Stefán Geir Stefánsson er nýr starfsmaður þjónustudeildar Glerborgar. „Ég stýri þjónustudeildinni hér hjá Glerborg. Í því felst að gefa góð ráð til viðskiptavina okkar og meta aðstæður þegar kemur að glugga- og glerskiptum. Einnig að sjá um mælinga- og ísetningarþjónustuna,“ segir hann.
Þjónusta Glerborgar einskorðast ekki við höfuðborgarsvæðið. „Við erum í samstarfi við góða aðila úti á landi varðandi mælingar og ísetningarþjónustu. Það mætti segja að við séum með lykilmenn í hverjum fjórðungi.“
Stefán Geir hefur starfað í byggingariðnaðinum í áratugi og veit hvað hann syngur þegar kemur að gluggum og gluggasmíði. „Ég var lengi verkstjóri í stærstu hurða- og gluggaverksmiðju landsins. Þannig að ég hef séð einn eða tvo glugga áður,“ segir Stefán Geir í gamansömum tón.
Nú í vor fagnar Glerborg 40 ára afmæli sínu og í tilefni þess hafa söluskrifstofur verið endurnýjaðar og nýr og glæsilegur sýningarsalur opnaður að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.
Bætt þjónusta í Glerborg
