Dreifing til áttatíu þúsund heimila 17. september 2012 12:17 Anna Bára Teitisdóttir segir að þjónustu Póstdreifingar hafi verið fagnað af útgefendum blaða og fjölpósts þar sem fyrirtækið einsetji sér að vera leiðandi í verði á markaði. mynd/stefán Hjá Póstdreifingu starfa um 500 manns og er stærstur hluti þeirra póst- og blaðberar sem starfa við dreifingu á blöðum, markpósti, tímaritum og fjölpósti. Anna Bára Teitsdóttir, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar, segir þjónustu Póstdreifingar hafa verið fagnað af fjölmörgum útgefendum blaða og fjölpósts þar sem fyrirtækið hefur einsett sér að vera leiðandi í verði á markaði. Enn fremur segir Anna Bára að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérhæfðar lausnir. "Við eigum í góðu samstarfi við margar prentsmiðjur og auglýsingastofur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda á sviði dreifingar." Þá nefnir Anna Bára einnig í því sambandi markhópatengda dreifingu á fjölpósti þar sem hefðbundið dreifingarmynstur er brotið upp. "Þannig getur til dæmis lítið fyrirtæki eða einyrki sent út fjölpóst á ákveðið svæði innan póstnúmera, til sérbýla eða fjölbýlishúsa allt eftir því hvað hentar markhópnum hverju sinni. Nú fer að ganga í hönd annasamasti tími ársins og eru fyrirtæki þegar farin að tryggja sér dreifingardag á kynningarefni og gera ráðstafanir varðandi heimsendinguá vörum sínum." Vöruhýsing í nýju húsnæði Samhliða blaðadreifingu sér Póstdreifing um að dreifa vörum og sendingum fyrir fyrirtæki á stórhöfuðborgarsvæðinu. "Samstarf og sveigjanleiki eru þar lykilhugtök og einbeitum við okkur að því að veita klæðskerasniðna þjónustu sem passar vel að þörfum ólíkra viðskiptavina. Þannig eru netverslanir farnar að nýta sér þjónustu okkar í auknum mæli og til að mæta betur þörfum þeirra varðandi dreifingu og vöruhýsingu hefur verið ákveðið að flytja í hentugra húsnæði um áramótin." Í stóru fyrirtæki eins og Póstdreifingu er nauðsynlegt að vera með gott gæðastjórnunarkerfi og hafa því öll dreifingarkerfi Póstdreifingar verið vottuð samkvæmt ISO 9001:2008-staðlinum. "Vottunin staðfestir að gæðakerfi fyrirtækisins uppfyllir kröfur staðalsins og að allir starfsferlar og verklagsreglur eru skýrar og í samræmi við viðskiptaskilmála." Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Hjá Póstdreifingu starfa um 500 manns og er stærstur hluti þeirra póst- og blaðberar sem starfa við dreifingu á blöðum, markpósti, tímaritum og fjölpósti. Anna Bára Teitsdóttir, deildarstjóri sölu- og markaðsdeildar, segir þjónustu Póstdreifingar hafa verið fagnað af fjölmörgum útgefendum blaða og fjölpósts þar sem fyrirtækið hefur einsett sér að vera leiðandi í verði á markaði. Enn fremur segir Anna Bára að fyrirtækið leggi mikla áherslu á að bjóða viðskiptavinum sínum upp á sérhæfðar lausnir. "Við eigum í góðu samstarfi við margar prentsmiðjur og auglýsingastofur sem þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda á sviði dreifingar." Þá nefnir Anna Bára einnig í því sambandi markhópatengda dreifingu á fjölpósti þar sem hefðbundið dreifingarmynstur er brotið upp. "Þannig getur til dæmis lítið fyrirtæki eða einyrki sent út fjölpóst á ákveðið svæði innan póstnúmera, til sérbýla eða fjölbýlishúsa allt eftir því hvað hentar markhópnum hverju sinni. Nú fer að ganga í hönd annasamasti tími ársins og eru fyrirtæki þegar farin að tryggja sér dreifingardag á kynningarefni og gera ráðstafanir varðandi heimsendinguá vörum sínum." Vöruhýsing í nýju húsnæði Samhliða blaðadreifingu sér Póstdreifing um að dreifa vörum og sendingum fyrir fyrirtæki á stórhöfuðborgarsvæðinu. "Samstarf og sveigjanleiki eru þar lykilhugtök og einbeitum við okkur að því að veita klæðskerasniðna þjónustu sem passar vel að þörfum ólíkra viðskiptavina. Þannig eru netverslanir farnar að nýta sér þjónustu okkar í auknum mæli og til að mæta betur þörfum þeirra varðandi dreifingu og vöruhýsingu hefur verið ákveðið að flytja í hentugra húsnæði um áramótin." Í stóru fyrirtæki eins og Póstdreifingu er nauðsynlegt að vera með gott gæðastjórnunarkerfi og hafa því öll dreifingarkerfi Póstdreifingar verið vottuð samkvæmt ISO 9001:2008-staðlinum. "Vottunin staðfestir að gæðakerfi fyrirtækisins uppfyllir kröfur staðalsins og að allir starfsferlar og verklagsreglur eru skýrar og í samræmi við viðskiptaskilmála."
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira