Íslenski boltinn

Stjörnukonur unnu Val á Hlíðarenda | Úrslitin í Pepsi deild kvenna

Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru komnar á skrið í Pepsi-deild kvenna eftir 2-1 sigur á Val á Vodafonevellinum á Hlíðarenda í kvöld. Stjarnan tapaði óvænt fyrir Þór/KA í fyrsta leik en hefur síðan fylgt því eftir með þremur sigrum í röð.

Stjörnukonur eru einu stigi á eftir toppliðum Breiðabliks og Þór/KA en Valskonur hafa aðeins náð í einn sigur og samtals fjögur stig í fyrstu fjórum umferðunum.

Ashley Bares kom Stjörnunni í 1-0 með glæsimarki á 32. mínútu og Ásgerður Baldursdóttir bætti síðan við öðru marki á 48. mínútu. Mist Edvardsdóttir minnkaði muninn á 51. mínútu en Valsliðinu tóks ekki að jafna metin.

Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Afturelding-ÍBV  0-3

0-1 Shaneka Gordon (39.), 0-2 Shaneka Gordon (54.), 0-3 Vesna Smiljkovic (62.).

Fylkir-KR  1-1

0-1 Alma Rut Garðarsdóttir, víti (20.), 1-1 Rut Kristjánsdóttir (61.)

Breiðablik-Selfoss  7-1

0-1 Valorie O’Brien (5.), 1-1 Fanndís Friðriksdóttir (12.), 2-1 Björk Gunnarsdóttir (16.), 3-1 Fanndís Friðriksdóttir (29.), 4-1 Fanndís Friðriksdóttir (40.), 5-1 Rakel Hönnudóttir (45.), 6-1 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (52.), 7-1 Rakel Hönnudóttir (87.)

Valur-Stjarnan  1-2

0-1 Ashley Bares (32.), , 0-2 Ásgerður S. Baldursdóttir (48.), 1-2 Mist Edvardsdóttir (51.)

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×