Aðalheiður Rósa og Kristján Helgi karatefólk ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2012 12:45 Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Kristján Helgi Carrasco með Íslandsmeistara sína í kata. Mynd/Karatesamband Íslands Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk. Innlendar Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira
Aðalheiður Rósa Harðardóttir úr Breiðabliki og Kristján Helgi Carrasco úr Víkingi hafa verið útnefnd karatekona og -maður ársins 2012. Aðalheiður Rósa varð Norðurlandameistari í hópkata og Íslandsmeistari í einstaklingskata. Þá hafnaði hún í 9.-16. sæti á heimsmeistaramótinu í París. Hún er á 46. sæti heimslistans í kata. Þá hefur hún verið fastur meðlimur í landsliði Íslands í kata. Kristján Helgi varð bikarmeistari karla, Íslandsmeistari í einstaklingskata, Íslandsmeistari í kumite í -75 kg flokki og opnum flokki. Kristján Helgi hefur verið fastamaður í landsliði Íslands í karate undanfarin ár. Hér að neðan fer umfjöllun Karatasambandsins um árangur Aðalheiðar og Kristján Helga á árinu. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Karatedeild BreiðabliksAðalheiður Rósa hefur verið fastur meðlimur landsliðs Íslands í kata undanfarin ár og tekið þátt í fjölda móta á erlendis með góðum árangri. Fremst ber að telja árangur hennar á Heimsmeistaramótinu í karate, í nóvember 2012, þar sem hún hafnaði í 9.-16.sæti af 51 keppenda, eftir að hafa unnið í fyrstu 2 umferðum og komst í þriðju umferðina á mótinu. Að auki þá náði Aðalheiður mjög góðum árangri á Banzai Cup sem er mjög sterkt mót í þýskalandi auk þess sem hún tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fór fram í Baku, Azerbaitjan, í febrúar á þessu ári. Stærsta stund Aðalheiðar á þessu ári var á Norðurlandameistaramótinu í karate þegar hún ásamt liðsfélögum sínum lönduðu Norðurlandameistaratitli í hópkata og um leið fyrsta norðurlandameistaratitli í sveitakeppni í karate sem Ísland hefur eignast. Aðalheiður Rósa er nú í 46.sæti á heimslista WKF yfir keppendur í kata kvenna. Helstu afrek Aðalheiðar Rósa á árinu 2012 voru: 1. Norðurlandameistari í hópkata 2. Íslandsmeistari í einstaklingskata 3. Íslandsmeistari í hópkata 4. 5.sæti í kata kvenna á Banzai Cup, þýskalandi 5. 9-16.sæti í kata kvenna á Heimsmeistaramóti í París 2012 (af 51 keppanda) 6. 46.sæti á heimslista yfir keppendur í kata kvenna Aðalheiður hefur verið nær ósigrandi í kata hér á landi sem sýnir hversu mögnuð íþróttakona hún er. Kristján Helgi Carrasco, Karatedeild VíkingsKristján Helgi hefur vaxið sem karatemaður hvert ár og var árið 2012 engin undantekning. Kristján Helgi keppir bæði í kata og kumite og hefur verið nær ósigrandi á þessu ári í báðum flokkum. Hann er bikarmeistari eftir að hafa leitt hvert bikarmót á fætur öðru og lét forystu sína aldrei af hendi frá fyrsta mótinu. Kristján Helgi er fjórfaldur Íslandsmeistari sem er einstakur árangur hjá svo ungum íþróttamanni, en titlarnir eru bæði í einstaklingsflokkum sem og í liðakeppni. Kristján Helgi hefur verið fastur landsliðsmaður í karate síðustu ár og tekið þátt í flestum þeim verkefnum sem landsliðið hefur staðið fyrir á árinu. Helstu afrek Kristjáns Helga á árinu 2012 voru: 1. Bikarmeistari karla 2011-2012 2. Íslandsmeistari í kata karla 3. Íslandsmeistari í kumite, opnum flokki 4. Íslandsmeistari í kumite –75kg 5. Íslandsmeistari kumite, sveitakeppni karla Kristján Helgi er því verðugur fulltrúi karatehreyfingarinnar og mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk.
Innlendar Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Sjá meira