Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 26-31 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Safamýri skrifar 29. nóvember 2012 14:47 FH vann öruggan sigur á Fram á útivelli 31-26 í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 13-13 en FH gat nánast skorað að vild í seinni hálfleik og náði mest 11 marka forystu. FH byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en fyrri hálfleikur einkenndist af því að liðin skiptust á góðum sprettum þó FH hafi lengst af verið yfir. Fram komst yfir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en jafnt var í hálfleik eins og fyrr segir. FH skoraði tvö fyrstu mörk fyrri hálfleik og klikkaði varla úr sókn 12 mínútur voru eftir af leiknum og staðan 27-18. FH komst í 29-18 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum úrslitin ráðin þó Fram hafi þá vaknað til lífsins. Fram lék maður á mann vörn sem FH réð ekkert við og náðu heimamenn að saxa jafnt og þétt á forskotið en skaðinn var skeður og FH vann sannfærandi fimm marka sigur á lokum. FH lyfti sér upp í annað til fjórða sætið þar sem liðið er með 11 stig líkt og Akureyri og ÍR, átta stigum á eftir toppliði Hauka. Fram situr eftir í sjötta sæti með sjö stig líkt og Valur en Afturelding er á botninum með sex stig og HK sæti fyrir ofan með átta stig. Eftir úrslit tíundu umferðar virðist deildin því ætla að skiptast í þrjá pakka en það getur allt breyst mjög hratt eins og úrslit vetrarins hafa sýnt. Einar Andri: Frábær leikur hjá okkur„Mér fannst þetta vera frábær leikur hjá okkur. Frábær sóknarleikur og vörnin góð á köflum og Danni góður á köflum líka. Þetta var góður leikur og í takt við það sem menn hafa verið að leggja á sig," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við höfum yfirleitt byrjað leikina í seinni hálfleik í vetur og við töluðum um það í klefanum að nú værum við í jöfnum leik og seinni hálfleikur að byrja og við værum bjartsýnir. Við skoruðum úr öllum sóknum fyrstu 12, 13 mínúturnar og því kom ekki að sök þó vörnin hafi aðeins verið að leka." Það var helst í maður á mann vörninni sem Fram spilaði undir lokin að FH lenti í vandræðum. „Þeir slá okkur út af laginu en það var í lagi. Við vorum komnir ellefu mörkum yfir og mér er alveg sama þó þeir minnki þetta í fimm mörk. Við lögum þetta ef við lendum aftur í þessu. Við æfðum þetta á laugardaginn en það hefur eitthvað farið öfugt ofan í menn. „Við vissum að við gætum lyft okkur upp í efri hlutann eins og hann er núna, það getur breyst á einni umferð. Þetta er frábær sigur út af þessu og við erum komnir í ellefu stig eins og einhver önnur lið og erum sáttir við það," sagði Einar Andri að lokum. Einar Jónsson: Við erum að spila of mikið sem einstaklingar„Mér fannst varnarleikurinn ekkert slakur fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Hann stóð og stóð og stóð en svo kom eitthvað eitt atriði sem skilaði marki. Þeim tókst alltaf einhvern vegin að skora. Það var einbeitingarleysi að klára ekki vörnina," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Við vorum að gera fínt og svo kemur eitthvað smá einbeitingarleysi og þeir skora og svo fáum við ekki varið skot fyrstu 20, 25 mínúturnar í seinni hálfleik. Það er erfitt að vinna svoleiðis leiki og erfitt að spila vörn með enga markvörslu. „Við erum óagaðir sóknarlega og þeir eru agaðir. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en fyrstu tíu, fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik fannst mér hann afleitur. Einstaklingsframtak trekk í trekk og óagaður. Við fórum ekki eftir því sem var farið fyrir leikinn. Það skilur á milli að FH-ingarnir eru agaðir á meðan við erum óagaðir og þetta er vandamál hjá okkur. Við erum að spila of mikið sem einstaklingar en ekki sem lið. „Fyrri hálfleikur var ágætur að mörgu leyti og ég var ánægður með innkomu ungu strákanna sérstaklega hér í kvöld. Það voru margir ungir strákar að spila og þeir eru farnir að þrýsta verulega á fleiri mínútur hjá þjálfaranum. Þeir gefast aldrei upp og það var þeim að þakka að við minnkuðum muninn á síðustu tíu. Þeir spila með hjartanu og það er hægt að taka jákvætt út úr þessu. „Ég er lítið að hugsa um stöðuna í deildinni í augnablikinu. Við þurfum auðvitað að safna stigum en við söfnum engum stigum á meðan spilamennskan er svona. Við þurfum að fá spilamennskuna í gang, bæði í vörn og sókn og fá markvörslu. Þá koma stigin, þau koma ekki að sjálfu sér, það er ljóst. Það er ekki oft sem maður er lélegur og fær stig," sagði Einar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
FH vann öruggan sigur á Fram á útivelli 31-26 í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Jafnt var í hálfleik 13-13 en FH gat nánast skorað að vild í seinni hálfleik og náði mest 11 marka forystu. FH byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en fyrri hálfleikur einkenndist af því að liðin skiptust á góðum sprettum þó FH hafi lengst af verið yfir. Fram komst yfir þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en jafnt var í hálfleik eins og fyrr segir. FH skoraði tvö fyrstu mörk fyrri hálfleik og klikkaði varla úr sókn 12 mínútur voru eftir af leiknum og staðan 27-18. FH komst í 29-18 þegar níu mínútur voru eftir af leiknum úrslitin ráðin þó Fram hafi þá vaknað til lífsins. Fram lék maður á mann vörn sem FH réð ekkert við og náðu heimamenn að saxa jafnt og þétt á forskotið en skaðinn var skeður og FH vann sannfærandi fimm marka sigur á lokum. FH lyfti sér upp í annað til fjórða sætið þar sem liðið er með 11 stig líkt og Akureyri og ÍR, átta stigum á eftir toppliði Hauka. Fram situr eftir í sjötta sæti með sjö stig líkt og Valur en Afturelding er á botninum með sex stig og HK sæti fyrir ofan með átta stig. Eftir úrslit tíundu umferðar virðist deildin því ætla að skiptast í þrjá pakka en það getur allt breyst mjög hratt eins og úrslit vetrarins hafa sýnt. Einar Andri: Frábær leikur hjá okkur„Mér fannst þetta vera frábær leikur hjá okkur. Frábær sóknarleikur og vörnin góð á köflum og Danni góður á köflum líka. Þetta var góður leikur og í takt við það sem menn hafa verið að leggja á sig," sagði Einar Andri Einarsson þjálfari FH í leikslok. „Við höfum yfirleitt byrjað leikina í seinni hálfleik í vetur og við töluðum um það í klefanum að nú værum við í jöfnum leik og seinni hálfleikur að byrja og við værum bjartsýnir. Við skoruðum úr öllum sóknum fyrstu 12, 13 mínúturnar og því kom ekki að sök þó vörnin hafi aðeins verið að leka." Það var helst í maður á mann vörninni sem Fram spilaði undir lokin að FH lenti í vandræðum. „Þeir slá okkur út af laginu en það var í lagi. Við vorum komnir ellefu mörkum yfir og mér er alveg sama þó þeir minnki þetta í fimm mörk. Við lögum þetta ef við lendum aftur í þessu. Við æfðum þetta á laugardaginn en það hefur eitthvað farið öfugt ofan í menn. „Við vissum að við gætum lyft okkur upp í efri hlutann eins og hann er núna, það getur breyst á einni umferð. Þetta er frábær sigur út af þessu og við erum komnir í ellefu stig eins og einhver önnur lið og erum sáttir við það," sagði Einar Andri að lokum. Einar Jónsson: Við erum að spila of mikið sem einstaklingar„Mér fannst varnarleikurinn ekkert slakur fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik. Hann stóð og stóð og stóð en svo kom eitthvað eitt atriði sem skilaði marki. Þeim tókst alltaf einhvern vegin að skora. Það var einbeitingarleysi að klára ekki vörnina," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram. „Við vorum að gera fínt og svo kemur eitthvað smá einbeitingarleysi og þeir skora og svo fáum við ekki varið skot fyrstu 20, 25 mínúturnar í seinni hálfleik. Það er erfitt að vinna svoleiðis leiki og erfitt að spila vörn með enga markvörslu. „Við erum óagaðir sóknarlega og þeir eru agaðir. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en fyrstu tíu, fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik fannst mér hann afleitur. Einstaklingsframtak trekk í trekk og óagaður. Við fórum ekki eftir því sem var farið fyrir leikinn. Það skilur á milli að FH-ingarnir eru agaðir á meðan við erum óagaðir og þetta er vandamál hjá okkur. Við erum að spila of mikið sem einstaklingar en ekki sem lið. „Fyrri hálfleikur var ágætur að mörgu leyti og ég var ánægður með innkomu ungu strákanna sérstaklega hér í kvöld. Það voru margir ungir strákar að spila og þeir eru farnir að þrýsta verulega á fleiri mínútur hjá þjálfaranum. Þeir gefast aldrei upp og það var þeim að þakka að við minnkuðum muninn á síðustu tíu. Þeir spila með hjartanu og það er hægt að taka jákvætt út úr þessu. „Ég er lítið að hugsa um stöðuna í deildinni í augnablikinu. Við þurfum auðvitað að safna stigum en við söfnum engum stigum á meðan spilamennskan er svona. Við þurfum að fá spilamennskuna í gang, bæði í vörn og sókn og fá markvörslu. Þá koma stigin, þau koma ekki að sjálfu sér, það er ljóst. Það er ekki oft sem maður er lélegur og fær stig," sagði Einar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira