Skartgripaafleiða Þórður Snær Júlíusson skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Hinn 6. október 2008 ákvað Seðlabanki Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra, um 80 milljarða króna. Lánið var upphaflega til fjögurra daga og sem veð voru tekin öll hlutabréf Kaupþings í danska bankanum FIH. Í bók Árna Mathiesen „Frá bankahruni til byltingar" segir að Seðlabankinn hafi „látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að það voru engir peningar eftir í Seðlabankanum". Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósinu sama dag og lánið var veitt að hann „réttlæti það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka […] Ég get sagt það kinnroðalaust". Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði daginn eftir í sama þætti að ef lánið fengist ekki greitt þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH". Kaupþing féll þremur dögum síðar. Síðar hefur komið í ljós að FIH bankinn var ekki jafnmikill klettur í hafinu og menn vildu meina. Bankinn þurfti að fá fyrirgreiðslu upp á tæpa 1.100 milljarða króna frá danska ríkinu sumarið 2009. Í september 2010 seldi Seðlabanki Íslands FIH, m.a. vegna þess að hann taldi raunverulega hættu á að FIH yrði tekinn yfir af dönskum stjórnvöldum. Við það hefði veð hans í bankanum orðið verðlaust. FIH var, í orði, seldur fyrir 109 milljarða króna. Það virtist því ætla að verða góður hagnaður af þessum viðskiptum. Á borði fékk Seðlabankinn hins vegar um 41 milljarð króna staðgreiddan og afganginn, um 68 milljarða króna, lánaði Seðlabankinn nýjum eigendum fram til loka ársins 2014. Seljendalánið ber enga vexti. Auk þess var samþykkt að allar afskriftir vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH þegar bankinn var seldur myndu dragast frá láninu. Að lokum var ákvæði um að ef rúmlega helmingshlutur sem FIH á óbeint í skartgripaframleiðandanum Pandoru myndi aukast að verðgildi rynni það til Seðlabankans. Síðan þessi kaupsamningur var gerður hefur FIH afskrifað um 48 milljarða króna, eða um 70% af seljendaláninu. Talið er líklegt að afskriftunum sé ekki að fullu lokið. Í ljós kom að útlán bankans voru fjarri því að vera jafntrygg og af var látið. Það á sérstaklega við um lán til félaga í fasteignarekstri eða byggingariðnaði. Berlingske Tidende sagði í fyrra að FIH hefði verið peningabaukur fyrir áhættufjárfesta í þessum geirum, sem gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn, á meðan bankinn var í eigu Kaupþings. Flestallir meðlimir klúbbsins eru gjaldþrota í dag. Seðlabankinn reiknaði ætlaðan söluhagnað vegna hlutabréfa FIH í Pandoru inn í tilkynnt kaupverð þegar hann seldi bankann. Í því reikningsdæmi var áætlað virði bréfanna við sölu um 26 milljarðar króna. Það er nú um sjö milljarðar króna. Í dag er því tugmilljarða króna tapstaða á aðkomu Seðlabankans að FIH. Það eina sem gæti lagað þá tapstöðu eitthvað er að bréf í skartgripaframleiðanda hækki gífurlega fram til loka árs 2014. Seðlabankinn á í raun afleiðu sem sveiflast til og frá eftir því hvernig Pandoru gengur að selja skartgripi. Það má vel velta fyrir sér hvort það sé ásættanlegt veðmál fyrir Seðlabanka að taka þátt í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Hinn 6. október 2008 ákvað Seðlabanki Íslands að lána Kaupþingi 500 milljónir evra, um 80 milljarða króna. Lánið var upphaflega til fjögurra daga og sem veð voru tekin öll hlutabréf Kaupþings í danska bankanum FIH. Í bók Árna Mathiesen „Frá bankahruni til byltingar" segir að Seðlabankinn hafi „látið Kaupþing hafa allan gjaldeyrisforðann sem þeir voru með hérna heima þannig að það voru engir peningar eftir í Seðlabankanum". Sigurður Einarsson, þáverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í Kastljósinu sama dag og lánið var veitt að hann „réttlæti það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu vegna þess að þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka […] Ég get sagt það kinnroðalaust". Davíð Oddsson, þáverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði daginn eftir í sama þætti að ef lánið fengist ekki greitt þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH". Kaupþing féll þremur dögum síðar. Síðar hefur komið í ljós að FIH bankinn var ekki jafnmikill klettur í hafinu og menn vildu meina. Bankinn þurfti að fá fyrirgreiðslu upp á tæpa 1.100 milljarða króna frá danska ríkinu sumarið 2009. Í september 2010 seldi Seðlabanki Íslands FIH, m.a. vegna þess að hann taldi raunverulega hættu á að FIH yrði tekinn yfir af dönskum stjórnvöldum. Við það hefði veð hans í bankanum orðið verðlaust. FIH var, í orði, seldur fyrir 109 milljarða króna. Það virtist því ætla að verða góður hagnaður af þessum viðskiptum. Á borði fékk Seðlabankinn hins vegar um 41 milljarð króna staðgreiddan og afganginn, um 68 milljarða króna, lánaði Seðlabankinn nýjum eigendum fram til loka ársins 2014. Seljendalánið ber enga vexti. Auk þess var samþykkt að allar afskriftir vegna eigna sem voru á efnahagsreikningi FIH þegar bankinn var seldur myndu dragast frá láninu. Að lokum var ákvæði um að ef rúmlega helmingshlutur sem FIH á óbeint í skartgripaframleiðandanum Pandoru myndi aukast að verðgildi rynni það til Seðlabankans. Síðan þessi kaupsamningur var gerður hefur FIH afskrifað um 48 milljarða króna, eða um 70% af seljendaláninu. Talið er líklegt að afskriftunum sé ekki að fullu lokið. Í ljós kom að útlán bankans voru fjarri því að vera jafntrygg og af var látið. Það á sérstaklega við um lán til félaga í fasteignarekstri eða byggingariðnaði. Berlingske Tidende sagði í fyrra að FIH hefði verið peningabaukur fyrir áhættufjárfesta í þessum geirum, sem gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn, á meðan bankinn var í eigu Kaupþings. Flestallir meðlimir klúbbsins eru gjaldþrota í dag. Seðlabankinn reiknaði ætlaðan söluhagnað vegna hlutabréfa FIH í Pandoru inn í tilkynnt kaupverð þegar hann seldi bankann. Í því reikningsdæmi var áætlað virði bréfanna við sölu um 26 milljarðar króna. Það er nú um sjö milljarðar króna. Í dag er því tugmilljarða króna tapstaða á aðkomu Seðlabankans að FIH. Það eina sem gæti lagað þá tapstöðu eitthvað er að bréf í skartgripaframleiðanda hækki gífurlega fram til loka árs 2014. Seðlabankinn á í raun afleiðu sem sveiflast til og frá eftir því hvernig Pandoru gengur að selja skartgripi. Það má vel velta fyrir sér hvort það sé ásættanlegt veðmál fyrir Seðlabanka að taka þátt í.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun