Lífið

Demi brosir á ný eftir meðferðina

Demi Moore kom fram í fyrsta sinn síðan í janúar en hún hefur verið í meðferð undanfarna mánuði. Hér er hún ásamt vinkonu sinni Amöndu de Cadenet.
Demi Moore kom fram í fyrsta sinn síðan í janúar en hún hefur verið í meðferð undanfarna mánuði. Hér er hún ásamt vinkonu sinni Amöndu de Cadenet. Nordicphotos/getty
Leikkonan Demi Moore mætti brosandi í opnunarpartí fyrir sjónvarpsþátt vinkonu sinnar, Amöndu de Cadenet, á dögunum. Moore hefur ekki látið sjá sig opinberlega síðan í janúar en hún er nýkomin úr meðferð.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa orð á því að Moore líti vel út og sé greinilega á batavegi. Skilnaðurinn við Ashton Kutcher hefur tekið á Moore sem var lögð inn í janúar eftir að hún tók of stóran skammt af verkjatöflum. Í meðferðinni fékk hún einnig hjálp við átröskun.

Nú virðist Moore vera að snúa aftur. Twitter-síða leikkonunnar er aftur komin í gang en Moore hefur ætíð verið mjög virkur notandi samskiptasíðunnar. Hún kallar sig að vísu @mrskutcher á síðunni og hefur nú beðið fylgjendur sína um að koma með tillögur að nýju Twitter-nafni fyrir sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.