Handbolti

FH-ingar unnu léttan sigur á botnliði Gróttu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
FH-ingar endurheimtu toppsætið með öruggum þrettán marka sigur á Gróttu, 31-18, í N1 deild karla í kvöld en Haukar voru klukkutíma á toppnum eftir sigur á Akureyri fyrr í kvöld. FH-ingar tóku öll völd í fyrri hálfleik og féllu ekki sömu gryfju og nágrannar þeirra á dögunum.

Grótta kom öllum á óvart með því að vinna Hauka í síðustu umferð en FH-ingar voru koma til bara eftir sárgrætilegt tap á móti Valsmönnum. Það var ekkert vanmat hjá Íslandsmeisturunum sem áttu ekki miklum vandræðum með botnliðið.

FH komst í 6-2 og 11-6 og var átta mörkum yfir í hálfleik, 15-7. Gróttumenn gáfust síðan upp fljótlega í seinni hálfleik, FH-ingar gengu á lagið og unnu að lokum þrettán marka stórsigur.

FH - Grótta 31-18 (15-7)

Mörk FH: Hjalti Pálmason 10, Ólafur Gústafsson 6, Þorkell Magnússon 4, Ragnar Jóhannsson 3, Ari Magnús þorgeirsson 2, Ísak Rafnsson 2, Atli Rúnar Steinþórsson 2, Örn Ingi Bjarkason 1, Halldór Guðjónsson 1.

Mörk Gróttu: Benedikt Reynir Kristinsson 4, Jóhann Gísli Jóhannesson 3, Þorgrímur Smári Ólafsson 3, Davíð Hlöðversson 2, Þráinn Orri Orri Jónsson 2, Vilhjálmur Geir Hauksson 1, Þórir Jökull Finnbogason 1, Óttar Steingrímsson 1, Ólafur Ægir Ólafsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×