Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Svavar Hávarðsson skrifar 8. ágúst 2012 08:41 Veiði Halldórs samanstóð af bleikju að tveimur pundum. Sumar féllu fyrir þurrflugu. Veiðikortið.is Hraunsfjörðurinn sýður af bleikju þessa dagana og verða veiðimenn vitni að því hvar stórar bleikjutorfur fara um vatnið. Það fer hins vegar tvennum sögum af veiðinni þar á bæ; sumir greina frá því að þrátt fyrir mikið magn af bleikju sé hún grátlega treg til að taka agn veiðimanna en svo eru aðrir sem þvert á móti veiða vel.Á vef veiðikortsins segir Halldór Gunnarsson frá veiðiferð í Hraunsfjörðinn um síðustu helgi sem er til marks um það hversu vel er hægt að veiða á þessu skemmtilega svæði ef rétt er staðið að málum. Halldóri segist svo frá í bréfi sínu til Veiðikortsins: „Nýkominn úr Hraunsfirðinum en ég ákvað að drífa mig með góðum félaga eftir að hafa lesið fréttirnar um bleikjutorfurnar. Fórum alveg inn í botn og veiddum sunnudagskvöld og mánudagsmorgun. Virkilega gaman að sjá þessar bleikjutorfur og sjá stórar bleikjur stökkva út um allt eins og laxa. Þær voru nú ekki eins ragar að taka eins og fréttirnar sögðu frá og voru þær að taka fluguna vel ... en þó nokkuð var um fólk sem var að nota makríl, og jafnvel maðk. Sá ekki mikið vera að gerast hjá þeim," segir Halldór. Halldór gerði ágætis veiði, endaði með að landa 17 bleikjum en þar af voru tvær 2 punda en önnur þeirra lét blekkjast af þurrflugu sem Halldór freistaði hennar með. Fleiri bleikjur fékk hann á þurrflugur; sumar vænar en aðrar voru minni og var gefið líf. Halldór segir í niðurlagi bréfsins frá því að hann hafi einnig fengið góða veiði í Þingvallavatni; mikið af bleikju er alveg upp við land en eiga það til að taka mjög grannt. Hann mælir því með því að notaður sé tökuvari.Á vefnum er einnig að finna myndir frá Þorsteini Stefánssyni sem fór til veiða í Þingvallavatni 20. Júlí; fékk hann 16 bleikjur og þar af voru 5 bleikjur sem vógu 5-6 pund! Veiðivísir mælir sérstaklega með því að lesendur skoði myndirnar sem fylgja þessari frétt enda sjást ekki svona fiskar í afla nema örfárra veiðimanna, og auðvitað allt of langt á milli þeirra. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði
Hraunsfjörðurinn sýður af bleikju þessa dagana og verða veiðimenn vitni að því hvar stórar bleikjutorfur fara um vatnið. Það fer hins vegar tvennum sögum af veiðinni þar á bæ; sumir greina frá því að þrátt fyrir mikið magn af bleikju sé hún grátlega treg til að taka agn veiðimanna en svo eru aðrir sem þvert á móti veiða vel.Á vef veiðikortsins segir Halldór Gunnarsson frá veiðiferð í Hraunsfjörðinn um síðustu helgi sem er til marks um það hversu vel er hægt að veiða á þessu skemmtilega svæði ef rétt er staðið að málum. Halldóri segist svo frá í bréfi sínu til Veiðikortsins: „Nýkominn úr Hraunsfirðinum en ég ákvað að drífa mig með góðum félaga eftir að hafa lesið fréttirnar um bleikjutorfurnar. Fórum alveg inn í botn og veiddum sunnudagskvöld og mánudagsmorgun. Virkilega gaman að sjá þessar bleikjutorfur og sjá stórar bleikjur stökkva út um allt eins og laxa. Þær voru nú ekki eins ragar að taka eins og fréttirnar sögðu frá og voru þær að taka fluguna vel ... en þó nokkuð var um fólk sem var að nota makríl, og jafnvel maðk. Sá ekki mikið vera að gerast hjá þeim," segir Halldór. Halldór gerði ágætis veiði, endaði með að landa 17 bleikjum en þar af voru tvær 2 punda en önnur þeirra lét blekkjast af þurrflugu sem Halldór freistaði hennar með. Fleiri bleikjur fékk hann á þurrflugur; sumar vænar en aðrar voru minni og var gefið líf. Halldór segir í niðurlagi bréfsins frá því að hann hafi einnig fengið góða veiði í Þingvallavatni; mikið af bleikju er alveg upp við land en eiga það til að taka mjög grannt. Hann mælir því með því að notaður sé tökuvari.Á vefnum er einnig að finna myndir frá Þorsteini Stefánssyni sem fór til veiða í Þingvallavatni 20. Júlí; fékk hann 16 bleikjur og þar af voru 5 bleikjur sem vógu 5-6 pund! Veiðivísir mælir sérstaklega með því að lesendur skoði myndirnar sem fylgja þessari frétt enda sjást ekki svona fiskar í afla nema örfárra veiðimanna, og auðvitað allt of langt á milli þeirra. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði