Saga stangveiða: "Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng“ Svavar Hávarðsson skrifar 27. október 2012 02:52 Ef ekki væri fyrir Árna Friðleifsson, sem kastar hér á lax á Brotinu í opnun Norðurár í sumar, er þetta útsýni hertogans frá Konungsstreng þar sem hann landaði sínum fyrsta laxi, eða ansi nálægt því. mynd/svavar Árið 1964 kom hingað til lands Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Þetta þótti fréttnæmt mjög á þeim tíma og fjölmiðlar gerðu heimsókn hans góð skil. Dagblaðið Vísir gaf út sérstakt aukablað þar sem fjallað var vítt og breitt um þessa grannþjóð okkar, og auðvitað fékk stangveiðin eina síðu. Tilefnið var að hertoganum bauðst að renna fyrir lax í Norðurá með forseta Íslands Ásgeiri Ásgeirssyni, sem þótti víst fátt skemmtilegra en að veiða á stöng. Greinin bar heitið „Sitthvað frá laxveiðum Breta á Íslandi" og er skemmtileg heimild um hvernig var litið á veiðar útlendinga hér á þessum tíma, og nokkur fróðleikskorn fljóta með um veru útlendinga hér á landi í tengslum við stangveiði og víðar. Höfundurinn skrifar undir greinina með upphafsstöfum sínum V.M. og fer hér á eftir eins og hún leit út frá hendi höfundar 29. júní 1964.Kleópatra veiðir í Níl England hefur stundum verið nefnt föðurland sportveiðinnar. Er þá að vísu ekki hugsað mjög Iangt aftur í tímann, því að vitað er að bæði Forn-Egyptar og fleiri þjóðir iðkuðu stangveiði sér til skemmtunar. M. a. er til heimild um það, að Antonius og Kleópatra veiddu sér til skemmtunar í ósum Níl. En svo er lítið um heimildir um stangveiði í margar aldir. Það er ekki fyrr en á 14. eða 15. öld, sem nokkuð er að finna um þessa íþróttagrein, en þá virðist hún vera orðin all útbreitt „hobby" meðal heldra fólks í Englandi. Árið 1496 kom út fyrsta bókin sem vitað er um með vissu þar í Iandi, um þetta efni, en talið er að hún hafi verið samin upp úr eldri bókum, sem til hafa verið. Hún hét „Treatyse of Fyshynge with an Angle" og var eftir nunnu, sem hét Júliana Barnes. Áður, árið 1478, hafði komið út í Antwerpen smápési um veiði og veiðiaðferðir á stöng. Svo líða árin unz Izaak Walton kemur fram á sjónarsviðið, en hann er oft nefndur „faðir stangveiðinnar". Hann var fæddur árið 1593 og dó árið 1683. Bók hans, „The Compleat Angler" kom fyrst út árið 1653 og hefur síðan komið í meira en 300 útgáfum. Á hans tíma var stangveiðin orðin mjög útbreidd meðal efnafólks í Englandi og hefur verið það æ síðan. Á nítjándu öld, og ef til vill fyrr, fóru ýmsir efnaðir Englendingar að leita út fyrir landsteinana til laxveiða, m.a. til Noregs og Íslands. Ekki er vitað með fullri vissu hvenær þeir komu hingað fyrst, en líklegt er að það hafi verið um 1860. Kunnugt er að árið 1862 voru enskir veiðimenn í Grímsá í Borgarfirði og er talið að það séu þeir fyrstu á þeim slóðum, og ekki er vitað um aðra fyrr neins staðar á landinu. Upp úr því fóru þeir að koma hingað fleiri og fleiri á hverju sumri, bæði í Borgarfjarðarárnar, Elliðaárnar, Laxá í Aðaldal og víðar. Árið 1877 var Englendingur, sem Acroyd hét ásamt félögum sínum í Laxá í Aðaldal, og hefur hann skrifað bók um veiðimennsku sína, þar sem m.a. er sagt frá veiði hans í Laxá og ferð hans hingað til lands.Sæmundará Englendingar veiddu í Elliðaánum frá því fyrir aldamót og fram að heimsstyrjöldinni 1914, en hafa ekki verið þar síðan. Hins vegar höfðu brezkir menn nokkrar ár hér á leigu til skamms tíma. Má þar nefna R. N. Stúart ofursta, sem hafði Hrútafjarðará á leigu um langt árabil, og Fortescue, sem hafði Vatnsdalsá lengi, og ennfremur Fnjóská og Sæmundará í Skagafirði.Velkomnir Englendingar eru miklir sportmenn í veiðiskapnum. Veiðimenning er áreiðanlega hvergi á hærra stigi en þar í landi. Þeir eru lærifeður okkar í stangveiði. Við veru þeirra hér vaknaði áhugi landsmanna á þessari skemmtilegu og hollu íþrótt, og nú viljum við helzt hafa allar okkar veiðiár sjálfir. En enskir gestir, sem hingað koma og langar til að renna fyrir lax, ættu vegna gamalla tengsla að vera öllum öðrum velkomnari, enda er ávallt reynt að hliðra svo til, að þeir fái að renna einhvers staðar." Það má í lokin segja frá því að Tíminn, ásamt fleiri blöðum, birti myndir af hertoganum við Norðurá þann 2. júlí undir fyrirsögninni „Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng." Þar er að finna stórskemmtilega frásögn sem hér fylgir á eftir en hópurinn hélt til veiða eftir að hafa snætt hádegisverð í boði SVFR, en gestgjafinn var Óli J. Ólason, formaður félagsins. Hér er texti fréttarinnar: „Frá því kl. 8.30 í morgun hefur Philip prins, hertogi af Edinborg verið á ferð um Þingvelli og Borgarfjörð í þungbúnu veðri og rigningu. Samt hefur veður verið hlýtt. Eftir hádegisverð í skála Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Norðurá var rennt í ána í hinu bezta veiðiveðri og veiddi hertoginn níu punda lax, skömmu eftir að hann hóf veíðina í svonefndum Konungsstreng við Laxfoss. Í allt fékk hann 3 laxa. Upphaflega var ætlunin að hætta veiðum um klukkan 4,30, en þeim lauk ekki fyrr en klukkutíma síðar, vegna þess að hertoginn átti bágt með að slíta sig frá stað, þar sem allt var krökkt af laxi. Hertoginn kastaði flugu af mikilli kunnáttusemi. Sýndi líka veiði hans, að hann kunni vel til verks. Fréttamaður Tímans hefur það eftir beztu og áreiðanlegustu heimildum, að hertoginn átti bágt með að slíta sig frá ánni, og það var einungis vegna veiðiáhuga hans, sem dróst á langinn að hætta." Hér og hér má sjá myndir frá Norðurá þennan dag sem eru um margt forvitnilegar, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á veiði og blaðamennsku. En myndirnar skýra sig sjálfar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Árið 1964 kom hingað til lands Filippus prins, hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar II Bretlandsdrottningar. Þetta þótti fréttnæmt mjög á þeim tíma og fjölmiðlar gerðu heimsókn hans góð skil. Dagblaðið Vísir gaf út sérstakt aukablað þar sem fjallað var vítt og breitt um þessa grannþjóð okkar, og auðvitað fékk stangveiðin eina síðu. Tilefnið var að hertoganum bauðst að renna fyrir lax í Norðurá með forseta Íslands Ásgeiri Ásgeirssyni, sem þótti víst fátt skemmtilegra en að veiða á stöng. Greinin bar heitið „Sitthvað frá laxveiðum Breta á Íslandi" og er skemmtileg heimild um hvernig var litið á veiðar útlendinga hér á þessum tíma, og nokkur fróðleikskorn fljóta með um veru útlendinga hér á landi í tengslum við stangveiði og víðar. Höfundurinn skrifar undir greinina með upphafsstöfum sínum V.M. og fer hér á eftir eins og hún leit út frá hendi höfundar 29. júní 1964.Kleópatra veiðir í Níl England hefur stundum verið nefnt föðurland sportveiðinnar. Er þá að vísu ekki hugsað mjög Iangt aftur í tímann, því að vitað er að bæði Forn-Egyptar og fleiri þjóðir iðkuðu stangveiði sér til skemmtunar. M. a. er til heimild um það, að Antonius og Kleópatra veiddu sér til skemmtunar í ósum Níl. En svo er lítið um heimildir um stangveiði í margar aldir. Það er ekki fyrr en á 14. eða 15. öld, sem nokkuð er að finna um þessa íþróttagrein, en þá virðist hún vera orðin all útbreitt „hobby" meðal heldra fólks í Englandi. Árið 1496 kom út fyrsta bókin sem vitað er um með vissu þar í Iandi, um þetta efni, en talið er að hún hafi verið samin upp úr eldri bókum, sem til hafa verið. Hún hét „Treatyse of Fyshynge with an Angle" og var eftir nunnu, sem hét Júliana Barnes. Áður, árið 1478, hafði komið út í Antwerpen smápési um veiði og veiðiaðferðir á stöng. Svo líða árin unz Izaak Walton kemur fram á sjónarsviðið, en hann er oft nefndur „faðir stangveiðinnar". Hann var fæddur árið 1593 og dó árið 1683. Bók hans, „The Compleat Angler" kom fyrst út árið 1653 og hefur síðan komið í meira en 300 útgáfum. Á hans tíma var stangveiðin orðin mjög útbreidd meðal efnafólks í Englandi og hefur verið það æ síðan. Á nítjándu öld, og ef til vill fyrr, fóru ýmsir efnaðir Englendingar að leita út fyrir landsteinana til laxveiða, m.a. til Noregs og Íslands. Ekki er vitað með fullri vissu hvenær þeir komu hingað fyrst, en líklegt er að það hafi verið um 1860. Kunnugt er að árið 1862 voru enskir veiðimenn í Grímsá í Borgarfirði og er talið að það séu þeir fyrstu á þeim slóðum, og ekki er vitað um aðra fyrr neins staðar á landinu. Upp úr því fóru þeir að koma hingað fleiri og fleiri á hverju sumri, bæði í Borgarfjarðarárnar, Elliðaárnar, Laxá í Aðaldal og víðar. Árið 1877 var Englendingur, sem Acroyd hét ásamt félögum sínum í Laxá í Aðaldal, og hefur hann skrifað bók um veiðimennsku sína, þar sem m.a. er sagt frá veiði hans í Laxá og ferð hans hingað til lands.Sæmundará Englendingar veiddu í Elliðaánum frá því fyrir aldamót og fram að heimsstyrjöldinni 1914, en hafa ekki verið þar síðan. Hins vegar höfðu brezkir menn nokkrar ár hér á leigu til skamms tíma. Má þar nefna R. N. Stúart ofursta, sem hafði Hrútafjarðará á leigu um langt árabil, og Fortescue, sem hafði Vatnsdalsá lengi, og ennfremur Fnjóská og Sæmundará í Skagafirði.Velkomnir Englendingar eru miklir sportmenn í veiðiskapnum. Veiðimenning er áreiðanlega hvergi á hærra stigi en þar í landi. Þeir eru lærifeður okkar í stangveiði. Við veru þeirra hér vaknaði áhugi landsmanna á þessari skemmtilegu og hollu íþrótt, og nú viljum við helzt hafa allar okkar veiðiár sjálfir. En enskir gestir, sem hingað koma og langar til að renna fyrir lax, ættu vegna gamalla tengsla að vera öllum öðrum velkomnari, enda er ávallt reynt að hliðra svo til, að þeir fái að renna einhvers staðar." Það má í lokin segja frá því að Tíminn, ásamt fleiri blöðum, birti myndir af hertoganum við Norðurá þann 2. júlí undir fyrirsögninni „Hertoginn varð fengsæll í Konungsstreng." Þar er að finna stórskemmtilega frásögn sem hér fylgir á eftir en hópurinn hélt til veiða eftir að hafa snætt hádegisverð í boði SVFR, en gestgjafinn var Óli J. Ólason, formaður félagsins. Hér er texti fréttarinnar: „Frá því kl. 8.30 í morgun hefur Philip prins, hertogi af Edinborg verið á ferð um Þingvelli og Borgarfjörð í þungbúnu veðri og rigningu. Samt hefur veður verið hlýtt. Eftir hádegisverð í skála Stangaveiðifélags Reykjavíkur við Norðurá var rennt í ána í hinu bezta veiðiveðri og veiddi hertoginn níu punda lax, skömmu eftir að hann hóf veíðina í svonefndum Konungsstreng við Laxfoss. Í allt fékk hann 3 laxa. Upphaflega var ætlunin að hætta veiðum um klukkan 4,30, en þeim lauk ekki fyrr en klukkutíma síðar, vegna þess að hertoginn átti bágt með að slíta sig frá stað, þar sem allt var krökkt af laxi. Hertoginn kastaði flugu af mikilli kunnáttusemi. Sýndi líka veiði hans, að hann kunni vel til verks. Fréttamaður Tímans hefur það eftir beztu og áreiðanlegustu heimildum, að hertoginn átti bágt með að slíta sig frá ánni, og það var einungis vegna veiðiáhuga hans, sem dróst á langinn að hætta." Hér og hér má sjá myndir frá Norðurá þennan dag sem eru um margt forvitnilegar, sérstaklega fyrir þá sem hafa áhuga á veiði og blaðamennsku. En myndirnar skýra sig sjálfar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði