Sjónvarpskokkurinn kjaftfori Gordon Ramsay var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa tekið þátt í góðgerðaleik í fótbolta á leikvangi Manchester United, Old Trafford.
Ramsay lenti í samstuði við fótboltakappann fyrrverandi Teddy Sheringham með þeim afleiðingum að hann lá óvígur eftir í grasinu vegna bakmeiðsla. Hann var fluttur beint á sjúkrahús en er núna á batavegi. Meðal annarra sem tóku þátt í leiknum voru leikararnir Gerard Butler, Mike Myers, Woody Harrelson og Will Ferrell.
Lífið