Rikka eldar í háloftunum 1. júní 2012 07:00 „Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstaklega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannarlega vera,"segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í Wow air flugvélunum. „Varðandi matseðilinn sjálfan þá lagði ég upp með að vera með einfalda rétti en einblína þeim mun frekar á að hráefnið væri sem allra ferskast, mér finnst það skipta höfuðmáli. Það er svolítill hausverkur að reyna að meta matarsmekk mörg þúsund farþega en ég vona að það hafi tekist. Fyrir stuttu stofnaði Rikka eins og hún er gjarnan kölluð matvælafyrirtækið "GOTT„ sem framleiðir eftirrétti, ís og nú nýlega kaldar sósur. Ein tegund eftirréttanna verður seld um borð og sósurnar verða notaðar í samlokurna og með salatinu. Aðspurð hvort hún sé vön að gæða sér á flugvélamat á ferðalögum sínum svarar Rikka því játandi. „í mínum augum er flugferð dekurstund og oft á tíðum kærkomin stund fyrir mig. Þá er til dæmis ekki hægt að ná í mig í síma og lítið sem truflar. Mér finnst því tilvalið að gera vel við mig í mat sem og drykk.„ Matur Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
„Hugmyndin vakti áhuga minn frá upphafi sérstaklega þar sem ég er einstaklega hrifin af krefjandi og líflegum verkefnum sem þetta reynist svo sannarlega vera,"segir stjörnukokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir sem hefur unnið að því undanfarið að hanna matseðilinn um borð í Wow air flugvélunum. „Varðandi matseðilinn sjálfan þá lagði ég upp með að vera með einfalda rétti en einblína þeim mun frekar á að hráefnið væri sem allra ferskast, mér finnst það skipta höfuðmáli. Það er svolítill hausverkur að reyna að meta matarsmekk mörg þúsund farþega en ég vona að það hafi tekist. Fyrir stuttu stofnaði Rikka eins og hún er gjarnan kölluð matvælafyrirtækið "GOTT„ sem framleiðir eftirrétti, ís og nú nýlega kaldar sósur. Ein tegund eftirréttanna verður seld um borð og sósurnar verða notaðar í samlokurna og með salatinu. Aðspurð hvort hún sé vön að gæða sér á flugvélamat á ferðalögum sínum svarar Rikka því játandi. „í mínum augum er flugferð dekurstund og oft á tíðum kærkomin stund fyrir mig. Þá er til dæmis ekki hægt að ná í mig í síma og lítið sem truflar. Mér finnst því tilvalið að gera vel við mig í mat sem og drykk.„
Matur Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira