Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Ægi náði sér ekki á strik í 200 metra fjórsundi kvenna á Ólympíuleikunum í London í morgun. Eygló, sem er 17 ára gömul, kom sjötta í mark í sínum riðli á tímanum 2.16,81 mín. Hún var töluvert frá Íslandsmetinu sem er í hennar eigu, 2.14,87 mín, en það met setti húná Íslandsmótinu á þessu ári.
