Kolfinna missti af tískuvikunni í París 10. mars 2012 15:00 Heitasta fyrirsæta landsins, Kolfinna Kristófersdóttir, missti af tískuvikunni í París er hún tognaði á fæti en hún hvílir sig nú á Íslandi. „Þetta er auðvitað svekkjandi en ég er ekki þannig týpa að ég svekki mig á hlutum sem ég get ekki breytt," segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sem missti af tískuvikunni í París vegna þess að hún tognaði á fæti. Kolfinna er nú komin heim til Íslands þar sem hún hvílir fótinn samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Ástæðan fyrir tognuninni ku vera mikið álag en Kolfinna þurfti að klæðast himinháum hælum í flestum sýningum á tískuvikunni. „Ég byrjaði að finna til í London því að skórnir sem við fengum voru fáránlegar háir og óþægilegir. Ég hélt samt áfram og fór til Mílanó þar sem ég hitti hönnuði og vann oft alla nóttina. Þegar ég var svo á leiðinni til Parísar versnaði þetta svo mikið að ég þurfti að leita til læknis sem sagði mér að hvíla í allavega tvær vikur," segir Kolfinna sem nýtur þess núna að slappa af á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo, hefur heldur betur slegið í gegn í fyrirsætuheiminum en hún hefur gengið tískupallana fyrir hönnuði á borð við Marc Jacobs, Karl Lagerfeld og Donatellu Versace á tískuvikunum. Einnig var Kolfinna valin flottasta fyrirsæta tískuvikunnar í London af lesendum Style.com. „Þetta er búið að vera mikil törn og mér fannst geðveikt að hitta og vinna með Karl Lagerfeld og Donatellu Versace," segir Kolfinna og viðurkennir að það hafi fyrst verið stressandi að ganga tískupallana og vera mynduð bak og fyrir af heimspressunni. „Ég var rosa stressuð fyrst í New York en svo vandist þetta. Ég fæ samt fiðrildi í magann fyrir hverja sýningu en það er bara skemmtilegt," segir Kolfinna sem heldur aftur út á vit ævintýranna í næstu viku. -áp Tengdar fréttir Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. 16. febrúar 2012 07:00 Brjálað gera hjá Kolfinnu Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir var heldur betur iðin við kolann á nýafstaðinni tískuviku í London en hún gekk tískupallana fyrir sex hönnuði. Þeir hönnuðir sem föluðust eftir kröftum Kolfinnu voru Topshop Unique, House of Holland, Jonathan Saunders, Acne, Christopher Kane og Giles. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo fyrirsætuskrifstofunni, er nú flogin á vit ævintýranna í Mílanó og París þar sem hún mun eflaust láta til sín taka á tískupöllunum en hún er vinsælt andlit í tískuheiminum í dag. 22. febrúar 2012 07:00 Kolfinna valin best í London Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir bar sigur úr býtum í netkosningu vefsíðunnar Style.com um val á best klæddu fyrirsætu tískuvikunnar í London. Valið stóð á milli tíu fyrirsæta en Kolfinna hlaut alls 42 prósent atkvæða og hreppti þar með fyrsta sætið í netkosningunum. 29. febrúar 2012 16:00 Kolfinna ein af tíu flottustu fyrirsætunum á tískuviku Enn berast fréttir af fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Vefsíðan Style.com valdi hana á dögunum eina af tíu flottustu fyrirsætum tískuvikunnar í London. 24. febrúar 2012 13:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Þetta er auðvitað svekkjandi en ég er ekki þannig týpa að ég svekki mig á hlutum sem ég get ekki breytt," segir fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sem missti af tískuvikunni í París vegna þess að hún tognaði á fæti. Kolfinna er nú komin heim til Íslands þar sem hún hvílir fótinn samkvæmt fyrirmælum frá lækni. Ástæðan fyrir tognuninni ku vera mikið álag en Kolfinna þurfti að klæðast himinháum hælum í flestum sýningum á tískuvikunni. „Ég byrjaði að finna til í London því að skórnir sem við fengum voru fáránlegar háir og óþægilegir. Ég hélt samt áfram og fór til Mílanó þar sem ég hitti hönnuði og vann oft alla nóttina. Þegar ég var svo á leiðinni til Parísar versnaði þetta svo mikið að ég þurfti að leita til læknis sem sagði mér að hvíla í allavega tvær vikur," segir Kolfinna sem nýtur þess núna að slappa af á Íslandi með vinum og fjölskyldu. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo, hefur heldur betur slegið í gegn í fyrirsætuheiminum en hún hefur gengið tískupallana fyrir hönnuði á borð við Marc Jacobs, Karl Lagerfeld og Donatellu Versace á tískuvikunum. Einnig var Kolfinna valin flottasta fyrirsæta tískuvikunnar í London af lesendum Style.com. „Þetta er búið að vera mikil törn og mér fannst geðveikt að hitta og vinna með Karl Lagerfeld og Donatellu Versace," segir Kolfinna og viðurkennir að það hafi fyrst verið stressandi að ganga tískupallana og vera mynduð bak og fyrir af heimspressunni. „Ég var rosa stressuð fyrst í New York en svo vandist þetta. Ég fæ samt fiðrildi í magann fyrir hverja sýningu en það er bara skemmtilegt," segir Kolfinna sem heldur aftur út á vit ævintýranna í næstu viku. -áp
Tengdar fréttir Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. 16. febrúar 2012 07:00 Brjálað gera hjá Kolfinnu Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir var heldur betur iðin við kolann á nýafstaðinni tískuviku í London en hún gekk tískupallana fyrir sex hönnuði. Þeir hönnuðir sem föluðust eftir kröftum Kolfinnu voru Topshop Unique, House of Holland, Jonathan Saunders, Acne, Christopher Kane og Giles. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo fyrirsætuskrifstofunni, er nú flogin á vit ævintýranna í Mílanó og París þar sem hún mun eflaust láta til sín taka á tískupöllunum en hún er vinsælt andlit í tískuheiminum í dag. 22. febrúar 2012 07:00 Kolfinna valin best í London Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir bar sigur úr býtum í netkosningu vefsíðunnar Style.com um val á best klæddu fyrirsætu tískuvikunnar í London. Valið stóð á milli tíu fyrirsæta en Kolfinna hlaut alls 42 prósent atkvæða og hreppti þar með fyrsta sætið í netkosningunum. 29. febrúar 2012 16:00 Kolfinna ein af tíu flottustu fyrirsætunum á tískuviku Enn berast fréttir af fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Vefsíðan Style.com valdi hana á dögunum eina af tíu flottustu fyrirsætum tískuvikunnar í London. 24. febrúar 2012 13:00 Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Kolfinna lokaði sýningu Marc Jacobs í New York Það er óhætt að segja að fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir sé að gera það gott í tískuheiminum um þessar mundir. Hún hefur verið í miklu uppáhaldi hjá hönnuðinum Alexander Wang og nú hefur sjálfur Marc Jacobs uppgötvað íslensku fyrirsætuna. 16. febrúar 2012 07:00
Brjálað gera hjá Kolfinnu Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir var heldur betur iðin við kolann á nýafstaðinni tískuviku í London en hún gekk tískupallana fyrir sex hönnuði. Þeir hönnuðir sem föluðust eftir kröftum Kolfinnu voru Topshop Unique, House of Holland, Jonathan Saunders, Acne, Christopher Kane og Giles. Kolfinna, sem er á mála hjá Eskimo fyrirsætuskrifstofunni, er nú flogin á vit ævintýranna í Mílanó og París þar sem hún mun eflaust láta til sín taka á tískupöllunum en hún er vinsælt andlit í tískuheiminum í dag. 22. febrúar 2012 07:00
Kolfinna valin best í London Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir bar sigur úr býtum í netkosningu vefsíðunnar Style.com um val á best klæddu fyrirsætu tískuvikunnar í London. Valið stóð á milli tíu fyrirsæta en Kolfinna hlaut alls 42 prósent atkvæða og hreppti þar með fyrsta sætið í netkosningunum. 29. febrúar 2012 16:00
Kolfinna ein af tíu flottustu fyrirsætunum á tískuviku Enn berast fréttir af fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Vefsíðan Style.com valdi hana á dögunum eina af tíu flottustu fyrirsætum tískuvikunnar í London. 24. febrúar 2012 13:00