Tónlist

Innblástur frá U2

U2 veitti Muse innblástur við gerð nýrrar plötu.
U2 veitti Muse innblástur við gerð nýrrar plötu. nordicphotos/getty
Matt Bellamy, forsprakki Muse, segir að U2 hafi veitt hljómsveitinni innblástur við gerð nýju plötunnar sinnar. „Við fórum með U2 á tónleikaferð um Suður-Ameríku í fyrra. Það eru tvímælalaust smá áhrif frá þeim á plötunni, smá Achtung Baby [plata U2 frá 1991] hér og þar," sagði Bellamy við tímaritið Classic Rock.

Plata Muse nefnist The 2nd Law og er væntanleg 1. október. Meðal annarra áhrifavalda á plötunni var dubstep-upptökustjórinn Skrillex og kvikmyndatónskáldið Hans Zimmer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.