Meðfylgjandi má sjá myndasyrpu af söngkonunni Whitney Houston sem lest í gær, 48 ára að aldri. Whitney var ein dáðasta söngkona heims og hlaut fjölda verðlauna fyrir söng sinn. Hún átti lengi við vímuefnavanda að stríða og fór síðast í meðferð í fyrra.
Whitney lætur eftir sig eina dóttur, Bobbi Kristina, sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum, Bobby Brown.
Whitney Houston 1963-2012
