Handbolti

Víkingar vilja fleiri lið í efstu deild

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Handknattleiksdeild Víkings mun leggja fram tillögu fyrir ársþing HSÍ þess efnis að fyrirkomulaginu á deildakeppninni, bæði í karla- og kvennaflokki.

Í stuttu máli sagt vilja Víkingar að þau fjórtán lið sem léku í efstu tveimur deildunum í vetur skipi eina fjórtán liða deild. Átta liða úrslitakeppni verði svo tekin upp á nýjan leik.

Átta lið eru nú í N1-deild karla og úr henni komast svo fjögur lið áfram í úrslitakeppnina sem stendur einmitt yfir þessa dagana. Níu lið kepptu í N1-deild kvenna í vetur og sex lið komust áfram í úrslitakeppnina.

Lesa má tillögu Víkinga í heild sinni hér fyrir neðan en ársþing HSÍ fer fram laugardaginn 28. apríl næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×