Lestu þetta ef þú finnur fyrir bakverkjum 15. febrúar 2012 15:30 Pilates æfingar gætu verið svar þitt við verkjalausu lífi að sögn Helgu. „Pilates æfingar eru einstaklega góð leið til að styrkja stoðkerfið. Allar æfingar styrkja kvið- mjóbak og rass og lærvöðva. Æfingakerfið byggist á því að styrkja líkamann innan frá og út. Það má líkja þessu saman við byggingu húss. Það er ekki hægt að byrja á því að smíða þakið. Það verður að byrja á grunninum og það er hugsunin í Pilates æfingunum, grunnurinn verður að vera sterkur," útskýrir Helga Lind Björgvinsdóttir, Body Control Pilates kennari í Hreyfingu, en hún segist verða vitni af því á hverju námskeiði að fólk sem hefur átt við langvinn bakvandamál að stríða verður verkjalaust eftir ástundun Pilates æfinga.Áhersla lögð á rétta tækni „Fólk sem stundar Pilates æfingar lærir að beita líkamanum á áhrifaríkan hátt sem nýtist í öllum daglegum hreyfingum og einnig í annarskonar líkamsþjálfun. Djúpvöðvaþjálfunin sem Pilates byggist að miklu leyti á er geysilega áhrifarík þjálfun sem getur gjörbreytt líkamsvitund, líkamsstöðu og líkamsbeitingu fólks. Æfingarnar eru framkvæmdar á rólegan máta og mikil áhersla lögð á rétta tækni. Pilates æfingakerfið er byggt upp á einstakan hátt og myndar fullkomið jafnvægi á milli styrks og liðleika sem hefur þau áhrif að vöðvar lengjast og meiðslahætta minnkar," segir hún og tekur sérstaklega fram að fólk sem hefur þjáðst af liðverkjum hefur talað um að hafa verkirnir minnkuðu til muna eftir að það hóf að stunda þessar æfingar. Öndun er einnig þýðingarmikill þáttur í æfingakerfinu sem eykur súrefnisflæði til vöðvanna og losar um streitu.Milljónir manna stunda Pilates „Pilates æfingarnar hafa verið stundaðar síðan á miðri 20. öldinni. Joseph Pilates, þjóðverji nokkur hannaði æfingakerfið sem þótti mikil bylting á þeim tíma og varð afar vinsælt hjá dönsurum og fimleikafólki. Í dag stunda milljónir manna Pilates um allan heim og ekkert lát á vinsældum þess, enda ekki að undra því þetta æfingakerfi hefur löngu sannað sig sem eitt það vandaðasta og áhrifaríkasta sem fyrir finnst og ég mæli eindregið með því að fólk sem hefur verið að glíma við þráláta bakverki komi og prófi." Heilsa Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
„Pilates æfingar eru einstaklega góð leið til að styrkja stoðkerfið. Allar æfingar styrkja kvið- mjóbak og rass og lærvöðva. Æfingakerfið byggist á því að styrkja líkamann innan frá og út. Það má líkja þessu saman við byggingu húss. Það er ekki hægt að byrja á því að smíða þakið. Það verður að byrja á grunninum og það er hugsunin í Pilates æfingunum, grunnurinn verður að vera sterkur," útskýrir Helga Lind Björgvinsdóttir, Body Control Pilates kennari í Hreyfingu, en hún segist verða vitni af því á hverju námskeiði að fólk sem hefur átt við langvinn bakvandamál að stríða verður verkjalaust eftir ástundun Pilates æfinga.Áhersla lögð á rétta tækni „Fólk sem stundar Pilates æfingar lærir að beita líkamanum á áhrifaríkan hátt sem nýtist í öllum daglegum hreyfingum og einnig í annarskonar líkamsþjálfun. Djúpvöðvaþjálfunin sem Pilates byggist að miklu leyti á er geysilega áhrifarík þjálfun sem getur gjörbreytt líkamsvitund, líkamsstöðu og líkamsbeitingu fólks. Æfingarnar eru framkvæmdar á rólegan máta og mikil áhersla lögð á rétta tækni. Pilates æfingakerfið er byggt upp á einstakan hátt og myndar fullkomið jafnvægi á milli styrks og liðleika sem hefur þau áhrif að vöðvar lengjast og meiðslahætta minnkar," segir hún og tekur sérstaklega fram að fólk sem hefur þjáðst af liðverkjum hefur talað um að hafa verkirnir minnkuðu til muna eftir að það hóf að stunda þessar æfingar. Öndun er einnig þýðingarmikill þáttur í æfingakerfinu sem eykur súrefnisflæði til vöðvanna og losar um streitu.Milljónir manna stunda Pilates „Pilates æfingarnar hafa verið stundaðar síðan á miðri 20. öldinni. Joseph Pilates, þjóðverji nokkur hannaði æfingakerfið sem þótti mikil bylting á þeim tíma og varð afar vinsælt hjá dönsurum og fimleikafólki. Í dag stunda milljónir manna Pilates um allan heim og ekkert lát á vinsældum þess, enda ekki að undra því þetta æfingakerfi hefur löngu sannað sig sem eitt það vandaðasta og áhrifaríkasta sem fyrir finnst og ég mæli eindregið með því að fólk sem hefur verið að glíma við þráláta bakverki komi og prófi."
Heilsa Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira