Jesús mitt á meðal okkar 29. nóvember 2012 12:00 Séra Pétur Þorsteinsson stendur vaktina í messu Óháða safnaðarins á aðfangadagskvöld klukkan sex. Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, er mörgum kunnur, bæði fyrir störf síns hjá söfnuðinum og fyrir Pétrísk-íslensku orðabókina. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur sérstaka sýn á lífið og er þekktur fyrir ýmislegt sem fólk tengir ekki beint við starf safnaðarprests. Hann hefur staðið fyrir galdramessum í Óháða söfnuðinum og gefið út Pétrísk-íslensku orðabókina þar sem snúið er upp á íslenskuna með húmor að leiðarljósi. „Fagnaðarerindið kallast það í kristindóminum en stundum kalla ég það hagnaðarerindið þar sem jólin tengjast nú orðið svo mikið peningamálum og peningaguðinum Mammoni. Svo er það jólahátíðin sem mætti kalla jóla- át-tíðina þar sem mikið er borðað um jólin. Svona er hægt að leika sér með málið og hafa gaman af," segir Pétur.Í messu af misjöfnum ástæðum Mismunandi er hve fólk er fastheldið á jólahefðir og siði. Að sækja messu á aðfangadagskvöld er ein af þessum hefðum og partur af jólunum. „Einhver hluti þeirra sem kemur í kirkju gerir það af raunverulegri trúrækni en aðrir vegna hefða og skyldna sem skapast hafa í fjölskyldunni. Sumir geta til dæmis ekki hugsað sér að borða jólamatinn fyrr en búið er að fara í messu. Aðrir vilja bara vera byrjaðir að éta klukkan sex og enn aðrir mega ekki til þess hugsa að missa af útvarpsmessunni. Þannig hefur hver sinn háttinn á.Fólk komið til að fara Á hverju aðfangadagskvöldi stendur séra Pétur vaktina í messu Óháða safnaðarins. Hann er því ekki heima við að baksa í eldhúsinu eða njóta samvista með fjölskyldunni fyrr en að því loknu. „Aftansöngur hér hefst klukkan 18. Við höfum hann bara hálftíma og ég tala mjög stutt, eða í fimm mínútur um það bil. Fólk er nefnilega komið til að fara. Það er með hugann heima, sem er fullkomlega eðlilegt; sósan er í pottinum, steikin í ofninum og svo framvegis."Ljósahátíð Þegar líður á aðventuna eru prestar oft fengnir til að mæta á alls konar uppákomur til að minna á boðskap kristninnar. „Oft eru þetta fundir tengdir aðventunni og reynt að hafa eitthvað kristilegt með. Fólk er opnara fyrir boðskap kristninnar á aðventunni og jólunum og það er gott að nýta þennan tíma til að gefa ljós í hjarta náungans."Misjöfn gæði Margir leita aðstoðar á aðventunni fyrir jólin og verða prestar þess fremur áskynja en aðrir sökum starfsins. „Sumir kvíða jólunum og eiga ekki fyrir mat. Skorturinn sem fólk líður verður sárari þegar allflestir geta gert vel við sig og sína, bæði í mat og öðru. Fólki er kannski alveg skítsama þó það fái ekki andlit og eistu yfir þorrann. En jólin eru sá tími sem það að eiga ekki fyrir hamborgarhrygg eða hangikjöti verður áhyggjuefni og veldur depurð. Krakkar bera sig líka oft saman og það getur verið sárt fyrir þá þegar sumir njóta alls hins besta meðan aðrir fá sáralítið. En svo eru sumir sem gefa og koma hingað með matarkassa og fleira."Hvar væri Jesús á jólunum? „Ég held að hann myndi fá sér rollukjöt og rjóma, hangikjöt og hamborgarhrygg og gleðjast með okkur. Hann færi ekki að skamma okkur fyrir það að við værum að halda jólin eins og við gerum. Ég held hann væri félagi fólksins, hvar sem er í heiminum. Hvort sem er í Afríku, á Íslandi eða annars staðar. Hann myndi gleðjast með fólkinu og myndi eflaust vilja vera mitt á meðal þess." - vg Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól
Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, er mörgum kunnur, bæði fyrir störf síns hjá söfnuðinum og fyrir Pétrísk-íslensku orðabókina. Séra Pétur Þorsteinsson, prestur Óháða safnaðarins, hefur sérstaka sýn á lífið og er þekktur fyrir ýmislegt sem fólk tengir ekki beint við starf safnaðarprests. Hann hefur staðið fyrir galdramessum í Óháða söfnuðinum og gefið út Pétrísk-íslensku orðabókina þar sem snúið er upp á íslenskuna með húmor að leiðarljósi. „Fagnaðarerindið kallast það í kristindóminum en stundum kalla ég það hagnaðarerindið þar sem jólin tengjast nú orðið svo mikið peningamálum og peningaguðinum Mammoni. Svo er það jólahátíðin sem mætti kalla jóla- át-tíðina þar sem mikið er borðað um jólin. Svona er hægt að leika sér með málið og hafa gaman af," segir Pétur.Í messu af misjöfnum ástæðum Mismunandi er hve fólk er fastheldið á jólahefðir og siði. Að sækja messu á aðfangadagskvöld er ein af þessum hefðum og partur af jólunum. „Einhver hluti þeirra sem kemur í kirkju gerir það af raunverulegri trúrækni en aðrir vegna hefða og skyldna sem skapast hafa í fjölskyldunni. Sumir geta til dæmis ekki hugsað sér að borða jólamatinn fyrr en búið er að fara í messu. Aðrir vilja bara vera byrjaðir að éta klukkan sex og enn aðrir mega ekki til þess hugsa að missa af útvarpsmessunni. Þannig hefur hver sinn háttinn á.Fólk komið til að fara Á hverju aðfangadagskvöldi stendur séra Pétur vaktina í messu Óháða safnaðarins. Hann er því ekki heima við að baksa í eldhúsinu eða njóta samvista með fjölskyldunni fyrr en að því loknu. „Aftansöngur hér hefst klukkan 18. Við höfum hann bara hálftíma og ég tala mjög stutt, eða í fimm mínútur um það bil. Fólk er nefnilega komið til að fara. Það er með hugann heima, sem er fullkomlega eðlilegt; sósan er í pottinum, steikin í ofninum og svo framvegis."Ljósahátíð Þegar líður á aðventuna eru prestar oft fengnir til að mæta á alls konar uppákomur til að minna á boðskap kristninnar. „Oft eru þetta fundir tengdir aðventunni og reynt að hafa eitthvað kristilegt með. Fólk er opnara fyrir boðskap kristninnar á aðventunni og jólunum og það er gott að nýta þennan tíma til að gefa ljós í hjarta náungans."Misjöfn gæði Margir leita aðstoðar á aðventunni fyrir jólin og verða prestar þess fremur áskynja en aðrir sökum starfsins. „Sumir kvíða jólunum og eiga ekki fyrir mat. Skorturinn sem fólk líður verður sárari þegar allflestir geta gert vel við sig og sína, bæði í mat og öðru. Fólki er kannski alveg skítsama þó það fái ekki andlit og eistu yfir þorrann. En jólin eru sá tími sem það að eiga ekki fyrir hamborgarhrygg eða hangikjöti verður áhyggjuefni og veldur depurð. Krakkar bera sig líka oft saman og það getur verið sárt fyrir þá þegar sumir njóta alls hins besta meðan aðrir fá sáralítið. En svo eru sumir sem gefa og koma hingað með matarkassa og fleira."Hvar væri Jesús á jólunum? „Ég held að hann myndi fá sér rollukjöt og rjóma, hangikjöt og hamborgarhrygg og gleðjast með okkur. Hann færi ekki að skamma okkur fyrir það að við værum að halda jólin eins og við gerum. Ég held hann væri félagi fólksins, hvar sem er í heiminum. Hvort sem er í Afríku, á Íslandi eða annars staðar. Hann myndi gleðjast með fólkinu og myndi eflaust vilja vera mitt á meðal þess." - vg
Jólafréttir Mest lesið Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Fjórar ljúffengar uppskriftir að meðlæti Jól Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Borða með góðri samvisku Jól Svona gerirðu graflax Jól Jóla-aspassúpa Jól Rafræn jólakort Jólin Gljáður hreindýravöðvi með bökuðum gulrótum og skalottlauk ásamt plómu- og eplasalati Jól