Eitrað fyrir þjóðum Jón Ormur Halldórsson skrifar 31. maí 2012 06:00 Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Bið á byltinguÞað er samt svo að Þýskaland hefur nægilegt afl til að bjarga Evrópu. Með ákvörðun í Berlín væri hægt að leysa skuldavanda evruríkja. En aðeins í bili. Og þar liggur hundurinn grafinn. Þjóðverjar vilja ekki fórna efnalegu öryggi sínu nema þeir trúi því að skuldug og illa rekin ríki Suður-Evrópu sýni ábyrgð og skynsemi í framtíðinni. Í tilviki Grikklands og Ítalíu væri það hrein bylting og hún er varla hafin. Í Grikklandi segja vinsælir menn að landið þurfi ekkert að borga því Evrópa þori ekki að láta Grikkland fara á hausinn og muni redda þessu hvort sem landsmenn borga skuldir sínar eða ekki. Álíka stórmennska er raunar líka nokkuð vinsæl á Írlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðis þar. Á Ítalíu hóta hver hagsmunasamtökin af öðrum að lama landið ef gengið verður á skipulögð forréttindi þeirra. Þar ríkja alls kyns kvótakerfi allt frá leigubílaakstri til lyfsölu. Alls staðar er stemning fyrir að kenna útlendingum um vandann og í þeim leik fá Þjóðverjar oftast tólf stig. Tvær leiðirUm tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að gefast upp á evrunni. Þótt þokkalega gengi að leysa urmul af tæknilegum og lagalegum hnútum yrði þetta án nokkurs vafa svo dýrt að heimskreppa hlytist af. Hún yrði ekki endilega langvarandi á heimsvísu en Evrópa yrði aldrei aftur stærsta efnahagssvæði jarðar. Efnalegt öryggisleysi í álfunni myndi líka án efa breyta henni í verri stað. Með því yrði heimurinn grárri og fátækari. Hin leiðin er að dýpka samrunann í Evrópu og tengja lönd evrusvæðisins svo sterkt saman að ekki verði aftur snúið. Þetta er tiltölulega einfalt tæknilega, svona miðað við annað, en afar erfitt pólitískt. Þetta krefst víðtæks og almenns trausts á milli landa. Það er einmitt það sem hefur þorrið í Evrópu að undanförnu. Þrjár kreppurKjarni málsins er sá að kreppan í Evrópu er ekki einföld heldur þreföld: Bankakreppa, skuldakreppa og kreppa vegna síversnandi samkeppnisstöðu þjóða Suður-Evrópu í samanburði við Norður-Evrópu og Austur-Asíu. Bankakreppan og skuldakreppan hafa vakið mesta athygli en það er þriðja kreppan, alltof hár launakostnaður miðað við framleiðni í Suður-Evrópu sem er stærsti vandinn og undirrót kreppunnar. Lausn á bankakreppuBankakreppuna er hægt að leysa með sameiginlegum tryggingasjóði fyrir innistæðueigendur sem greiddi út í evrum jafnvel þótt viðkomandi land hætti að nota evrur. Þetta kæmi í veg fyrir áhlaup á banka í löndum sem glíma við skuldavanda. Um leið þyrfti að setja upp sameiginlegan björgunarsjóð fyrir banka í vandræðum með veðlán. Líka sameiginlegt fjármálaeftirlit fyrir evruríki með víðtækari valdheimildir en nú eru til staðar. Allt þetta er gerlegt, og er líklega þegar í undirbúningi, þótt pólitískar ákvarðanir um þetta séu óvissar. Ef bankakreppan væri eini vandinn væri málið þar með að stórum hluta leyst. Lausn á skuldakreppuSkuldakreppan er tengd þessu en er erfiðari. Hún væri þó vel leysanleg ef tvennt kæmi til. Annað er aukið traust á því að stjórnmálamenn og kjósendur í Suður-Evrópu sýni í framtíðinni meiri skynsemi og ábyrgð en hingað til. Þetta myndi gera ríkum þjóðum norðursins kleift að standa að útgáfu sameiginlegra skuldabréfa fyrir evrusvæðið. Það myndi lækka stórlega vexti fyrir skuldsett ríki og leysa skuldakreppuna í bili. Hitt er trú á hagvexti í náinni framtíð. Hann er hins vegar undir því kominn að sjálft aðalvandamálið verði leyst sem er léleg samkeppnisstaða Suður-Evrópu. Lausn á samkeppnisvandaHér vandast málið. Þetta snýr að hverju ríki fyrir sig en ekki að ESB sem gerir þetta hins vegar mögulegt með sameiginlegum markaði sínum. Þarna koma rammir sérhagsmunir í veg fyrir lausnir. Á endanum snýst þetta þó um fremur einfalda hluti. Ástæða þess að Þýskaland er sterkt og ríkt þessi árin er sú að laun í landinu hafa ekki hækkað umfram afköst. Í Suður-Evrópu væri hægt að gera efnahagsbyltingu með aðeins tveimur reglum sem báðar eru almennt virtar, svona í það heila tekið, í betur megandi ríkjum Evrópu. Önnur er að sérhagsmunir víki fyrir almennum hagsmunum. Hin að laun fari ekki fram úr alþjóðlegri samkeppnishæfni atvinnulífsins. RétturEvrópumenn eiga ekki guðlegan rétt á betri lífskjörum en Asíumenn eða Afríkumenn. Lífskjör verða til með kunnáttusemi og þekkingu í efnahagslífi og skynsemi og ábyrgð í stjórnmálum. Vond stjórnmál þar sem sérhagsmunir í atvinnulífi og stundarhagsmunir í pólitík eru ráðandi eitra fyrir þjóðum. Sú eitrun veikir nú þjóðir frá sólarlöndum til norðurhafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ormur Halldórsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Skelfilegur endir er betri en endalaus skelfing. Segir þýskt máltæki, eignað prússneskum herforingja. Þessi sannindi tauta nú margir Germanar í barm sinn. Sumir bæta kannski við einhverjum einföldustu sannindum sem nokkru sinni hafa verið höfð eftir nóbelsverðlaunahafa í hagfræði en þau eru þessi: Það sem getur ekki haldið áfram gerir það ekki. Valið í Evrópu er á milli afarkosta. Efnahagslegra skelfinga eða pólitískrar erfiðsvinnu. Og hjá valinu verður ekki komist. Bið á byltinguÞað er samt svo að Þýskaland hefur nægilegt afl til að bjarga Evrópu. Með ákvörðun í Berlín væri hægt að leysa skuldavanda evruríkja. En aðeins í bili. Og þar liggur hundurinn grafinn. Þjóðverjar vilja ekki fórna efnalegu öryggi sínu nema þeir trúi því að skuldug og illa rekin ríki Suður-Evrópu sýni ábyrgð og skynsemi í framtíðinni. Í tilviki Grikklands og Ítalíu væri það hrein bylting og hún er varla hafin. Í Grikklandi segja vinsælir menn að landið þurfi ekkert að borga því Evrópa þori ekki að láta Grikkland fara á hausinn og muni redda þessu hvort sem landsmenn borga skuldir sínar eða ekki. Álíka stórmennska er raunar líka nokkuð vinsæl á Írlandi í aðdraganda þjóðaratkvæðis þar. Á Ítalíu hóta hver hagsmunasamtökin af öðrum að lama landið ef gengið verður á skipulögð forréttindi þeirra. Þar ríkja alls kyns kvótakerfi allt frá leigubílaakstri til lyfsölu. Alls staðar er stemning fyrir að kenna útlendingum um vandann og í þeim leik fá Þjóðverjar oftast tólf stig. Tvær leiðirUm tvær leiðir er að velja. Önnur er sú að gefast upp á evrunni. Þótt þokkalega gengi að leysa urmul af tæknilegum og lagalegum hnútum yrði þetta án nokkurs vafa svo dýrt að heimskreppa hlytist af. Hún yrði ekki endilega langvarandi á heimsvísu en Evrópa yrði aldrei aftur stærsta efnahagssvæði jarðar. Efnalegt öryggisleysi í álfunni myndi líka án efa breyta henni í verri stað. Með því yrði heimurinn grárri og fátækari. Hin leiðin er að dýpka samrunann í Evrópu og tengja lönd evrusvæðisins svo sterkt saman að ekki verði aftur snúið. Þetta er tiltölulega einfalt tæknilega, svona miðað við annað, en afar erfitt pólitískt. Þetta krefst víðtæks og almenns trausts á milli landa. Það er einmitt það sem hefur þorrið í Evrópu að undanförnu. Þrjár kreppurKjarni málsins er sá að kreppan í Evrópu er ekki einföld heldur þreföld: Bankakreppa, skuldakreppa og kreppa vegna síversnandi samkeppnisstöðu þjóða Suður-Evrópu í samanburði við Norður-Evrópu og Austur-Asíu. Bankakreppan og skuldakreppan hafa vakið mesta athygli en það er þriðja kreppan, alltof hár launakostnaður miðað við framleiðni í Suður-Evrópu sem er stærsti vandinn og undirrót kreppunnar. Lausn á bankakreppuBankakreppuna er hægt að leysa með sameiginlegum tryggingasjóði fyrir innistæðueigendur sem greiddi út í evrum jafnvel þótt viðkomandi land hætti að nota evrur. Þetta kæmi í veg fyrir áhlaup á banka í löndum sem glíma við skuldavanda. Um leið þyrfti að setja upp sameiginlegan björgunarsjóð fyrir banka í vandræðum með veðlán. Líka sameiginlegt fjármálaeftirlit fyrir evruríki með víðtækari valdheimildir en nú eru til staðar. Allt þetta er gerlegt, og er líklega þegar í undirbúningi, þótt pólitískar ákvarðanir um þetta séu óvissar. Ef bankakreppan væri eini vandinn væri málið þar með að stórum hluta leyst. Lausn á skuldakreppuSkuldakreppan er tengd þessu en er erfiðari. Hún væri þó vel leysanleg ef tvennt kæmi til. Annað er aukið traust á því að stjórnmálamenn og kjósendur í Suður-Evrópu sýni í framtíðinni meiri skynsemi og ábyrgð en hingað til. Þetta myndi gera ríkum þjóðum norðursins kleift að standa að útgáfu sameiginlegra skuldabréfa fyrir evrusvæðið. Það myndi lækka stórlega vexti fyrir skuldsett ríki og leysa skuldakreppuna í bili. Hitt er trú á hagvexti í náinni framtíð. Hann er hins vegar undir því kominn að sjálft aðalvandamálið verði leyst sem er léleg samkeppnisstaða Suður-Evrópu. Lausn á samkeppnisvandaHér vandast málið. Þetta snýr að hverju ríki fyrir sig en ekki að ESB sem gerir þetta hins vegar mögulegt með sameiginlegum markaði sínum. Þarna koma rammir sérhagsmunir í veg fyrir lausnir. Á endanum snýst þetta þó um fremur einfalda hluti. Ástæða þess að Þýskaland er sterkt og ríkt þessi árin er sú að laun í landinu hafa ekki hækkað umfram afköst. Í Suður-Evrópu væri hægt að gera efnahagsbyltingu með aðeins tveimur reglum sem báðar eru almennt virtar, svona í það heila tekið, í betur megandi ríkjum Evrópu. Önnur er að sérhagsmunir víki fyrir almennum hagsmunum. Hin að laun fari ekki fram úr alþjóðlegri samkeppnishæfni atvinnulífsins. RétturEvrópumenn eiga ekki guðlegan rétt á betri lífskjörum en Asíumenn eða Afríkumenn. Lífskjör verða til með kunnáttusemi og þekkingu í efnahagslífi og skynsemi og ábyrgð í stjórnmálum. Vond stjórnmál þar sem sérhagsmunir í atvinnulífi og stundarhagsmunir í pólitík eru ráðandi eitra fyrir þjóðum. Sú eitrun veikir nú þjóðir frá sólarlöndum til norðurhafa.