Sorann úr hillunum! 25. febrúar 2012 06:00 Ein af mikilvægustu ríkisstofnununum er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Hún hefur ekki bara einkarétt á að selja okkur áfengar veigar, heldur passar hún líka að fólk fái ekki ranghugmyndir um leið og það neytir þeirra eða taki upp á einhverri vitleysu annarri en þeirri sem sjálfur vínandinn kemur inn hjá því. Þannig á ÁTVR samkvæmt reglum að gæta þess að myndmál og texti á flöskum og dósum hvetji ekki til áfengisneyslu, innihaldi gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar, særi blygðunarkennd eða brjóti á annan hátt gegn almennu velsæmi, „m.a. með skírskotun til ofbeldis, trúar, ólöglegra fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mismununar, refsiverðrar háttsemi o.s.frv." ÁTVR hefur sinnt eftirlitshlutverkinu með sóma undanfarið. Þannig hefur stofnunin bannað bjór með áletruninni „drekkið í friði" og líka bjórtegund sem kölluð var Heilagur papi og var með óviðeigandi mynd af munki á miðanum. Þá sýndi stofnunin þá samfélagslegu ábyrgð að banna eplamjöð með myndum af berum kvenmannsleggjum og kom í veg fyrir að rauðvín sem ber nafn rokkhljómsveitarinnar Motörhead yrði tekið í sölu, enda hvetur sveitin til fíkniefnaneyzlu, stríðs og óábyrgs kynlífs, segir ÁTVR. Umboðsmaður Alþingis segir reyndar að ÁTVR hafi ekki mátt banna papa-bjórinn og fjármálaráðuneytið hafi líka blandað sér í málið með ómálefnalegum hætti. Merkilegt hvað sá embættismaður er eitthvað úr tengslum og getur tuðað um aukaatriði eins og tjáningar- og atvinnufrelsi í stjórnarskránni þegar mest ríður á að Ríkið verndi áfengisneytendur fyrir guðlasti og dónaskap. ÁTVR þarf hins vegar að gera miklu betur. Alls konar vara sem uppfyllir ekki skilyrði reglnanna hefur sloppið í sölu, líklega áður en þær voru settar. Þannig er selt hvítvín kennt við bláa nunnu, með mynd af einni slíkri sem augljóslega brýtur gegn almennu velsæmi. Sjálft nafnið getur misskilizt og allt er kórónað með því að kalla drykkinn frúarmjólk. Ógeðslegt. Vita Ríkisstarfsmenn heldur ekki hver hann var, þessi kafteinn Morgan (Henry Morgan, 1635-1688), sjóræningi sem gerði strandhögg víða við Karíbahafið, brenndi heilu borgirnar, bar ábyrgð á fjöldanauðgunum, gíslatöku og fjárkúgun? Eða Giuseppe Galliano (1846-1896), hershöfðinginn sem braut Erítreu með ofbeldi undir Ítalíu á nítjándu öld? Og hvað um Napoleon Bonaparte (1769-1821), með öll sín mannslíf á samvizkunni? Margar sortir af koníaki sem við hann eru kenndar eru til sölu í Ríkinu. Þessir gaurar sungu sko ekki bara um stríð, ofbeldi og mismunun, þeir hrintu því í framkvæmd. Bjórtegundina Delirium Tremens, sem útleggst áfengisæði, selur ÁTVR í fjögurra flaskna gjafapakkningu ásamt ósmekklegu glasi með mynd af bleikum fíl, þekktu tákni ofskynjananna sem eru afleiðing ofdrykkju. Hvetur þetta til ábyrgrar neyzlu áfengis? Þessum pistli má ekki ljúka án þess að nefna þau tilmæli sem er að finna á ótal áfengisflöskum í hillum Ríkisins, að drykkurinn sé borinn fram kaldur. Það hvetur klárlega til áfengisneyzlu. Stjórnendur ÁTVR þurfa augljóslega að taka sér tak og tryggja að vöruúrvalið fari eftir reglum, taki mið af heilsu og velferð viðskiptavinanna og verndi þá fyrir eigin fáfræði, heimsku og dómgreindarskorti. Sorann burt úr hillunum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Ein af mikilvægustu ríkisstofnununum er Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Hún hefur ekki bara einkarétt á að selja okkur áfengar veigar, heldur passar hún líka að fólk fái ekki ranghugmyndir um leið og það neytir þeirra eða taki upp á einhverri vitleysu annarri en þeirri sem sjálfur vínandinn kemur inn hjá því. Þannig á ÁTVR samkvæmt reglum að gæta þess að myndmál og texti á flöskum og dósum hvetji ekki til áfengisneyslu, innihaldi gildishlaðnar eða ómálefnalegar upplýsingar, særi blygðunarkennd eða brjóti á annan hátt gegn almennu velsæmi, „m.a. með skírskotun til ofbeldis, trúar, ólöglegra fíkniefna, stjórnmálaskoðana, mismununar, refsiverðrar háttsemi o.s.frv." ÁTVR hefur sinnt eftirlitshlutverkinu með sóma undanfarið. Þannig hefur stofnunin bannað bjór með áletruninni „drekkið í friði" og líka bjórtegund sem kölluð var Heilagur papi og var með óviðeigandi mynd af munki á miðanum. Þá sýndi stofnunin þá samfélagslegu ábyrgð að banna eplamjöð með myndum af berum kvenmannsleggjum og kom í veg fyrir að rauðvín sem ber nafn rokkhljómsveitarinnar Motörhead yrði tekið í sölu, enda hvetur sveitin til fíkniefnaneyzlu, stríðs og óábyrgs kynlífs, segir ÁTVR. Umboðsmaður Alþingis segir reyndar að ÁTVR hafi ekki mátt banna papa-bjórinn og fjármálaráðuneytið hafi líka blandað sér í málið með ómálefnalegum hætti. Merkilegt hvað sá embættismaður er eitthvað úr tengslum og getur tuðað um aukaatriði eins og tjáningar- og atvinnufrelsi í stjórnarskránni þegar mest ríður á að Ríkið verndi áfengisneytendur fyrir guðlasti og dónaskap. ÁTVR þarf hins vegar að gera miklu betur. Alls konar vara sem uppfyllir ekki skilyrði reglnanna hefur sloppið í sölu, líklega áður en þær voru settar. Þannig er selt hvítvín kennt við bláa nunnu, með mynd af einni slíkri sem augljóslega brýtur gegn almennu velsæmi. Sjálft nafnið getur misskilizt og allt er kórónað með því að kalla drykkinn frúarmjólk. Ógeðslegt. Vita Ríkisstarfsmenn heldur ekki hver hann var, þessi kafteinn Morgan (Henry Morgan, 1635-1688), sjóræningi sem gerði strandhögg víða við Karíbahafið, brenndi heilu borgirnar, bar ábyrgð á fjöldanauðgunum, gíslatöku og fjárkúgun? Eða Giuseppe Galliano (1846-1896), hershöfðinginn sem braut Erítreu með ofbeldi undir Ítalíu á nítjándu öld? Og hvað um Napoleon Bonaparte (1769-1821), með öll sín mannslíf á samvizkunni? Margar sortir af koníaki sem við hann eru kenndar eru til sölu í Ríkinu. Þessir gaurar sungu sko ekki bara um stríð, ofbeldi og mismunun, þeir hrintu því í framkvæmd. Bjórtegundina Delirium Tremens, sem útleggst áfengisæði, selur ÁTVR í fjögurra flaskna gjafapakkningu ásamt ósmekklegu glasi með mynd af bleikum fíl, þekktu tákni ofskynjananna sem eru afleiðing ofdrykkju. Hvetur þetta til ábyrgrar neyzlu áfengis? Þessum pistli má ekki ljúka án þess að nefna þau tilmæli sem er að finna á ótal áfengisflöskum í hillum Ríkisins, að drykkurinn sé borinn fram kaldur. Það hvetur klárlega til áfengisneyzlu. Stjórnendur ÁTVR þurfa augljóslega að taka sér tak og tryggja að vöruúrvalið fari eftir reglum, taki mið af heilsu og velferð viðskiptavinanna og verndi þá fyrir eigin fáfræði, heimsku og dómgreindarskorti. Sorann burt úr hillunum!
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun