Sport

Íslenska sveitin úr leik á HM í karate

Magnús Kr. Eyjólfsson  landsliðsþjálfari, Kristín Magnúsdóttir,  Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir.
Magnús Kr. Eyjólfsson landsliðsþjálfari, Kristín Magnúsdóttir, Aðalheiður Rósa Harðardóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir. karatesambandið
Íslenska landsliðið í karate féll úr keppni í gær á heimsmeistaramótinu sem fram fer í París í Frakklandi. Ísland keppti í hópkata en sveitina skipa þær Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristín Magnúsdóttir og Svana Katla Þorsteinsdóttir.

Hvít-Rússar voru mótherjar Íslands og tapaði Ísland 4-1. Íslenska sveitin framkvæmdi æfingar sem nefndar eru Jion en Hvít-Rússar voru með æfingu sem kallast Seipai.

Fyrr í þessari viku endaði Aðalheiður Rósa í 9. til 16. sæti í einstaklingskata kvenna. Aðalheiður Rósa var ein af 51 keppendum í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×