Handbolti

Sigfús biðst afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson, leikmaður Vals hefur beðist afsökunar á ummælum sínum eftir tap Vals á móti Fram í N1 deild karla í gær en hann gagnrýndi þar dómara leiksins þá Arnar Sigurjónsson og Svavar Ólaf Pétursson.

Fram vann leikinn 30-28 og þar með varð það nokkuð ljóst að Valsmenn missa af úrslitakeppninni annað árið í röð.

Sigfús Sigurðsson birti afsökunarbeiðni sína inn á heimasíðu HSÍ í kvöld.



Afsökunarbeiðni

Ég Sigfús Sigurðsson harma þau ummæli sem ég hafði eftir leik Fram og Vals sunnudaginn 11.03.2012.

Þau orð sem voru látin falla voru íþróttinni ekki til framdráttar og voru sögð í reiði og hugsunarleysi.

Bið ég hluteigandi afsökunar á þessu.

Kveðja Sigfús




Fleiri fréttir

Sjá meira


×