Tæplega 1000 hlauparar tóku þátt í Mikka maraþoninu sem fram fór í fyrsta skipti í Laugardal í morgun. Hlaupnir voru 4,2 kílómetrar eða um einn tíundi af vegalengd hefðbundins maraþonhlaups.
Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum hlaupsins kemur fram að keppendur hafi verið á öllum aldri. Sá yngst var eins árs en sá elsti um sjötugt.
Meðal þeirra sem hlupu var Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki en hann gegndi hlutverki undanfara í hlaupinu.
Úrslit úr hlaupinu er væntanleg inn á www.hlaup.is.
Góð þátttaka í fyrsta Mikka maraþoninu
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn


Skelltu sér í jarðarför Hauka
Körfubolti



„Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“
Íslenski boltinn



