Lífið

Nýtt myndband frá Sóley - spiluð átta milljón sinnum á YouTube

Tónlistarkonan Sóley hefur gefið út nýtt myndband við lagið I'll drown. Lagið er af plötu Sóleyjar, We Sink, sem kom út í fyrra.

Búast má við því að nýja myndbandið eigi eftir að ná þó nokkru flugi á netinu. Sóley hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri og náð fleiri milljónum spilana á sumum laga sinna á YouTube. Til að mynda er búið að spila lagið Pretty Face átta milljón sinnum.

Þegar Fésbókarsíða hennar er skoðuð sést einnig að aðdáendur hennar eru frá ýmsum heimshornum.

Sjálf hefur hún sagt þessar vinsældir koma sér á óvart en hún gefur út plötur sínar hjá þýsku útgáfunni Morr Music og hefur verið á stöðugum tónleikaferðalögum víðs vegar um heiminn síðan platan kom út.

Myndbandinu eru leikstýrt af Anne Peeters og var tekið upp fyrir utan hús Sóleyjar við sjóinn í Reykjavík á köldum vordegi nú í apríl. "Ég vildi fanga hina súrrealísku veröld sem Sóley býr til með tónlistinni. Þetta er einmanna saga sem byggist hægt og rólega upp með laginu," segir leikstjórinn um myndbandið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.