Lífið

Segel segir ekkert um sambandið við Michelle Williams

Jason Segel vildi lítið tjá sig um samband sitt og Michelle Williams.
Jason Segel vildi lítið tjá sig um samband sitt og Michelle Williams. nordicphotos/getty
Gamanleikarinn Jason Segel hefur verið að slá sér upp með leikkonunni Michelle Williams undanfarnar vikur. Parið hefur nokkrum sinnum verið myndað á gangi í New York í fylgd með dóttur Williams.

Segel var spurður út í sambandið fyrir skemmstu og vildi hann þá lítið tjá sig um málið. „Við viljum bæði mjög gjarnan vera hamingjusöm. Það er það eina sem ég vil segja um málið að svo stöddu,“ sagði leikarinn sem var að kynna nýjustu kvikmynd sína, 5 Year Engagement, ásamt mótleikkonu sinni Emily Blunt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.