Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 28-25 Sigmar Sigfússon í Safamýri skrifar 6. desember 2012 14:59 Fram vann borgarslaginn í handboltanum í kvöld er Valur kom í heimsókn. Mikilvægur sigur fyrir Fram sem var með jafnmörg stig og Valur sem er nú komið í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrri hálfeikur fór hægt af stað og lítið var um mörk á upphafsmínútunum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og liðin voru nokkuð jöfn fyrstu tíu mínúturnar. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum í Fram og þeir náðu þriggja marka forystu á þriggja mínútu kafla í stöðuna 7 - 4. Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn knái í Fram átti mikinn þátt í þeim kafla og skoraði nokkur góð mörk úr hraðaupphlaupi, ásamt virkilega flottum mörkum úr horninu. Hjá Valsmönnum átti Atli Már Báruson góðan leik í fyrri hálfleik og tætti sundur vörn Framara á tímabili og skoraði lagleg mörk. Markmenn beggja liða tóku fimm skotin hver. Framarar fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 15 – 12. Seinni hálfleikur fór virkilega fjörlega af stað og leikurinn var mjög hraður. Liðin voru að taka hraða miðju hvað eftir annað og mörkin hrúguðust inn. Framarar höfðu þó yfirhöndinu allan hálfleikinn og náðu þegar mest var fimm marka forystu á 43 mínútu, 24 – 19. Framarar virtust ætla að halda þetta út en þá tók Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals leikhlé. Eftir það kom góður kafli hjá Valsmönnum og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk. Hjálmar Þór Arnarson, línumaður Vals, spilaði feykilega vel í þessum kafla, skoraði dýrmæt mörk og fiskaði nokkur víti. Lengra komust Valsmenn ekki og piltarnir úr Safamýri lönduðu afar dýrmætum sigri 28 - 25 og fara upp fyrir Val á stigatöflunni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var fjarri góðu gamni hjá Val þar sem hann er staddur í Serbíu á þjálfaranámskeiði. Stefán Baldvin Stefánsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk og Finnur Ingi Stefánsson hjá Val sömuleiðis með sjö mörk.Heimir: Við gerðum alltof mikið af mistökum „Við komum hingað til þess að vinna leikinn en við gerum bara allt of mikið af mistökum. Það sem gerist er að við töpum öllum yfirtölu köflunum okkar í leiknum, þar sem við erum einum fleiri og það er virkilega dýrt í svona leik," sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk og það er dýrt í svona jöfnum leik og við hefðum ekki þurft að gera mikið betur í þessum leik til þess að klára þetta" „Eins og allir vita er þetta gríðarlega jöfn deild, þetta eru sjö lið sem eru að berjast og það munar um hvert einasta stig. En við komum tvíefldir til leiks í næsta leik. Við eigum Haukana næst og þurfum að nýta tímann vel og þétta okkar leik. Mér fannst strákarnir þó berjast vel í kvöld en það munaði mikið um fjarveru Valdimars í kvöld"Sigurður: Mættum einbeittir til leiks „Mjög gott að vera loksins farinn að sigra, búið að vera afar langur tími án sigurs. Menn voru orðnir hálf þunglyndir og greyið Einar orðinn algjör taugahrúga og það vill enginn," sagði gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, með miklum gríntón eftir leikinn. „Það er eitthvað sérstakt við það að vinna mitt uppeldisfélag Val, og sérstaklega í svona mikilvægum fjögurra stiga leik eins og þessi var. Við vissum að við þurftum að mæta einbeittir til leiks sem að við gerðum. Þegar við slitum þá aðeins frá okkur fundum við fyrir mikilli stemningu innan liðsins sem hefur oft vantað hjá okkur í vetur" „ Það væri virkilega gott að taka tvo leiki í röð núna. Við spilum á móti ÍR næst en þeir hafa verið að spila vel að undanförnu svo ég býst við erfiðum leik" sagði Sigurður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira
Fram vann borgarslaginn í handboltanum í kvöld er Valur kom í heimsókn. Mikilvægur sigur fyrir Fram sem var með jafnmörg stig og Valur sem er nú komið í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrri hálfeikur fór hægt af stað og lítið var um mörk á upphafsmínútunum. Bæði lið spiluðu sterkan varnarleik í fyrri hálfleik og liðin voru nokkuð jöfn fyrstu tíu mínúturnar. Þá kom góður kafli hjá heimamönnum í Fram og þeir náðu þriggja marka forystu á þriggja mínútu kafla í stöðuna 7 - 4. Stefán Baldvin Stefánsson, hornamaðurinn knái í Fram átti mikinn þátt í þeim kafla og skoraði nokkur góð mörk úr hraðaupphlaupi, ásamt virkilega flottum mörkum úr horninu. Hjá Valsmönnum átti Atli Már Báruson góðan leik í fyrri hálfleik og tætti sundur vörn Framara á tímabili og skoraði lagleg mörk. Markmenn beggja liða tóku fimm skotin hver. Framarar fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleik, 15 – 12. Seinni hálfleikur fór virkilega fjörlega af stað og leikurinn var mjög hraður. Liðin voru að taka hraða miðju hvað eftir annað og mörkin hrúguðust inn. Framarar höfðu þó yfirhöndinu allan hálfleikinn og náðu þegar mest var fimm marka forystu á 43 mínútu, 24 – 19. Framarar virtust ætla að halda þetta út en þá tók Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals leikhlé. Eftir það kom góður kafli hjá Valsmönnum og náðu þeir að minnka muninn í tvö mörk. Hjálmar Þór Arnarson, línumaður Vals, spilaði feykilega vel í þessum kafla, skoraði dýrmæt mörk og fiskaði nokkur víti. Lengra komust Valsmenn ekki og piltarnir úr Safamýri lönduðu afar dýrmætum sigri 28 - 25 og fara upp fyrir Val á stigatöflunni. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Valsmanna var fjarri góðu gamni hjá Val þar sem hann er staddur í Serbíu á þjálfaranámskeiði. Stefán Baldvin Stefánsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk og Finnur Ingi Stefánsson hjá Val sömuleiðis með sjö mörk.Heimir: Við gerðum alltof mikið af mistökum „Við komum hingað til þess að vinna leikinn en við gerum bara allt of mikið af mistökum. Það sem gerist er að við töpum öllum yfirtölu köflunum okkar í leiknum, þar sem við erum einum fleiri og það er virkilega dýrt í svona leik," sagði Heimir Ríkharðsson, aðstoðarþjálfari Vals eftir leikinn. „Við vorum að fá á okkur mjög ódýr mörk og það er dýrt í svona jöfnum leik og við hefðum ekki þurft að gera mikið betur í þessum leik til þess að klára þetta" „Eins og allir vita er þetta gríðarlega jöfn deild, þetta eru sjö lið sem eru að berjast og það munar um hvert einasta stig. En við komum tvíefldir til leiks í næsta leik. Við eigum Haukana næst og þurfum að nýta tímann vel og þétta okkar leik. Mér fannst strákarnir þó berjast vel í kvöld en það munaði mikið um fjarveru Valdimars í kvöld"Sigurður: Mættum einbeittir til leiks „Mjög gott að vera loksins farinn að sigra, búið að vera afar langur tími án sigurs. Menn voru orðnir hálf þunglyndir og greyið Einar orðinn algjör taugahrúga og það vill enginn," sagði gleðigjafinn Sigurður Eggertsson, leikmaður Fram, með miklum gríntón eftir leikinn. „Það er eitthvað sérstakt við það að vinna mitt uppeldisfélag Val, og sérstaklega í svona mikilvægum fjögurra stiga leik eins og þessi var. Við vissum að við þurftum að mæta einbeittir til leiks sem að við gerðum. Þegar við slitum þá aðeins frá okkur fundum við fyrir mikilli stemningu innan liðsins sem hefur oft vantað hjá okkur í vetur" „ Það væri virkilega gott að taka tvo leiki í röð núna. Við spilum á móti ÍR næst en þeir hafa verið að spila vel að undanförnu svo ég býst við erfiðum leik" sagði Sigurður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Sjá meira