Veiðitölur LV: Yfir 100 laxar í Norðurá Trausti Hafliðason skrifar 13. september 2012 20:19 Vaðið yfir Laxfoss í Norðurá. Myndir / Trausti Hafliðason Fjórar ár skiluðu ríflega 100 laxa viku að þessu inni. Athygli vekur að Norðurá er ein þeirra en þar veiddust 103 laxar í síðust viku. Þetta kemur fram á vef Landssambands Veiðifélaga - angling.is. Sem fyrr trónir Ytri-Rangá á toppnum þrátt fyrir að mikið hafi hægt á veiðinni þar milli vikna. Þannig gaf síðasta vika 186 laxa en vikan á undan var frábær því þá veiddust 575 laxar í ánni. Heildarveiðin stendur nú í 3.693 löxum. Í Eystri-Rangá eru 2.610 laxar komnir á land og gaf vikuveiðin 158 fiska sem er svipað og vikuna á undan. Veiðin í Miðfjarðará var með miklum ágætum, raunar mjög góð en áin er komin í 1.474 laxa. Þar veiddust 148 laxar í síðustu viku sem er betra en vikuna á undan. Svipaða sögu er að segja af Selá í Vopnafirði. Þar veiddust 152 laxar í síðustu viku og eru 1.404 laxar komnir á land. Veiðin í Haffjarðará í síðustu viku var aðeins lakari en vikuna á undan. Þar komu nú 47 laxar á land og í heildina hafa veiðst 1.130 laxar í ánni. Mjög hefur hægt á veiðinni í Langá en vikan gaf alls 27 laxa samanborið við 97 vikuna á undan og 131 fyrir tveimur vikum. Heildarveiðin stendur í 957 löxum. Veiðin í Langá hefur verið góð undanfarin ár en þó er ágætt í huga að frá 1974 hefur hún sjö sinnum verið undir 1.000 löxum. Minnst var veiðin árið 1984 þegar 610 laxar veiddust í ánni. Hofsá heldur ágætis dampiVeitt austan megin við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá.Mynd / Trausti HafliðasonVeiði er nú lokið í Norðurá. Endaspretturinn kom skemmtilega á óvart og tími til kominn myndu margir segja. Þar veiddust 103 laxar í síðustu viku samanborið við 28 vikuna á undan. Líkt og víða annars staðar verður þessa árs minnst fyrir lélega veiði því áin lýkur keppni, ef svo má að orði komast, með 953 laxa. Þetta ár er því það þriðja lélegasta í Norðurá síðan mælingar hófust árið 1974. Árið 1984 veiddust 856 laxar í ánni og árið 1989 veiddust 867 laxar.Hofsá í Vopnafirði heldur enn ágætis dampi og sem fyrr er hún eina áin, af þessum stóru, sem bætir sig milli ára. Heildarveiðin er komin í 932 laxa en á sama tíma í fyrra var hún 844 laxar. Vikan gaf 44 laxa í Hofsá sem er svipað og vikuna á undan. Enn reitist upp lax í Elliðaánum því í síðustu viku veiddist 21 lax. Allt stefnir þó í að þetta verði lélegasta laxveiðisumarið í Elliðaánum síðan árið 2004 en þá var heildarveiðin 645 laxar. Þróunin í Haukadalsá er svipuð en þar er heildarveiðin komin í 466 laxa. Alls veiddust 20 laxar í ánni í síðustu viku og líkt og í Elliðaánum stefnir allt í að sumarið verði það lakasta í Haukadalsá síðan árið 2004 þegar 455 laxar veiddust í ánni. Í Þverá og Kjarrá gaf vikan 53 laxa sem er besta vikuveiðin síðan í byrjun ágúst. Nú eru 738 laxar komnir á land í ánum. Þrátt fyrir ágætis vikuveiði er líklega óhætt að slá því föstu að þetta sumar verði það lélegasta síðan mælingar hófust árið 1974 í Þverá og Kjarrá. Fram að þessu var lélegasta veiðin ánum árið 1984 þegar 1.082 laxar veiddust í heildina. Alls veiddust 46 laxar í Laxá í Kjós í síðustu viku og er heildarveiðin aðeins 448 laxar. Frá árinu 1974 hafa einungis tvisvar veiðst minna en 700 laxar í Laxá í Kjós, það var árið 1996 þegar 629 laxar veiddust og árið 1994 þegar 683 laxar komu á land. Lítið kraftaverk í AðaldalnumVeiðimaður þreytir fisk rétt ofan við Straumál í Laxá í Aðaldal.Mynd / Trausti HafliðasonÓveðrið á Norðausturlandi hefur líklega ekki farið framhjá neinum. Það er því nánast kraftaverk að veiðmönnum hafi tekist að rífa 28 laxa upp úr Laxá í Aðaldal sem var að stórum hluta undir krapa og illveiðanlega hluta af vikunni. Eins ótrúlega og það hljómar þá var veiðin þessa óveðursviku sú besta í Aðaldalnum síðan fyrstu vikuna í ágúst. Heildarveiðin er samt vægt til orða tekið léleg en einungis 422 laxar hafa veiðst í ánni. Frá árinu 1974 hafa fimm sinnum veiðst minna en þúsund laxar í Laxá. Minnst var veiðin árið 2003 þegar 624 laxar komu á land. Fimm laxar veiddust í Laxá á Ásum í síðustu viku og líkt og víða annars staðar er ljóst að veður hefur sett strik í reikninginn þar. Heildarveiðin er 198 laxar og morgunljóst að þetta verður lélegasta veiðisumar í Ásunum frá 1974. Lakasta árið fram að þessu var árið 1999 þegar 430 laxar veiddust.Hér geta áhugasamir rýnt í veiðitölur Landssambands Veiðifélaga.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði
Fjórar ár skiluðu ríflega 100 laxa viku að þessu inni. Athygli vekur að Norðurá er ein þeirra en þar veiddust 103 laxar í síðust viku. Þetta kemur fram á vef Landssambands Veiðifélaga - angling.is. Sem fyrr trónir Ytri-Rangá á toppnum þrátt fyrir að mikið hafi hægt á veiðinni þar milli vikna. Þannig gaf síðasta vika 186 laxa en vikan á undan var frábær því þá veiddust 575 laxar í ánni. Heildarveiðin stendur nú í 3.693 löxum. Í Eystri-Rangá eru 2.610 laxar komnir á land og gaf vikuveiðin 158 fiska sem er svipað og vikuna á undan. Veiðin í Miðfjarðará var með miklum ágætum, raunar mjög góð en áin er komin í 1.474 laxa. Þar veiddust 148 laxar í síðustu viku sem er betra en vikuna á undan. Svipaða sögu er að segja af Selá í Vopnafirði. Þar veiddust 152 laxar í síðustu viku og eru 1.404 laxar komnir á land. Veiðin í Haffjarðará í síðustu viku var aðeins lakari en vikuna á undan. Þar komu nú 47 laxar á land og í heildina hafa veiðst 1.130 laxar í ánni. Mjög hefur hægt á veiðinni í Langá en vikan gaf alls 27 laxa samanborið við 97 vikuna á undan og 131 fyrir tveimur vikum. Heildarveiðin stendur í 957 löxum. Veiðin í Langá hefur verið góð undanfarin ár en þó er ágætt í huga að frá 1974 hefur hún sjö sinnum verið undir 1.000 löxum. Minnst var veiðin árið 1984 þegar 610 laxar veiddust í ánni. Hofsá heldur ágætis dampiVeitt austan megin við Ægissíðufoss í Ytri-Rangá.Mynd / Trausti HafliðasonVeiði er nú lokið í Norðurá. Endaspretturinn kom skemmtilega á óvart og tími til kominn myndu margir segja. Þar veiddust 103 laxar í síðustu viku samanborið við 28 vikuna á undan. Líkt og víða annars staðar verður þessa árs minnst fyrir lélega veiði því áin lýkur keppni, ef svo má að orði komast, með 953 laxa. Þetta ár er því það þriðja lélegasta í Norðurá síðan mælingar hófust árið 1974. Árið 1984 veiddust 856 laxar í ánni og árið 1989 veiddust 867 laxar.Hofsá í Vopnafirði heldur enn ágætis dampi og sem fyrr er hún eina áin, af þessum stóru, sem bætir sig milli ára. Heildarveiðin er komin í 932 laxa en á sama tíma í fyrra var hún 844 laxar. Vikan gaf 44 laxa í Hofsá sem er svipað og vikuna á undan. Enn reitist upp lax í Elliðaánum því í síðustu viku veiddist 21 lax. Allt stefnir þó í að þetta verði lélegasta laxveiðisumarið í Elliðaánum síðan árið 2004 en þá var heildarveiðin 645 laxar. Þróunin í Haukadalsá er svipuð en þar er heildarveiðin komin í 466 laxa. Alls veiddust 20 laxar í ánni í síðustu viku og líkt og í Elliðaánum stefnir allt í að sumarið verði það lakasta í Haukadalsá síðan árið 2004 þegar 455 laxar veiddust í ánni. Í Þverá og Kjarrá gaf vikan 53 laxa sem er besta vikuveiðin síðan í byrjun ágúst. Nú eru 738 laxar komnir á land í ánum. Þrátt fyrir ágætis vikuveiði er líklega óhætt að slá því föstu að þetta sumar verði það lélegasta síðan mælingar hófust árið 1974 í Þverá og Kjarrá. Fram að þessu var lélegasta veiðin ánum árið 1984 þegar 1.082 laxar veiddust í heildina. Alls veiddust 46 laxar í Laxá í Kjós í síðustu viku og er heildarveiðin aðeins 448 laxar. Frá árinu 1974 hafa einungis tvisvar veiðst minna en 700 laxar í Laxá í Kjós, það var árið 1996 þegar 629 laxar veiddust og árið 1994 þegar 683 laxar komu á land. Lítið kraftaverk í AðaldalnumVeiðimaður þreytir fisk rétt ofan við Straumál í Laxá í Aðaldal.Mynd / Trausti HafliðasonÓveðrið á Norðausturlandi hefur líklega ekki farið framhjá neinum. Það er því nánast kraftaverk að veiðmönnum hafi tekist að rífa 28 laxa upp úr Laxá í Aðaldal sem var að stórum hluta undir krapa og illveiðanlega hluta af vikunni. Eins ótrúlega og það hljómar þá var veiðin þessa óveðursviku sú besta í Aðaldalnum síðan fyrstu vikuna í ágúst. Heildarveiðin er samt vægt til orða tekið léleg en einungis 422 laxar hafa veiðst í ánni. Frá árinu 1974 hafa fimm sinnum veiðst minna en þúsund laxar í Laxá. Minnst var veiðin árið 2003 þegar 624 laxar komu á land. Fimm laxar veiddust í Laxá á Ásum í síðustu viku og líkt og víða annars staðar er ljóst að veður hefur sett strik í reikninginn þar. Heildarveiðin er 198 laxar og morgunljóst að þetta verður lélegasta veiðisumar í Ásunum frá 1974. Lakasta árið fram að þessu var árið 1999 þegar 430 laxar veiddust.Hér geta áhugasamir rýnt í veiðitölur Landssambands Veiðifélaga.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði