Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan bikarmeistari Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar 25. ágúst 2012 00:01 mynd/daníel Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. Stjarnan hóf leikinn af krafti og fékk tvö dauðafæri snemma leiks en Brett Elizabeth Maron varði vel í marki Vals ein gegn sóknarmönnum Stjörnunnar. Maron hélt Val í raun inni í leiknum því Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum en Valur náði að loka götunum í vörninni eftir upphafs kaflann og fá færi litu dagsins ljós. Það var lítið í gangi í sóknarleik Vals en Valskonur áttu þó nokkur fín skot utan vítateigs en aðeins eitt skota Vals hitti rammann og það varði Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar örugglega. Það benti margt til þess að leikurinn færi í framlengingu. Stjarnan fékk eitt gott færi í seinni hálfleik, það varði Maron frá Ingu Birnu en skömmu seinna lét Gunnhildur Yrsa vaða á markið af 30 metra færi og inn fór boltinn. Gunnhildur smell hitti boltann og svona mörk eiga að ráða úrslitum í stórum leikjum sem þessum. Stjarnan því búin að landa öðrum stóra titlinum á jafn mörgum árum því Stjarnan var Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðasta sumar og nú bikarmeistari í fyrsta sinn. Valur hafði unnið bikarmeistaratitilinn þrjú síðustu árin en liðið er mjög ungt þó nokkrir reynsluboltar séu í liðinu. Stjarnan var reynslumeira liðið á vellinum og má segja að það hafi hjálpað liðinu að finna leið til að sigra leik þar sem varnir liðanna og miðjubarátta var í aðalhlutverki. Þorlákur: Reynslan skilaði þessumynd/daníel„Ég held að það verði að segja að þetta var fyllilega verðskuldað. Það var mikil barátta og Valsmenn gáfu okkur góðan leik. Ég hefði viljað nýta þessi dauðafæri sem við fengum einn á móti markmanni þá hefði þetta verið þægilegra en svo kom þetta glæsilega mark sem kláraði þennan leik," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Valsliðið er tvískipt lið, annar helmingur liðsins er mjög ungur og hinn er reynsluboltar. Þetta er mjög góð blanda og mér fannst þær standa sig mjög vel í dag, þessar ungu stelpur hjá þeim. „Valsararnir lokaði og aftasta línan hjá þeim spilaði vel í seinni hálfleik og við fengum ekki mikið af tækifærum. Þó fengum við hálffæri og boltinn rann eftir öllu markinu og maður var farinn að hugsa hvort við fengjum þetta dót í andlitið undir lokin, hvort þetta væri einn af þessum leikjum. „Ég held að það hafi verið reynsla sem skildi á milli að lokum, sem kom mér á óvart. Það var ró yfir okkar leik og þolinmæði. Kannski hafi yngri leikmenn Vals orðið óþreyjufullir og pirraðir þegar það fór að líða á leikinn. Þetta er nýtt fyrir okkur því Valur var með reynslumesta lið deildarinnar í fyrra. Ég held að það hafi á endanum skilað þessu. „Við höfum spilað vel í sumar og sýnt mikinn karakter því það hefur verið sótt að okkur. Deildin er sterk og liðin hafa ekki vanmetið okkur, það er á hreinu. Við höfum þurft að hafa mikið fyrir þessu í sumar og vinna þennan bikar, vera í öðru sæti í deildinni og vinna meistara meistaranna sýnir styrkinn í þessu liði. „Ef maður gerir of miklar væntingar verður maður óhamingjusamur. Það er frábært að spila þennan leik og það er full mikið af hinu góða að segja að lið sem lendir í öðru sæti í bikar séu lúserar og hinir séu sigurvegarar, Valsstelpur stóðu sig virkilega vel í dag," sagði Þorlákur að lokum. Gunnar: Ótrúlegt mark sem skilur á millimynd/daníel„Það er alltaf leiðinlegt að tapa og þá sérstaklega úrslitaleikjum en við förum stolt af velli og það hafa allir séð það hér að Valsliðið barðist allar þessar 90 mínútur. Það sem sker úr er ótrúlega flott mark sem Stjarnan skorar," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals í leikslok. „Ég hafði fulla trú á að við gætum tekið þetta, við höfum sýnt það í sumar að við erum með hæfileikaríkt lið og við ætlum að vera hérna á næsta ári og taka þennan bikar þá. „Það er gríðarleg reynsla sem stelpurnar taka út úr þessu og við erum líka að þétta liðið í hverjum einasta leik. Við endum leikinn með fimm eða sex stelpur sem eru á sautjánda ári. Framtíðin er mjög björt hjá Val," sagði Gunnar Rafn að lokum. Soffía: Vissum að þetta kæmimynd/daníel„Þetta er æði. Við höfum aldrei unnið bikarinn áður. Þetta er stór stund fyrir Stjörnuna að vinna titil annað árið í röð. Við vinnum bikarinn í fyrsta skipti, unnum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti og meistara meistaranna í fyrsta skipti. Þetta er toppurinn, næst er það Meistaradeildin held ég," sagði glaðbeitt Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir leikinn í dag. „Við lögðum leikinn upp með það að byrja á varnarleiknum og loka algjörlega. Við vissum að sóknarleikurinn myndi koma. Við fengum tvö dauðafæri í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera yfir í hálfleik en þetta gekk upp. Gunnhildur kom með þetta frábæra skot í vinkilinn, draumaskot á drauma stundu. Svona mörk eiga að tryggja svona titla. „Við hugsuðum auðvitað að þetta gæti farið í framlengingu þegar mörkin létu á sér standa en aðal málið er að vera þolinmóðar í svona leikjum og svona stöðu. Við héldum varnarleiknum og hitt kemur og við vissum að það myndi koma. Við vorum einfaldlega betri en þær í dag, gáfum ekkert eftir," sagði Soffía að lokum. Harpa: Spilaðist eins og við vildummynd/daníel„Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok. „Við spiluðum við Breiðablik fyrr í vikunni og lokuðum vel varnarlega þar og við héldum áfram þeirri vinnu í dag," sagði Harpa sem brást bogalistin í öðru af tveimur bestu færum Stjörnunnar í leiknum snemma leiks. „Ég hefði grátið mig í svefn í kvöld ef við hefðum tapað þessum leik eftir að ég klúðraði þessu færi. Við vissum samt að þó við værum passívar þá fengum við þessi færi og þá myndum við fá fleiri færi í seinni hálfleik. „Valur er með mjög vel spilandi lið og þetta var mjög sterkt lið sem við vorum að eiga við. Við yfirspiluðum þær ekki þó við værum sterkari. Þetta var hörkuleikur. „Gunnhildur hefur verið að spara þessi mörk í sumar og kemur með þetta á góðum augnablikum fyrir framan fjölda áhorfenda, hún kann þetta stelpan. Hún er að kóróna gott sumar, hún hefur verið frábær fyrir okkur og það er ekki leiðinlegt að skora svona mark í svona leik. Þetta frábært fyrir hana og fyrir okkur. „Við ætluðum okkur að vera á toppnum í deildinni líka en að vera búnar að landa þessum bikar og vera í öðru sæti í deildinni, Íslandsmeistari í fyrra og vinna meistara meistaranna. Þetta er góð uppskera hjá okkur og við höldum bara áfram," sagði Harpa að lokum. Gunnhildur: Sem betur fer fór hann innmynd/daníel„Við ætluðum að berjast frá fyrstu mínútu. Við vissum að það væri erfitt að skora hjá þeim. Við fengum nokkur færi sem við náðum ekki að klára. við nenntum ekki í framlengingu og ákváðum að klára þetta í lokin," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði Stjörnunnar sem tryggði bikarmeistaratitilinn með draumamarki á 81. mínútu. „Ég hugsaði bara, ég prófa að skjóta og sem betur fer fór hann inn, sem betur fer annars hefði þetta verið pínu vandræðalegt," sagði Gunnhildur Yrsa en nánar verður rætt við Gunnhildi í Fréttablaðinu á mánudag. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan varð í dag bikarmeistari kvenna í knattspyrnu í fyrsta sinn með 1-0 sigri á Val í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir tryggði sigurinn með ótrúlegu marki af 30 metra færi níu mínútum fyrir leikslok. Stjarnan hóf leikinn af krafti og fékk tvö dauðafæri snemma leiks en Brett Elizabeth Maron varði vel í marki Vals ein gegn sóknarmönnum Stjörnunnar. Maron hélt Val í raun inni í leiknum því Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum en Valur náði að loka götunum í vörninni eftir upphafs kaflann og fá færi litu dagsins ljós. Það var lítið í gangi í sóknarleik Vals en Valskonur áttu þó nokkur fín skot utan vítateigs en aðeins eitt skota Vals hitti rammann og það varði Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar örugglega. Það benti margt til þess að leikurinn færi í framlengingu. Stjarnan fékk eitt gott færi í seinni hálfleik, það varði Maron frá Ingu Birnu en skömmu seinna lét Gunnhildur Yrsa vaða á markið af 30 metra færi og inn fór boltinn. Gunnhildur smell hitti boltann og svona mörk eiga að ráða úrslitum í stórum leikjum sem þessum. Stjarnan því búin að landa öðrum stóra titlinum á jafn mörgum árum því Stjarnan var Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðasta sumar og nú bikarmeistari í fyrsta sinn. Valur hafði unnið bikarmeistaratitilinn þrjú síðustu árin en liðið er mjög ungt þó nokkrir reynsluboltar séu í liðinu. Stjarnan var reynslumeira liðið á vellinum og má segja að það hafi hjálpað liðinu að finna leið til að sigra leik þar sem varnir liðanna og miðjubarátta var í aðalhlutverki. Þorlákur: Reynslan skilaði þessumynd/daníel„Ég held að það verði að segja að þetta var fyllilega verðskuldað. Það var mikil barátta og Valsmenn gáfu okkur góðan leik. Ég hefði viljað nýta þessi dauðafæri sem við fengum einn á móti markmanni þá hefði þetta verið þægilegra en svo kom þetta glæsilega mark sem kláraði þennan leik," sagði Þorlákur Már Árnason þjálfari Stjörnunnar í leikslok. „Valsliðið er tvískipt lið, annar helmingur liðsins er mjög ungur og hinn er reynsluboltar. Þetta er mjög góð blanda og mér fannst þær standa sig mjög vel í dag, þessar ungu stelpur hjá þeim. „Valsararnir lokaði og aftasta línan hjá þeim spilaði vel í seinni hálfleik og við fengum ekki mikið af tækifærum. Þó fengum við hálffæri og boltinn rann eftir öllu markinu og maður var farinn að hugsa hvort við fengjum þetta dót í andlitið undir lokin, hvort þetta væri einn af þessum leikjum. „Ég held að það hafi verið reynsla sem skildi á milli að lokum, sem kom mér á óvart. Það var ró yfir okkar leik og þolinmæði. Kannski hafi yngri leikmenn Vals orðið óþreyjufullir og pirraðir þegar það fór að líða á leikinn. Þetta er nýtt fyrir okkur því Valur var með reynslumesta lið deildarinnar í fyrra. Ég held að það hafi á endanum skilað þessu. „Við höfum spilað vel í sumar og sýnt mikinn karakter því það hefur verið sótt að okkur. Deildin er sterk og liðin hafa ekki vanmetið okkur, það er á hreinu. Við höfum þurft að hafa mikið fyrir þessu í sumar og vinna þennan bikar, vera í öðru sæti í deildinni og vinna meistara meistaranna sýnir styrkinn í þessu liði. „Ef maður gerir of miklar væntingar verður maður óhamingjusamur. Það er frábært að spila þennan leik og það er full mikið af hinu góða að segja að lið sem lendir í öðru sæti í bikar séu lúserar og hinir séu sigurvegarar, Valsstelpur stóðu sig virkilega vel í dag," sagði Þorlákur að lokum. Gunnar: Ótrúlegt mark sem skilur á millimynd/daníel„Það er alltaf leiðinlegt að tapa og þá sérstaklega úrslitaleikjum en við förum stolt af velli og það hafa allir séð það hér að Valsliðið barðist allar þessar 90 mínútur. Það sem sker úr er ótrúlega flott mark sem Stjarnan skorar," sagði Gunnar Rafn Borgþórsson þjálfari Vals í leikslok. „Ég hafði fulla trú á að við gætum tekið þetta, við höfum sýnt það í sumar að við erum með hæfileikaríkt lið og við ætlum að vera hérna á næsta ári og taka þennan bikar þá. „Það er gríðarleg reynsla sem stelpurnar taka út úr þessu og við erum líka að þétta liðið í hverjum einasta leik. Við endum leikinn með fimm eða sex stelpur sem eru á sautjánda ári. Framtíðin er mjög björt hjá Val," sagði Gunnar Rafn að lokum. Soffía: Vissum að þetta kæmimynd/daníel„Þetta er æði. Við höfum aldrei unnið bikarinn áður. Þetta er stór stund fyrir Stjörnuna að vinna titil annað árið í röð. Við vinnum bikarinn í fyrsta skipti, unnum Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti og meistara meistaranna í fyrsta skipti. Þetta er toppurinn, næst er það Meistaradeildin held ég," sagði glaðbeitt Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir eftir leikinn í dag. „Við lögðum leikinn upp með það að byrja á varnarleiknum og loka algjörlega. Við vissum að sóknarleikurinn myndi koma. Við fengum tvö dauðafæri í fyrri hálfleik og við hefðum átt að vera yfir í hálfleik en þetta gekk upp. Gunnhildur kom með þetta frábæra skot í vinkilinn, draumaskot á drauma stundu. Svona mörk eiga að tryggja svona titla. „Við hugsuðum auðvitað að þetta gæti farið í framlengingu þegar mörkin létu á sér standa en aðal málið er að vera þolinmóðar í svona leikjum og svona stöðu. Við héldum varnarleiknum og hitt kemur og við vissum að það myndi koma. Við vorum einfaldlega betri en þær í dag, gáfum ekkert eftir," sagði Soffía að lokum. Harpa: Spilaðist eins og við vildummynd/daníel„Þetta er frábært, það var frábært að vinna. Þær eru með gott lið og við vissum að við kæmum hingað í hörkuleik, sem varð raunin. Við fórum varfærnislega inn í fyrri hálfleik og áttum seinni hálfleikinn og allar þeirra sóknaraðgerðir. Þetta spilaðist eins og við vildum," sagði Harpa Þorsteinsdóttir framherji Stjörnunnar í leikslok. „Við spiluðum við Breiðablik fyrr í vikunni og lokuðum vel varnarlega þar og við héldum áfram þeirri vinnu í dag," sagði Harpa sem brást bogalistin í öðru af tveimur bestu færum Stjörnunnar í leiknum snemma leiks. „Ég hefði grátið mig í svefn í kvöld ef við hefðum tapað þessum leik eftir að ég klúðraði þessu færi. Við vissum samt að þó við værum passívar þá fengum við þessi færi og þá myndum við fá fleiri færi í seinni hálfleik. „Valur er með mjög vel spilandi lið og þetta var mjög sterkt lið sem við vorum að eiga við. Við yfirspiluðum þær ekki þó við værum sterkari. Þetta var hörkuleikur. „Gunnhildur hefur verið að spara þessi mörk í sumar og kemur með þetta á góðum augnablikum fyrir framan fjölda áhorfenda, hún kann þetta stelpan. Hún er að kóróna gott sumar, hún hefur verið frábær fyrir okkur og það er ekki leiðinlegt að skora svona mark í svona leik. Þetta frábært fyrir hana og fyrir okkur. „Við ætluðum okkur að vera á toppnum í deildinni líka en að vera búnar að landa þessum bikar og vera í öðru sæti í deildinni, Íslandsmeistari í fyrra og vinna meistara meistaranna. Þetta er góð uppskera hjá okkur og við höldum bara áfram," sagði Harpa að lokum. Gunnhildur: Sem betur fer fór hann innmynd/daníel„Við ætluðum að berjast frá fyrstu mínútu. Við vissum að það væri erfitt að skora hjá þeim. Við fengum nokkur færi sem við náðum ekki að klára. við nenntum ekki í framlengingu og ákváðum að klára þetta í lokin," sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fyrirliði Stjörnunnar sem tryggði bikarmeistaratitilinn með draumamarki á 81. mínútu. „Ég hugsaði bara, ég prófa að skjóta og sem betur fer fór hann inn, sem betur fer annars hefði þetta verið pínu vandræðalegt," sagði Gunnhildur Yrsa en nánar verður rætt við Gunnhildi í Fréttablaðinu á mánudag.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira