Svörin og þögnin opna tvær leiðir 27. október 2012 06:00 Viðbrögð þjóðarinnar við spurningum um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir. Hvernig er réttast að halda á málinu í framhaldinu? Segja má að svör minnihlutans og þögn meirihlutans gefi tilefni til að velja milli tveggja meginleiða. Fyrri leiðin er einföld. Hún hefst við það sjónarhorn þar sem aðeins sjást svör þeirra sem sögðu annaðhvort já eða nei. Lausnin felst í því að lesa hlutfallið þar á milli. Úr þeim lestri fást afar skýr skilaboð. Þjóðin hefur ákveðið að hugmyndir stjórnlagaráðs verði óbreyttar að nýrri stjórnarskrá nema áformin um afnám þjóðkirkjunnar. Þegar þessi leið er farin getur stjórnarmeirihlutinn ekki boðið stjórnarandstöðunni til samtala um annað en tímalengd umræðna. Síðari leiðin er að sönnu krókóttari en gengur út frá því að horfa á allan kjósendahópinn. Meirihluti hans svaraði með þögninni. Flokkarnir náðu einfaldlega ekki til meirihluta þjóðarinnar. Stærsti minnihlutinn, um þriðjungur atkvæðisbærra manna, sagði já við spurningu ríkisstjórnarinnar. Annar minnihluti, aðeins um einn sjötti, var formlega á móti. Með því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill er þessi leið torsóttari. En spurningin er hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans. Vilji menn stjórnarskrá sem höfðar til víðari hóps en stærsta minnihluta kjósenda liggur beint við að velja þessa leið. Hún er vandrötuð og reynir á víðsýni og lipurð. Fyrrum formaður stjórnlagaráðs hefur nefnt slíka málsmeðferð sem möguleika í stöðunni. Ríkisstjórnin velur Ríkisstjórnin ræður leiðarvalinu. Stjórnarandstaðan hefur ekkert um það að segja. Hún þarf fyrst og fremst að draga fram þessa tvo kosti, gera ríkisstjórnina ábyrga fyrir valinu og bregðast við í samræmi við það. Reyndar bendir flest til að ríkisstjórnin hafi þegar valið fyrri leiðina. Það kallar á að Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum. Gallinn er sá að ólíklegt er að friður verði um stjórnarskrána með þessu móti. Hitt er ekki einfalt að höfða til þess meirihluta kjósenda sem ekki fékkst til að taka þátt í meðferð málsins á þeim forsendum sem fyrir lágu. En fari svo að ríkisstjórnin treysti sér í efnisumræður í þeim tilgangi, reynir fyrst á sáttavilja Sjálfstæðisflokksins. Sú leið verður líka flóknari fyrir forystumenn hans. En hún gæti orðið þjóðinni fyrir bestu. Eftir stendur að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram áður en flest stærstu álitamálin í hugmyndum stjórnlagaráðs voru brotin til mergjar. Það er einfalt fyrir meirihlutann á Alþingi að loka augunum fyrir þeirri staðreynd og afgreiða málið eins og æðri máttarvöld hafi sagt sitt síðasta orð. Verkurinn er hins vegar sá að það getur komið í bakið á mönnum síðar. Hugsanlegt er til að mynda að fyrri leiðin verði farin en stjórnarmeirihlutinn freistist til að túlka vilja stærsta minnihlutans eftir geðþótta til að mæta efasemdum sem smám saman koma fram þegar efnisumræða hefst um einstakar greinar og áhrif þeirra. Vísbendingar hafa komið fram um að málið geti endað í þessum farvegi. En þá verða allir endar lausir og hætt við að málið flosni upp. Það væri vondur kostur. Þess vegna skiptir máli að vanda leiðarvalið í byrjun. Enginn ríður feitum hesti Erlendis er alþekkt að þjóðaratkvæði snúist fremur um þær ríkisstjórnir sem í hlut eiga en þau málefni sem spurt er um. Þetta gerist í misríkum mæli en á vitaskuld við hér eins og annars staðar. Hvort hafði ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan betur í þessum almenna pólitíska skilningi? Ef einungis er litið á minnihlutann sem afstöðu tók er niðurstaðan afgerandi sigur fyrir ríkisstjórnina. Á hinn bóginn er það verulegt áfall fyrir hana að hafa ekki getað náð eyrum meirihluta þjóðarinnar með þetta mál sem hún hefur sjálf lýst sem stærsta viðfangsefni sínu og mesta máli lýðveldissögunnar. Sjálfstæðisflokknum mistókst að sama skapi að fá fólk til að greiða atkvæði á móti eins og hann mæltist til. Í ljósi þess að ríkisstjórnin var ekki tilbúin til málamiðlana var það afleikur af hans hálfu að leggja ekki strax fram skýran andkost. Það hefur trúlega dregið úr trúverðugleika afstöðunnar. Niðurstaðan er sú að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríða feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun
Viðbrögð þjóðarinnar við spurningum um stjórnarskrármálið liggja nú fyrir. Hvernig er réttast að halda á málinu í framhaldinu? Segja má að svör minnihlutans og þögn meirihlutans gefi tilefni til að velja milli tveggja meginleiða. Fyrri leiðin er einföld. Hún hefst við það sjónarhorn þar sem aðeins sjást svör þeirra sem sögðu annaðhvort já eða nei. Lausnin felst í því að lesa hlutfallið þar á milli. Úr þeim lestri fást afar skýr skilaboð. Þjóðin hefur ákveðið að hugmyndir stjórnlagaráðs verði óbreyttar að nýrri stjórnarskrá nema áformin um afnám þjóðkirkjunnar. Þegar þessi leið er farin getur stjórnarmeirihlutinn ekki boðið stjórnarandstöðunni til samtala um annað en tímalengd umræðna. Síðari leiðin er að sönnu krókóttari en gengur út frá því að horfa á allan kjósendahópinn. Meirihluti hans svaraði með þögninni. Flokkarnir náðu einfaldlega ekki til meirihluta þjóðarinnar. Stærsti minnihlutinn, um þriðjungur atkvæðisbærra manna, sagði já við spurningu ríkisstjórnarinnar. Annar minnihluti, aðeins um einn sjötti, var formlega á móti. Með því að menn vita ekki hvað meirihlutinn vill er þessi leið torsóttari. En spurningin er hvort skynsamlegt sé að líta svo á að meirihlutinn sé svo hugsunarlaus og skoðanalaus um þessi efni að ekki eigi að gera tilraun til að ná til hans. Vilji menn stjórnarskrá sem höfðar til víðari hóps en stærsta minnihluta kjósenda liggur beint við að velja þessa leið. Hún er vandrötuð og reynir á víðsýni og lipurð. Fyrrum formaður stjórnlagaráðs hefur nefnt slíka málsmeðferð sem möguleika í stöðunni. Ríkisstjórnin velur Ríkisstjórnin ræður leiðarvalinu. Stjórnarandstaðan hefur ekkert um það að segja. Hún þarf fyrst og fremst að draga fram þessa tvo kosti, gera ríkisstjórnina ábyrga fyrir valinu og bregðast við í samræmi við það. Reyndar bendir flest til að ríkisstjórnin hafi þegar valið fyrri leiðina. Það kallar á að Sjálfstæðisflokkurinn leggi fram heildstætt frumvarp að endurskoðaðri stjórnarskrá og geri kröfu um að þjóðin fái að velja á milli tveggja kosta samhliða næstu alþingiskosningum. Slíkri kröfu er ekki unnt að hafna málefnalega í ljósi þess að meirihluti kjósenda hefur ekki lýst viðhorfum sínum. Gallinn er sá að ólíklegt er að friður verði um stjórnarskrána með þessu móti. Hitt er ekki einfalt að höfða til þess meirihluta kjósenda sem ekki fékkst til að taka þátt í meðferð málsins á þeim forsendum sem fyrir lágu. En fari svo að ríkisstjórnin treysti sér í efnisumræður í þeim tilgangi, reynir fyrst á sáttavilja Sjálfstæðisflokksins. Sú leið verður líka flóknari fyrir forystumenn hans. En hún gæti orðið þjóðinni fyrir bestu. Eftir stendur að þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram áður en flest stærstu álitamálin í hugmyndum stjórnlagaráðs voru brotin til mergjar. Það er einfalt fyrir meirihlutann á Alþingi að loka augunum fyrir þeirri staðreynd og afgreiða málið eins og æðri máttarvöld hafi sagt sitt síðasta orð. Verkurinn er hins vegar sá að það getur komið í bakið á mönnum síðar. Hugsanlegt er til að mynda að fyrri leiðin verði farin en stjórnarmeirihlutinn freistist til að túlka vilja stærsta minnihlutans eftir geðþótta til að mæta efasemdum sem smám saman koma fram þegar efnisumræða hefst um einstakar greinar og áhrif þeirra. Vísbendingar hafa komið fram um að málið geti endað í þessum farvegi. En þá verða allir endar lausir og hætt við að málið flosni upp. Það væri vondur kostur. Þess vegna skiptir máli að vanda leiðarvalið í byrjun. Enginn ríður feitum hesti Erlendis er alþekkt að þjóðaratkvæði snúist fremur um þær ríkisstjórnir sem í hlut eiga en þau málefni sem spurt er um. Þetta gerist í misríkum mæli en á vitaskuld við hér eins og annars staðar. Hvort hafði ríkisstjórnin eða stjórnarandstaðan betur í þessum almenna pólitíska skilningi? Ef einungis er litið á minnihlutann sem afstöðu tók er niðurstaðan afgerandi sigur fyrir ríkisstjórnina. Á hinn bóginn er það verulegt áfall fyrir hana að hafa ekki getað náð eyrum meirihluta þjóðarinnar með þetta mál sem hún hefur sjálf lýst sem stærsta viðfangsefni sínu og mesta máli lýðveldissögunnar. Sjálfstæðisflokknum mistókst að sama skapi að fá fólk til að greiða atkvæði á móti eins og hann mæltist til. Í ljósi þess að ríkisstjórnin var ekki tilbúin til málamiðlana var það afleikur af hans hálfu að leggja ekki strax fram skýran andkost. Það hefur trúlega dregið úr trúverðugleika afstöðunnar. Niðurstaðan er sú að hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan ríða feitum hesti frá þessari atkvæðagreiðslu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun