Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp en hann hefur valið 19 leikmenn til undirbúnings og keppni fyrir undankeppni EM sem hefst í næstu viku. Ísland er þar í riðli ásamt Hvíta Rússlandi, Rúmeníu og Slóveníu og hefur liðið leik nk. miðvikudag.
Þá mætir liðið Hvíta Rússlandi kl.19.30 í Laugardalshöll en forsala á leikinn er hafin á www.midi.is. Sunnudaginn 4. Nóvember mætir liðið svo Rúmeníu á útivelli og hefst sá leikur kl.14.00 að íslenskum tíma og verður hann sýndur beint á RÚV.
Daníel Freyr Andrésson markvörður úr FH, Arnór Þór Gunnarsson, Stefán Rafn Sigurmannsson og Ólafur Gústafsson koma allir inn í hópinn sem og þeir Ólafur Andrés Guðmundsson, Aron Rafn Eðvarðsson og Þórir Ólafsson sem voru ekki með á Ólympíuleikunum.
Arnór Atlason gaf ekki kost á sér að þessu sinni vegna persónulegra ástæðna og þá er Björgvin Páll Gústavsson frá vegna veikinda.
Hópurinn er eftirfarandi:
Markmenn:
Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar
Daníel Freyr Andrésson, FH
Hreiðar Leví Guðmundsson, Nötteröy
Aðrir leikmenn:
Alexander Petersson, Rhein-Necker Löwen
Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische handball club
Aron Pálmarsson, THW Kiel
Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball
Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel
Ingimundur Ingimundarson, ÍR
Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar
Ólafur Andrés Guðmundsson, Kristianstad
Ólafur Gústafsson, FH
Ólafur Bjarki Ragnarsson, Emsdetten
Róbert Gunnarsson, Paris Handball
Snorri Steinn Guðjónsson, GOG
Stefán Rafn Sigurmannsson, Haukar
Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt
Vignir Svavarsson, TWD Minden
Þórir Ólafsson, KS Vive Targi Kielce
Aron búinn að velja fyrsta hópinn - Arnór og Björgvin ekki með
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá
Enski boltinn





Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn