Lífið

10cc spila í Háskólabíó á laugardaginn

Nú fer að styttast í  að hljómsveitin 10cc haldi tónleika á Íslandi. Þeir stíga á stokk í Háskólabíói laugardaginn 21. apríl. 

Forsprakki sveitarinnar Graham Gouldman var byrjaður að dæla út (semja) smellum fyrir aðra áður en hljómsveitin hóf göngu sína en hann var aðeins sautján ára þegar hann náði fyrsta laginu sínu í efsta sæti breska vinsældarlistans með lagið No Milk Today sem Herman Hermits gerði vinsælt.

Svo komu lög eins og Bus Stop, sem Hollies fluttu, For Your Love og Heart Full of Soul sem Yardbirds (Eric Clapton gítar) fluttu og fleiri lög sem Graham samdi fyrir aðra.

10cc munu hita upp fyrir sjálfa sig á hljómleikunum í Háskólabíói en þeir munu spila órafmagnað mörg þeirra laga sem Graham Gouldman samdi fyrir aðra áður en hann stofnaði 10cc.

Hljómleikarnir hefjast klukkan 20:00.  Miðasala á midi.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.