Veiðimenn nær hættir að sleppa laxi í Fáskrúð í Dölum Svavar Hávarðsson skrifar 1. desember 2012 00:56 Efsti veiðistaðurinn í Fáskrúð er Katlafossar en þeir eru kenndir við sérstakt náttúrufyrirbrigði, skessukatla sem þarna eru við ána. Skammt frá Katlafossum er eyðibýlið Ljárskógasel en þangað átti skáldið Jóhannes Jónsson ættir sínar að rekja en hann kenndi sig við Katlana og skáldanafn hans var Jóhannes úr Kötlum. Heimild: Heimasíða SVFR Mynd/Loftur Atli Eiríksson Það fer jafnan lítið fyrir fréttum af Fáskrúð í Dölum. Áin á upptök á svokallaðri Gaflfellsheiði og fellur til sjávar um 10 kílómetra norðan við Búðardal. Áin er um það bil 25 kílómetra löng og vatnasviðið 32 ferkílómetrar. Nafngiftin verður ekki útskýrð hér, en sögur segja að veiðisvæðið eigi betra skilið – það sé reyndar afar fallegt að stærstum hluta. Áin er veidd með tveimur til þremur stöngum og SVFR hefur til ráðstöfunar 50% veiðitímans á móti SVFA eða aðra hverja sex daga. 36 merktir veiðistaðir eru í Fáskrúð frá sjó og rétt upp fyrir Katlafossa þangað sem áin er fiskgeng. Í Fáskrúð skiptast á skemmtilegir fluguveiðistaðir og staðir sem henta vel til veiða með maðki, eins og segir á vef SVFR. Í sumar gaf áin 157 laxa sem er vel undir meðaltali síðasta áratugar, en til dæmis gaf Fáskrúð 520 laxa sumarið 2010 þegar laxagöngur og veiði var upp á það besta. Í skýrslu árnefndar, sem er að finna í nýútkominni ársskýrslu SVFR, er vikið að einu og öðru er varðar veiðina í ánni en þar koma fram áhyggjur árnefndarmanna af því hversu fáum veiddum löxum var sleppt aftur í ána í sumar. Reyndar er vart talandi um að veiðimenn hafi sleppt löxum aftur því aðeins fjórir laxar af þessum 157 sem létu glepjast af agni veiðimanna var gefið líf. Það mun vera 2,5% af sumarveiðinni. Litlu fleiri löxum var sleppt sumarið 2011 þegar níu löxum af 248 laxa veiði var sleppt aftur (3,6%). Þetta getur átt sér margar skýringar en vekur samt furðu þegar litið er til áranna á undan þegar allt annað var upp á teningnum. Sumarið 2010 var nefnilega 23,5% veiddra laxa sleppt – eða 123 löxum af 523. Sumarið 2009 var 58 löxum sleppt af 331 laxi sem veiddist um sumarið (17,5%). Jóhannes Vilhjálmsson, sem skrifar skýrsluna fyrir hönd árnefndarinnar, segir þetta vera „grátlega lítið" og valdi miklum vonbrigðum. Hann bætir jafnframt við að þróunin sé „dapurleg." Kannski er skýringin sú að hlutfallslega fleiri laxar hafi veiðst á maðk þetta sumarið en 2009 og 2010, en um það hefur Veiðivísir ekki upplýsingar. Hins vegar kemur fram að aðeins 33 laxar veiddust á flugu í sumar á móti 119 löxum á maðk. Fimm veiddust á spún. Hlutföllin eru ekkert ósvipuð sumarið 2011, en þó nokkuð fleiri veiddust þá á flugu. Að þessu sögðu er vert að benda á eftirfarandi texta á heimasíðu SVFR: „Kvóti er á veiði, 3 laxar á stöng á dag. Eftir það má veiða og sleppa. Jafnframt eru veiðimenn hvattir til að sleppa enn frekar laxi þegar komið er fram í september. Seiðabúskapur árinnar er ekki eins og best verður á kosið og þetta er afar mikilvægt til að viðhalda stofni árinnar." Í skýrslu árnefndar kemur fram, og er orðið kunnuglegt, að veiðin fór ágætlega af stað. Júlí gaf 84 laxa. Hins vegar segir í skýrslu árnefndar að septembermánuður hafi verið sá daprasti um árabil og rýmar vel við sögur frá fleiri ám á svæðinu þar sem smálaxagöngur létu einfaldlega ekki sjá sig. Í ljósi hvatningar SVFR hér að ofan um sleppingar í september verður samt að geta þess að af 33 löxum sem veiddust þó þann mánuðinn var aðeins einn sem fékk líf; veiddust þó níu á flugu. Engum laxi var sleppt í ágúst en þremur í júlí af 84 löxum, eins og áður sagði. Samkvæmt fréttum sumarsins var það opnunarhollið sem sleppti þessum löxum, sem þýðir að eftir að fyrsta hollið kvaddi Fáskrúð þá var einum laxi sleppt út tímabilið. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði
Það fer jafnan lítið fyrir fréttum af Fáskrúð í Dölum. Áin á upptök á svokallaðri Gaflfellsheiði og fellur til sjávar um 10 kílómetra norðan við Búðardal. Áin er um það bil 25 kílómetra löng og vatnasviðið 32 ferkílómetrar. Nafngiftin verður ekki útskýrð hér, en sögur segja að veiðisvæðið eigi betra skilið – það sé reyndar afar fallegt að stærstum hluta. Áin er veidd með tveimur til þremur stöngum og SVFR hefur til ráðstöfunar 50% veiðitímans á móti SVFA eða aðra hverja sex daga. 36 merktir veiðistaðir eru í Fáskrúð frá sjó og rétt upp fyrir Katlafossa þangað sem áin er fiskgeng. Í Fáskrúð skiptast á skemmtilegir fluguveiðistaðir og staðir sem henta vel til veiða með maðki, eins og segir á vef SVFR. Í sumar gaf áin 157 laxa sem er vel undir meðaltali síðasta áratugar, en til dæmis gaf Fáskrúð 520 laxa sumarið 2010 þegar laxagöngur og veiði var upp á það besta. Í skýrslu árnefndar, sem er að finna í nýútkominni ársskýrslu SVFR, er vikið að einu og öðru er varðar veiðina í ánni en þar koma fram áhyggjur árnefndarmanna af því hversu fáum veiddum löxum var sleppt aftur í ána í sumar. Reyndar er vart talandi um að veiðimenn hafi sleppt löxum aftur því aðeins fjórir laxar af þessum 157 sem létu glepjast af agni veiðimanna var gefið líf. Það mun vera 2,5% af sumarveiðinni. Litlu fleiri löxum var sleppt sumarið 2011 þegar níu löxum af 248 laxa veiði var sleppt aftur (3,6%). Þetta getur átt sér margar skýringar en vekur samt furðu þegar litið er til áranna á undan þegar allt annað var upp á teningnum. Sumarið 2010 var nefnilega 23,5% veiddra laxa sleppt – eða 123 löxum af 523. Sumarið 2009 var 58 löxum sleppt af 331 laxi sem veiddist um sumarið (17,5%). Jóhannes Vilhjálmsson, sem skrifar skýrsluna fyrir hönd árnefndarinnar, segir þetta vera „grátlega lítið" og valdi miklum vonbrigðum. Hann bætir jafnframt við að þróunin sé „dapurleg." Kannski er skýringin sú að hlutfallslega fleiri laxar hafi veiðst á maðk þetta sumarið en 2009 og 2010, en um það hefur Veiðivísir ekki upplýsingar. Hins vegar kemur fram að aðeins 33 laxar veiddust á flugu í sumar á móti 119 löxum á maðk. Fimm veiddust á spún. Hlutföllin eru ekkert ósvipuð sumarið 2011, en þó nokkuð fleiri veiddust þá á flugu. Að þessu sögðu er vert að benda á eftirfarandi texta á heimasíðu SVFR: „Kvóti er á veiði, 3 laxar á stöng á dag. Eftir það má veiða og sleppa. Jafnframt eru veiðimenn hvattir til að sleppa enn frekar laxi þegar komið er fram í september. Seiðabúskapur árinnar er ekki eins og best verður á kosið og þetta er afar mikilvægt til að viðhalda stofni árinnar." Í skýrslu árnefndar kemur fram, og er orðið kunnuglegt, að veiðin fór ágætlega af stað. Júlí gaf 84 laxa. Hins vegar segir í skýrslu árnefndar að septembermánuður hafi verið sá daprasti um árabil og rýmar vel við sögur frá fleiri ám á svæðinu þar sem smálaxagöngur létu einfaldlega ekki sjá sig. Í ljósi hvatningar SVFR hér að ofan um sleppingar í september verður samt að geta þess að af 33 löxum sem veiddust þó þann mánuðinn var aðeins einn sem fékk líf; veiddust þó níu á flugu. Engum laxi var sleppt í ágúst en þremur í júlí af 84 löxum, eins og áður sagði. Samkvæmt fréttum sumarsins var það opnunarhollið sem sleppti þessum löxum, sem þýðir að eftir að fyrsta hollið kvaddi Fáskrúð þá var einum laxi sleppt út tímabilið. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Stórlaxar síðustu daga Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði