Lífið

Sjónarhornssprengja í Japan

gaman í japan Haukur (til vinstri) bregður á leik ásamt Guðmundi Birgi Halldórssyni, félaga sínum úr Reykjavík!.
gaman í japan Haukur (til vinstri) bregður á leik ásamt Guðmundi Birgi Halldórssyni, félaga sínum úr Reykjavík!.
„Þetta var alveg ótrúlegt," segir Haukur S. Magnússon úr rokksveitinni Reykjavík!. „Þú hefur ekki lifað fyrr en þú hefur verið á sviði með fimmtán síðhærðum japönskum stelpum að „headbanga" við músíkina þína."

Reykjavík! er nýkomin heim frá Japan þar sem hún flutti jaðarsöngleikinn Tickling Death Machines í borginni Kyoto ásamt Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannessyni úr dansflokknum Shalala og hljómsveitinni Lazyblood. „Þegar við frumsýndum verkefnið í Brussel í fyrra var þar staddur forstöðumaður japanskrar hátíðar, Kyoto Experiment, og hann vildi ólmur að við kæmum og settum upp þetta verk," segir Haukur, sem hafði mjög gaman af tímanum í Japan. „Japan er eins konar sjónarhornssprengja. Maður fær nýja sýn á allt."

Hann bætir því við að gamall draumur Reykjavíkur! hafi ræst með þessu ferðalagi. „Þegar við byrjuðum að spila settum við okkur þrjú markmið. Það fyrsta var að gera þrjár góðar plötur, það næsta að spila í útlöndum og það þriðja að spila í Japan. Ég held að markmiðið núna sé að spila aftur í Japan. Við erum ákaflega þakklátir Ernu fyrir samstarfið og þessi tækifæri sem hún hefur veitt okkur."- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×