Ljúft og fagurt þjóðlagapopp Trausti Júlíusson skrifar 1. mars 2012 11:30 Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata. Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Hvað ef himininn brotnar. Blágresi. Hvað ef himininn brotnar er fyrsta plata Blágresis, sem er tríó skipað söngkonunni Tinnu Marínu Jónsdóttur, Daníel Auðunssyni gítarleikara og söngvara og Leifi Björnssyni sem spilar á gítar og hljómborð og syngur. Platan hefur að geyma tíu ný lög við texta Einars Más Guðmundssonar rithöfundar. Auk meðlimanna þriggja spila á plötunni nokkrir gestir, Bassi Ólafsson slagverksleikari, Óttar Sæmundsson bassaleikari, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og Pétur Hallgrímsson sem spilar á stálgítar og banjó. Tónlist Blágresis er ljúft þjóðlagapopp. Tinna Marína hefur mjög bjarta og fallega söngrödd sem nýtur sín vel í þessari tónlist, bæði þegar hún syngur ein og þegar hún raddar með strákunum. Platan er mjög vel unnin, hljómurinn er góður og útsetningarnar eru smekklegar, fiðlan kemur t.d. mjög vel út. Textar Einars Más eru ágætir, ástin er fyrirferðamesta viðfangsefnið, en fleiri koma við sögu. Lagasmíðarnar eru yfir það heila góðar og nóg af grípandi lögum sem gætu náð vinsældum. Ég nefni sem dæmi kreppulagið Alltaf sama sagan, hið fallega Vekjum heiminn og lokalagið Þessar blóðrauðu varir. Þetta er ágætis plata. Hún brýtur ekki blað tónlistarlega en lög og textar eru vel úr garði gerð og flutningurinn er góður. Niðurstaða: Vel unnin og sæt þjóðlagapoppplata.
Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira