Allt að 300 herbergja hótel í Öskjuhlíðinni 24. janúar 2012 08:00 Hótel í Öskjuhlíð Önnur af tveimur tillögum um hótel við rætur Öskjuhlíðar gerir ráð fyrir því að allt að þrjú hundruð herbergi verði í byggingunni sem verði að hluta til fimm hæðir og standi framan við Keiluhöllina.Mynd/GP Arkitektar Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel framan við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbyggingu vestan og framan við Keiluhöllina og eina hæð ofan á núverandi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæðinni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingaraðstaða. Tengja á hótelið og Keiluhöllina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, undirstrikar að málið sé á algjöru byrjunarstigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu," segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eiginlega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann." Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keiluhöllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu," segir í fyrirspurn Keiluhallarinnar. Í henni eru tvær tillögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjórum hæðum en það aftara á tveimur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir framan og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri," segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bendir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíðar," segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira
Fyrirspurn um hvort leyft verður að byggja allt að þrjú hundruð herbergja hótel framan við Keiluhöllina í Öskjuhlíð er nú komin til skipulagsfulltrúans í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að reisa nýbyggingu vestan og framan við Keiluhöllina og eina hæð ofan á núverandi hús. Hótelið verður í tveimur samtengdum nýbyggingum. Á hæðinni ofan á Keiluhöllinni á meðal annars að vera líkamsræktarstöð, baðstofa og önnur afþreyingaraðstaða. Tengja á hótelið og Keiluhöllina með göngum neðanjarðar undir núverandi bílastæðum. Rúnar Fjeldsted, framkvæmdastjóri Keiluhallarinnar, undirstrikar að málið sé á algjöru byrjunarstigi þótt það hafi verið mörg ár í skoðun hjá Keiluhöllinni. „Þetta er komið ákaflega stutt og er núna aðeins sem fyrirspurn í borgarskipulaginu," segir Rúnar og bendir á að frá þeim punkti geti verið langur ferill í kerfinu þar til niðurstaða fæst. „Við erum eiginlega aðeins í könnunarvinnu og ætlum að sjá til hvert hún leiðir. Við erum alls ekki í kapphlaupi við tímann." Í tillögunni er lagt til að höfð verði makaskipti á landi innan lóðamarka Keiluhallarinnar til norðurs, austurs og suðurs og á landi sem Reykjavíkurborg á við Flugvallarveg vestan við Keiluhöllina. Þar er bílaleigan Hertz nú með aðstöðu. „Byggingarmáti hótelsins er hugsaður þannig að húsið á standi á súlum og svífi yfir klettunum einni hæð ofar en þeir, þannig að sjónræn tengsl verði til vesturs frá aðkomu," segir í fyrirspurn Keiluhallarinnar. Í henni eru tvær tillögur að hótelbyggingunni. Annars vegar að fremra húsið verði á fjórum hæðum en það aftara á tveimur hæðum. Hins vegar er gert ráð fyrir fimm hæða húsi fyrir framan og þriggja hæða byggingu til hliðar. Eftir því hvor útfærslan er valin verða herbergin á bilinu tvö til þrjú hundruð. „Það er þessi stærðargráða sem menn segja að sé hagkvæmust í rekstri," segir Rúnar sem spurður um staðsetninguna bendir á að Hótel Loftleiðir er í næsta nágrenni. „Þetta er í jaðrinum á miðbænum og við rætur Öskjuhlíðar," segir hann um kostina við að reka hótel við Flugvallarveg. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Sjá meira