel í læknisskoðun fyrir Ólympíuleikanna. „Svona óvissa hefur auðvitað áhrif á undirbúninginn, þetta er engin óskastaða rétt fyrir Ólympíuleikana að vera með svona óvissu. Planið var alltaf að hvíla hann þessa vikuna og prófa hann svo eftir helgi," sagði Guðmundur." Guðjón: Aðalatriðið að vinna„Þetta var allaveganna tveimur mörkum betra en á laugardaginn, spilamennskan í fyrri hálfleik var mun betri af okkar hálfu og það er spilamennska eins og við viljum spila á mótinu," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, leikmaður Íslands eftir leikinn. „Við erum að fara að spila mikilvægan leik við þá á sunnudaginn, þrátt fyrir að þú viljir vinna þá viltu ekki alveg sýna allt sem þú hefur." Leikurinn var seinasti hluti undirbúnings fyrir Ólympíuleikanna þar sem liðin mætast einmitt í fyrstu umferð. „Við náðum því, við eigum Snorra og Aron inni sem gerir hópinn ennþá breiðari og betri. Ég held að þessir leikir muni gagnast okkur betur en þeim, þeir hafa haft auðveldara aðgengi að efni með okkur á meðan við þekkjum lítið til þeirra. Þetta eru strákar sem við höfum lítið séð og spila öðruvísi handbolta en við erum vanir og því er ágætt að fá að prófa aðeins að taka í þá og sjá móttökurnar." „Það eru fáir ef einhverjir af þeim að spila í Þýskalandi og þeir sýndu það í báðum leikjum að í þeim býr mjög hrár kraftur. Þeir eru kannski ekki með mikinn grunn en eru gríðarlega snöggir og sterkir þannig við þurfum auðvitað að taka þá alvarlega." Guðmundur náði að rótera liðinu og dreifðist markaskorunin vel. „Aðalatriðið er auðvitað að vinna frekar en hver skorar mörkin, við vinnum og töpum sem lið sama hvort einhver skori tuttugu mörk." „Við erum lið, einn maður kemur ekki til með að vinna leik í handbolta. Hvort sem um er að ræða sóknarmann sem skorar þá ver hann ekki bolta, rétt eins og markmaður getur varið gríðarlega vel en hann skorar ekki mörk," sagði Guðjón. Vignir: Kominn fiðringur í mann„Þetta var töluvert jákvæðara í kvöld heldur en á laugardaginn, þetta var ekki flott á laugardaginn," sagði Vignir Svavarsson, leikmaður Íslands eftir leikinn. „Við vorum staðráðnir að fá eitthvað út úr þessu, við fáum ekkert nema að leggja okkur fram og það skilaði sér bæði í sóknar og varnarleiknum í kvöld." Íslendingar spiluðu töluvert betur í kvöld heldur en á laugardaginn og Vignir var ánægður með það. „Við vorum allan tímann með leikinn, við vorum sóknarlega og varnarlega mun agaðri heldur en á laugardaginn." „Það var stemming í hópnum og markmennirnir voru að spila vel annan leikinn í röð, við náðum að laga mörg af þeim mistökum sem við gerðum á laugardaginn þannig við erum bara ánægðir." „Núna tekur við undirbúningur á morgun, svo er flogið út á miðvikudaginn og ég neita því ekki að það er alveg kominn léttur fiðringur í mann," sagði Vignir.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira