Lífið

Ilmur verður Ástríður á ný

MYND / VALLI
Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu.

Fyrsta serían af Ástríði sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fjölda verðlauna á Edduverðlaununum árið 2010, meðal annars sem leikna sjónvarpsefni ársins. Þá var leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem túlkar aðalpersónuna Ástríði, tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki.

Tökur á nýju seríunni hefjast í janúar og eru sömu aðalleikarar í þessari seríu og þeirri síðustu. Ilmur glæðir hina klaufsku en skemmtilegu Ástríði lífi en með önnur hlutverk fara meðal annars Þóra Karítas Árnadóttir, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason og Hilmir Snær Guðnason.

Fyrsta serían af Ástríði sló í gegn á sínum tíma.
Silja Hauksdóttir situr í leikstjórastólnum á ný en hún leikstýrði einnig fyrstu seríunni og kvikmyndinni Dís sem kom út árið 2004.

Ástríður starfar enn innan fjármálageirans í þessari nýjustu seríu og auðvitað spila ástarmál hennar stórt hlutverk. Hún lendir í óborganlegum aðstæðum og nær auðvitað að koma sér í einhver vandræði eins og henni einni er lagið.

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.











Fleiri fréttir

Sjá meira


×