Svo lengi lærir sem lifir 24. janúar 2012 06:00 Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi. Ef eitthvað liggur eftir þá vinnu, er það undrun mín yfir hversu hugvitssamir við Íslendingar höfum löngum verið við að framleiða eitt og annað ofan í hvert annað. Undrun mín er kannski ekki komin til vegna þess að við höfum haft sérstakt frumkvæði í vöruþróun og nýjungagirni – þó ég hafi fundið dæmi um það. Miklu frekar að lengi vel þótti ekki ástæða til að slökkva á vélum þó ekkert væri hráefnið. Það var einfaldlega gripið í það sem var við höndina og þótti ganga því næst sem var kynnt á umbúðunum. Kvartanir til framleiðenda, um að bragð eða áferð vörunnar væri ekki alveg sú sama og vikurnar á undan, þóttu sjaldnast sérstakt áhyggjuefni. Þegar kom að hreinlæti og aðbúnaði var maður mest hissa á að svartidauði hafði ekki skotið upp kollinum í nokkurn tíma. Faðir minnhefur lengi haldið því fram að ég og mín kynslóð höfum orðið af vissum gæðum sem hann og hans kynslóð naut. Hann var nokkuð vel nestaður af dæmum er lutu að þessu. Mörg hver þóttu mér hins vegar ekki sannfærandi og hef því löngum staðið vaktina og haldið hinu gagnstæða fram; að í gegnum árin hafi flest í íslensku samfélagi breyst til batnaðar. Árum saman sló ég um mig með dæmum sem ég taldi skotheld. Stjórnmálin taldi ég matarholu og líka þroskaðri umsýsla með peninga. Ég var stoltur af því að mín kynslóð hafði átt þátt í því að færa Ísland til nútímans með hugvitssemi sem kynslóðunum á undan var ekki gefið – verðmætasköpun væri meira en dráp á þorski. Sá gamli svaraði þessu ekki alltaf, en nú veit ég af hverju hann brosti. Það er ekki svo að skilja að við feðgar séum alltaf að skylmast um þetta. Við hittumst ekki það oft. En leiðir okkar liggja saman í sumar, ef guð lofar, og ég er að hugsa um að skilja sverðið mitt eftir heima. Það er eitthvað sem segir mér að íslensk framleiðsla verði á borðum enda hafi hún náð í gegnum eftirlitskerfi nútímans. Fyrr var ég hættur að tala um bankana og stjórnmálin get ég ekki notað heldur. Það er kannski kominn tími til að ég, og það á líka við um margar jafnöldrur mínar, hættum að þenja út brjóstin þegar gamli tíminn kemur til tals. Háskólagráða breytir þar engu um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Svavar Hávarðsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Ég las sögu í háskóla. Hafði gaman af því, svona heilt yfir séð. Þegar árin liðu komst ég í þá aðstöðu að sitja við og kynna mér sögu iðnaðar í þessu landi. Ef eitthvað liggur eftir þá vinnu, er það undrun mín yfir hversu hugvitssamir við Íslendingar höfum löngum verið við að framleiða eitt og annað ofan í hvert annað. Undrun mín er kannski ekki komin til vegna þess að við höfum haft sérstakt frumkvæði í vöruþróun og nýjungagirni – þó ég hafi fundið dæmi um það. Miklu frekar að lengi vel þótti ekki ástæða til að slökkva á vélum þó ekkert væri hráefnið. Það var einfaldlega gripið í það sem var við höndina og þótti ganga því næst sem var kynnt á umbúðunum. Kvartanir til framleiðenda, um að bragð eða áferð vörunnar væri ekki alveg sú sama og vikurnar á undan, þóttu sjaldnast sérstakt áhyggjuefni. Þegar kom að hreinlæti og aðbúnaði var maður mest hissa á að svartidauði hafði ekki skotið upp kollinum í nokkurn tíma. Faðir minnhefur lengi haldið því fram að ég og mín kynslóð höfum orðið af vissum gæðum sem hann og hans kynslóð naut. Hann var nokkuð vel nestaður af dæmum er lutu að þessu. Mörg hver þóttu mér hins vegar ekki sannfærandi og hef því löngum staðið vaktina og haldið hinu gagnstæða fram; að í gegnum árin hafi flest í íslensku samfélagi breyst til batnaðar. Árum saman sló ég um mig með dæmum sem ég taldi skotheld. Stjórnmálin taldi ég matarholu og líka þroskaðri umsýsla með peninga. Ég var stoltur af því að mín kynslóð hafði átt þátt í því að færa Ísland til nútímans með hugvitssemi sem kynslóðunum á undan var ekki gefið – verðmætasköpun væri meira en dráp á þorski. Sá gamli svaraði þessu ekki alltaf, en nú veit ég af hverju hann brosti. Það er ekki svo að skilja að við feðgar séum alltaf að skylmast um þetta. Við hittumst ekki það oft. En leiðir okkar liggja saman í sumar, ef guð lofar, og ég er að hugsa um að skilja sverðið mitt eftir heima. Það er eitthvað sem segir mér að íslensk framleiðsla verði á borðum enda hafi hún náð í gegnum eftirlitskerfi nútímans. Fyrr var ég hættur að tala um bankana og stjórnmálin get ég ekki notað heldur. Það er kannski kominn tími til að ég, og það á líka við um margar jafnöldrur mínar, hættum að þenja út brjóstin þegar gamli tíminn kemur til tals. Háskólagráða breytir þar engu um.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun