Tónlist

Ætla að rífa þakið af Hofi

Jón Svavar Jósefsson bass-barítónsöngvari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari.
Jón Svavar Jósefsson bass-barítónsöngvari og Guðrún Dalía Salómonsdóttir píanóleikari.
Guðrún Dalía Salómonsdóttir og Jón Svavar Jósefsson halda tónleika í Hofi á Akureyri á fimmtudagskvöld. Jón Svavar er söngvari og Guðrún Dalía píanóleikari og ætla þau að flytja vitfirrt íslensk sönglög.

Þau hafa starfað saman um árabil og eru af mörgum talin eitt heitasta tvíeyki landsins af þessu tagi.

Í Menningarhúsinu á Hofi flytja þau dagskrá með vitfirrtum íslenskum sönglögum. Fyrir nokkrum árum héldu þau tónleikaröð með drauga- og hestalögum. Þau hafa þróað efnisvalið frekar, jafnvel náð botninum, að eigin sögn, og ætla sér að rífa þakið af húsinu.

Yrkisefnin eru draugar, dauði, drykkja, vonleysi, vitfirring og volæði. Magnþrungin tregaljóð og sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Jón Leifs, Jón Ásgeirsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Davíð Stefánsson og fleiri sem lifna við í flutningi þeirra.

Tónleikarnir fara fram í Hofi á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Nánari upplýsingar og miða er að finna hér á heimasíðu Hofs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×