Handbolti

Þrjú töp í þremur leikjum hjá 20 ára stelpunum í Tyrklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er hér númer 22.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir er hér númer 22. Mynd/Stefán
Íslenska 20 ára landslið kvenna í handbolta endaði í síðasta sæti í sínum riðli í undankeppni HM sem fram fór í Tyrklandi um páskana. Stelpurnar töpuðu öllum sínum þremur leikjum á móti Rússlandi, Rúmeníu og Tyrklandi.

Stelpurnar léku síðasta leik sinn á móti Tyrkjum í gær eftir að hafa tapað með 16 og 22 marka mun í fyrstu tveimur leikjum sínum.

Stelpurnar spiluðu sinn besta leik á móti Tyrkjum en töpuðu engu að síður 29-22. Íslenska liðið endaði á jákvæðu nótunum því stelpurnar unnu síðari hálfleikinn 14-11 eftir að hafa verið 18-8 undir í hálfleik.

HK-stelpan Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var markahæst á móti Tyrkjum með sex mörk en Haukastelpan Karen Helga Sigurjónsdóttir skoraði fjögur mörk. Valgerður skoraði alls 14 mörk í leikjum þremur.

Leikir og mörk íslenska liðsins á mótinu:

Ísland-Tyrkland 22-29 (8-18)

Mörk Íslands: Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 6, Karen Helga Sigurjónsdóttir 4, Salka Þórðardóttir 3, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Heiðrún Björk Helgadóttir 2, Kolbrún Einarsdóttir 1, Drífa Þorvaldsdóttir 1, Steinunn Snorradóttir 1, Silja Ísberg 1 og Gerður Arinbjarnar 1.

Varin skot: Hildur Guðmundsdóttir 9, Rakel Jónsdóttir 11.

Ísland-Rúmenía 25-41 (13-21)

Mörk Íslands: Valgerður Þorsteinsdóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Karen Sigurjónsdóttir 4, Silja Ísberg 3, Indíana Jóhannsdóttir 2, Heiðrún Helgadóttir 2, Salka Þórðardóttir 1, Kolbrún Einarsdóttir 1, Gerður Arinbjarnar 1, Steinunn Snorradóttir 1, Arna Almarsdóttir 1 og Guðrún Guðjónsdóttir 1.

Varin skot: Rakel Jónsdóttir 8 , Hildur Guðmundsdóttir 3.

Ísland-Rússland 19-41 (10-19)

Mörk Íslands: Heiðrún Helgadóttir 5, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 4, Viktoría Valdimarsdóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Arna Almarsdóttir 2, Indíanna Jóhannsdóttir 1, Karen Sigurjónsdóttir 1, Salka Þórðardóttir 1 og Kolbrún Gígja Einarsdóttir 1.

Varin skot: Hildur Guðmundsdóttir 11 bolta, Rakel Jónsdóttir 6.

Íslenski hópurinn:

Markmenn

Hildur Guðmundsdóttir, FH

Rakel Jónsdóttir, Haukar

Útileikmenn

Arna Björk Almarsdóttir, HK

Drífa Þorvaldsdóttir, ÍBV

Gerður Arinbjarnar, HK

Guðrún Hrefna Guðjónsdóttir, Stjarnan

Heiðrún Björk Helgadóttir, HK

Indíana Nanna Jóhannsdóttir, FH

Karen Helga Sigurjónsdóttir, Haukar

Kolbrún Gígja Einarsdóttir, KA/Þór

Rebekka Guðmundsdóttir, Grótta

Salka Þórðardóttir, FH

Silja Ísberg, Haukar

Steinunn Snorradóttir, FH

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, HK

Viktoría Valdimarsdótti, Haukar

Landsliðsþjálfari er Guðmundur Karlsson og honum til aðstoðar Halldór Harri Kristjánsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×