Handbolti

Íslandsmeistararnir missa Atla Ævar til Danmerkur

Guðjón Guðmundsson skrifar
Atli Ævar Ingólfsson.
Atli Ævar Ingólfsson. Mynd/Stefán
Atli Ævar Ingólfsson, línumaður Íslandsmeistaraliðs HK, hefur ákveðið að söðla um og spila með danska úrvalsdeildarliðinu SønderjyskE á næstu leiktíð.

Atli Ævar staðfesti í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að honum hafi verið boðinn tveggja ára samningur en að hann hafi kosið frekar að skrifa undir samning til eins árs. Atli Ævar gat þess jafnframt að hann væri með samninginn í höndunum og myndi væntanlega skrifa undir hann í kvöld.

Atli Ævar hefur verið einn besti sóknarlínumaður íslensku deildarinnar síðastliðin tvö ár og skoraði sem dæmi 5,1 mark að meðaltali í N1 deildinni í vetur. Hann skoraði 27 mörk í 6 leikjum í úrslitakeppninni eða 4,5 mörk að meðaltali.

Atli Ævar er annar leikmaður N1-deildarinnar sem semur við danska liðið Sönderyske því Valsmaðurinn Anton Rúnarsson mun einnig spila með liðinu á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×