Veiði

Fjölbreytt dagskrá í Veiðihorninu

Verslunin Veiðihornið.
Verslunin Veiðihornið. Mynd / Trausti Hafliðason
Nýju veiðisumri verður fagnað með stórsýningu og kynningu á veiðibúnaði og veiðileyfum í Veiðihorninu Síðumúla 8 um helgina. Opið verður laugardag frá klukkan 10 til 16 og sunnudag frá 12 til 16.



Dagskráin er sem hér segir:




  • Sage ONE Switch og Sage ONE tvíhenda verður frumsýnd um helgina en þessar stangir verða samtímis frumsýndar á stórri veiðisýningu í Frakklandi. Stangirnar koma síðan á markað í síðari hluta júlímánaðar. Þeir sem að prófa Sage One stöngina á kastsvæðinu fara í lukkupott og eiga möguleika á að vinna Sage One stöng.
  • Fulltrúar frá Simms í Bandaríkjunum kynna það nýjasta og besta í vöðlum og veiðifatnaði.
  • Norskir sérfræðingar í viðgerðum og meðhöndlun á vöðlum og fatnaði úr Gore-tex verða með kynningu.
  • Simms vörur verða boðnar með kynningarafslætti alla helgina og afsláttur verður einnig á Sage Z-Axis tvíhendum.
  • Fulltrúar frá Lax-Á, Strengjum og SVFR verða í Veiðihorninu og kynna hvað er í boði á veiðileyfamarkaðnum í sumar.
  • Ingimundur Bergsson kynnir Veiðikortið og vatnasvæðin og verður kortið á sérstöku tilboði um helgina í Veiðihorninu.
  • Einar Guðnason kynnir Fluguveiðiskólann Veiðiheim og starfsemina í sumar.
  • Steingrímur Einarsson, hönnuður og framleiðandi íslensku fluguhjólanna verður með kynningu báða dagana. Frí áletrun og ókeypis Scientific Anglers flugulína fylgir öllum Einarsson fluguhjólum um helgina.
  • Úlfar Finnbjörnsson kynnir eldamennsku með reykofni báða dagana auk Stóru bókarinnar um villibráð sem hann gaf út fyrir jólin.
  • Sigurður Pálsson, Viðar í Gallerí flugum og Nils Jörgensen hnýta töfraflugurnar.
  • Fyrstu gestir hvorn dag fá sérstakar sumargjafir frá Simms og Veiðihorninu.
  • Allir gestir fá Veiði 2012, nýtt blað Veiðihornsins sem var að koma út.


Allir gestir fá happdrættismiða en glæsilegir vinningar eru í boði:



  • Simms vöðlur.
  • Sage tvíhenda.
  • Lamson fluguhjó.
  • Veiðileyfi í Eystri Rangá í boði Lax-Á.
  • Veiðileyfi í Sogi fyrir landi Alviðru í boði SVFR.
  • Veiðileyfi í Sogi fyrir landi Ásgarðs í boði SVFR.
  • Veiðileyfi í Varmá í boði SVFR.
  • Veiðikortið í boði Veiðikortsins.
  • Flugulínur frá Scientific Anglers.
  • Flugubox með flugum í boði Veiðihornsins og margt fleira.
Dregið verður á mánudaginn.






×