Úr hlekkjum launaleyndar Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. mars 2012 06:00 Það var einhvern tímann á blautvoðungs tímabilinu mínu hér á Suður-Spáni að ég sat með nokkrum félögum á krá og sötraði öl. Allt var eins og best var á kosið uns einn félagi minn snýr sér að mér og spyr án nokkurra vafninga: „Hvað þénar þú mikið á mánuði, Jón?" Mig rak í rogastans. Ég var alinn upp við hina íslensku og römmu launaleynd sem lagði slík álög á talfæri manna að þau ráku fyrr rekkjuraunir viðkomandi en að gaspra um launamál. Það var meira að segja slíkur öryggisventill á þessari launaleynd að menn misstu ekkert launatengt upp úr sér jafnvel þótt þeir yrðu ofurölvi. Þetta er bara einkamál, ja, það er að segja einkamál hvers og eins og síðan yfirmannsins. Ég skildi mætavel af hverju vinnuveitendur fara fram á slíkt en mig undraði oft hversu hlýðnir menn voru við að fylgja þessu eftir. Þannig að einn daginn varð ég svona launatabúmaður líka þar til ég koma hingað til Spánar þar sem ríkir hin mesta launaléttúð. Þessi launaléttúð er mönnum svo geðgróin að meira segja fjölmiðlamenn geta rekið míkrófóna og kamerur framan í fólk á förnum vegi og spurt hvað það hefur í laun á mánuði. Reyndar er þetta alveg ótrúlegt miðað við það að alla jafna eru Spánverjar mun uppskrúfaðri en við Íslendingar svo ég leyfi mér nú smá pólitíska ranghugsun. Skýringuna á þessari spænsku léttúð er kannski að finna í töxtunum sem hér eru látnir tala út um flest launamál. Eins segja launin oft ekki alla söguna hér því margir eiga nefnilega jarðir sem gefa meira af sér en vinnan og svo eiga aðrir afaarf, sem svo er kallaður. Þannig er mál með vexti að hér í Andalúsíu er til stereótýpa, en þær segja oft sína sögu, sem kölluð er „afi átti." Dæmigerður „afi átti" er maður í benetton skyrtu, Levi"s buxum og ítölskum leðurskóm. Hann hefur aldrei fengið skít undir nögl og hann talar oft og mikið um ríkidæmi ættarinnar. Í janúar hóf ég vinnu í einkageiranum hér syðra og byrjuðu leikar með miklu launaþjarki. Engar kvaðir voru þó settar á túllann. Að þjarki loknu brá ég mér á Azahara krána, hitti þar fyrir nokkra kollega og sagði frá málalokum. Og vitið þið hvað? Það var bara verulega hressandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það var einhvern tímann á blautvoðungs tímabilinu mínu hér á Suður-Spáni að ég sat með nokkrum félögum á krá og sötraði öl. Allt var eins og best var á kosið uns einn félagi minn snýr sér að mér og spyr án nokkurra vafninga: „Hvað þénar þú mikið á mánuði, Jón?" Mig rak í rogastans. Ég var alinn upp við hina íslensku og römmu launaleynd sem lagði slík álög á talfæri manna að þau ráku fyrr rekkjuraunir viðkomandi en að gaspra um launamál. Það var meira að segja slíkur öryggisventill á þessari launaleynd að menn misstu ekkert launatengt upp úr sér jafnvel þótt þeir yrðu ofurölvi. Þetta er bara einkamál, ja, það er að segja einkamál hvers og eins og síðan yfirmannsins. Ég skildi mætavel af hverju vinnuveitendur fara fram á slíkt en mig undraði oft hversu hlýðnir menn voru við að fylgja þessu eftir. Þannig að einn daginn varð ég svona launatabúmaður líka þar til ég koma hingað til Spánar þar sem ríkir hin mesta launaléttúð. Þessi launaléttúð er mönnum svo geðgróin að meira segja fjölmiðlamenn geta rekið míkrófóna og kamerur framan í fólk á förnum vegi og spurt hvað það hefur í laun á mánuði. Reyndar er þetta alveg ótrúlegt miðað við það að alla jafna eru Spánverjar mun uppskrúfaðri en við Íslendingar svo ég leyfi mér nú smá pólitíska ranghugsun. Skýringuna á þessari spænsku léttúð er kannski að finna í töxtunum sem hér eru látnir tala út um flest launamál. Eins segja launin oft ekki alla söguna hér því margir eiga nefnilega jarðir sem gefa meira af sér en vinnan og svo eiga aðrir afaarf, sem svo er kallaður. Þannig er mál með vexti að hér í Andalúsíu er til stereótýpa, en þær segja oft sína sögu, sem kölluð er „afi átti." Dæmigerður „afi átti" er maður í benetton skyrtu, Levi"s buxum og ítölskum leðurskóm. Hann hefur aldrei fengið skít undir nögl og hann talar oft og mikið um ríkidæmi ættarinnar. Í janúar hóf ég vinnu í einkageiranum hér syðra og byrjuðu leikar með miklu launaþjarki. Engar kvaðir voru þó settar á túllann. Að þjarki loknu brá ég mér á Azahara krána, hitti þar fyrir nokkra kollega og sagði frá málalokum. Og vitið þið hvað? Það var bara verulega hressandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun