Upp úr kafinu 18. september 2012 06:00 Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. Þegar kafað er þarf helst að kunna á súrefnistank og farið er djúpt niður í sjó eða vatn. Snork fer þannig fram að maður setur á sig gleraugu með pípu og munnstykki og svo lætur maður sig fljóta á maganum þannig að pípan stendur upp úr vatninu. Mér fannst hvort tveggja hljóma frekar hættulega en vinkona mín vildi endilega prófa að fara út í eyjuna og ég lét tilleiðast. Siglingin út í eyjuna var stutt, varla meira en hálftími, og höfrungar sáu til þess að engum leiddist. Síðan var sest í sand og reynt að skýla sér fyrir steikjandi hitanum. Eftir smástund var svo aftur siglt út að rifinu og þeir sem höfðu hugsað sér að kafa eða snorka fengu þar til gerðar græjur. Ekki ég. Ég er lofthrædd, sjóveik og með innilokunarkennd og fannst það erfið tilhugsun að fljóta hátt yfir hyldýpi með takmarkaðan aðgang að súrefni. Auk þess fer saltvatn illa með hárið á mér. Leiðsögumaðurinn reyndi að telja mér hughvarf en ég stuggaði honum blíðlega frá mér, settist undir sólhlífina á dekkinu og horfði í kringum mig á það litla sem var að sjá; sandrif, sjó og sól. Veit ég þá ekki fyrr til en hnippt er í mig. Þegar ég lít niður er það vinkona mín með kafaragleraugun á sér, búin að taka pípuna úr munninum og grimm á svip. Hún sagði í stuttu máli (hún talar mjög hratt og kemur miklu til skila á stuttum tíma): ?Ef þú drullar þér ekki út í sjó NÚNA áttu aldrei eftir að fyrirgefa þér. Og ÉG á aldrei eftir að fyrirgefa þér heldur!? Í stuttu máli var þetta það ævintýralegasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Ég get eiginlega ekki lýst því sem ég sá og upplifði svífandi yfir kóralrifinu; læt nægja að segja að stundum fór ég að skellihlæja af tómri hamingju svo mér svelgdist á sjónum. Og var alveg skítsama. Þegar ég kom upp úr kafinu var allt breytt, heimurinn, hafið og ekki síst?ég. Um daginn fór sama vinkona mín að kafa í Silfru. Henni finnst að ég eigi að skella mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. Þegar kafað er þarf helst að kunna á súrefnistank og farið er djúpt niður í sjó eða vatn. Snork fer þannig fram að maður setur á sig gleraugu með pípu og munnstykki og svo lætur maður sig fljóta á maganum þannig að pípan stendur upp úr vatninu. Mér fannst hvort tveggja hljóma frekar hættulega en vinkona mín vildi endilega prófa að fara út í eyjuna og ég lét tilleiðast. Siglingin út í eyjuna var stutt, varla meira en hálftími, og höfrungar sáu til þess að engum leiddist. Síðan var sest í sand og reynt að skýla sér fyrir steikjandi hitanum. Eftir smástund var svo aftur siglt út að rifinu og þeir sem höfðu hugsað sér að kafa eða snorka fengu þar til gerðar græjur. Ekki ég. Ég er lofthrædd, sjóveik og með innilokunarkennd og fannst það erfið tilhugsun að fljóta hátt yfir hyldýpi með takmarkaðan aðgang að súrefni. Auk þess fer saltvatn illa með hárið á mér. Leiðsögumaðurinn reyndi að telja mér hughvarf en ég stuggaði honum blíðlega frá mér, settist undir sólhlífina á dekkinu og horfði í kringum mig á það litla sem var að sjá; sandrif, sjó og sól. Veit ég þá ekki fyrr til en hnippt er í mig. Þegar ég lít niður er það vinkona mín með kafaragleraugun á sér, búin að taka pípuna úr munninum og grimm á svip. Hún sagði í stuttu máli (hún talar mjög hratt og kemur miklu til skila á stuttum tíma): ?Ef þú drullar þér ekki út í sjó NÚNA áttu aldrei eftir að fyrirgefa þér. Og ÉG á aldrei eftir að fyrirgefa þér heldur!? Í stuttu máli var þetta það ævintýralegasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Ég get eiginlega ekki lýst því sem ég sá og upplifði svífandi yfir kóralrifinu; læt nægja að segja að stundum fór ég að skellihlæja af tómri hamingju svo mér svelgdist á sjónum. Og var alveg skítsama. Þegar ég kom upp úr kafinu var allt breytt, heimurinn, hafið og ekki síst?ég. Um daginn fór sama vinkona mín að kafa í Silfru. Henni finnst að ég eigi að skella mér.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun